Körfubolti

LeBron stórkostlegur á gamla heimavellinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron James héldu engin bönd gegn Cleveland Cavaliers.
LeBron James héldu engin bönd gegn Cleveland Cavaliers. getty/Jason Miller

LeBron James fór á kostum á sínum gamla heimavelli og skoraði 46 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Cleveland Cavaliers, 108-115, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

LeBron var sérstaklega öflugur í 4. leikhluta þegar hann skoraði 21 stig og klikkaði aðeins á einu skoti gegn liðinu sem hann hóf ferilinn í NBA með og leiddi til meistaratitils fyrir fimm árum. Lakers hefur unnið alla tíu útileiki sína á tímabilinu.

Stórleikur Luka Doncic dugði Dallas Mavericks ekki til sigurs gegn Denver Nuggets. Lokatölur 113-117, Denver í vil.

Doncic skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og gaf sextán stoðsendingar. Michael Porter yngri skoraði þrjátíu stig fyrir Denver sem hefur unnið fjóra leiki í röð.

Stephen Curry skaut Minnesota Timberwolves í kaf þegar Golden State Warriors vann Úlfana, 130-108, á heimavelli. Curry skoraði 36 stig og hitti úr ellefu af 21 skoti sínu í leiknum.

Boston Celtics vann sinn annan leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Chicago Bulls, 103-119, á útivelli.

Jayson Tatum sneri aftur í lið Boston eftir nokkurra leikja fjarveru og skoraði 24 stig. Jaylen Brown var hins vegar stigahæstur Boston-manna með 26 stig.

Úrslit næturinnar

  • Cleveland 108-115 LA Lakers
  • Dallas 113-117 Denver
  • Golden State 130-108 Minnesota
  • Chicago 103-119 Boston
  • Detroit 119-104 Philadelphia
  • Indiana 129-114 Toronto
  • Orlando 117-108 Charlotte
  • Brooklyn 98-85 Miami
  • Portland 122-125 Oklahoma

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×