Stöð 2 Sport
Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og FH á dagskrá í Olís-deild karla. Stjarnan hefur ekki farið nægilega vel af stað í deildinni og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Liðið er með einn sigur eftir fjóra leiki og situr í 8. sæti.
FH hefur farið betur af stað og er í 4. sæti eftir fimm leiki. Hefur það skilað liðinu þremur sigrum og tveimur töpum.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 18.10 er leikur Snæfells og Fjölnis á dagskrá í Dominos-deild kvenna. Þar á eftir er leikur Vals og Breiðabliks á dagskrá.
Fjölnir hefur farið frábærlega af stað en liðið er með fimm sigra og tvö töp eftir sjö leiki. Snæfell hefur hins vegar aðeins unnið tvo af fjórum. Íslandsmeistarar Vals eru með átta stig á meðan Breiðablik er með fjögur. Það verður því á brattann að sækja hjá Blikum í kvöld.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 21.30 er GTS Iceland: Tier 1 á dagskrá. Útsendingu frá sterkustu mótaröð Íslands í hermikappakstri.
Golfstöðin
Klukkan 04.00 er Omega Dubai Desert Classic-mótið á dagskrá en það er hluti af Evrópumótaröðinni.