Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 23:04 Repúblikanarnir sem greiddu atkvæði á móti frávísunartillögunni eru allir þekktir fyrir að vera gagnrýnendur Trump. Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að hvetja til uppreisnar í tengslum við innrás í þinhúsið í Washington D.C. hinn 6. janúar síðastliðinn. Málið verður tekið fyrir í öldungadeildinni eftir um tvær vikur. Til að sakfella forsetann fyrrverandi þurfa tveir þriðjuhlutar þingmanna öldungadeildarinnar að vera samþykkir. Það þýðir að allir þingmenn demókrata þurfa að segja já og að minnsta kosti sautján þingmenn repúblikana. Í dag var hins vegar gengið til atkvæða um frávísunartillögu repúblikanans Rand Paul, sem hefur haldið því fram að ákærurnar standist ekki stjórnarskrá landsins þar sem Trump er ekki lengur forseti. Tillagan var felld en aðeins fimm þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði á móti; Lisa Murkowski, Susan Collins, Mitt Romney, Ben Sasse og Patrick Toomey, sem öll hafa verið gagnrýnin á forsetann fyrrverandi. Auðvitað gæti eitthvað breyst á næstu tveimur vikum en miðað við þessar niðurstöður eru afar litlar líkur á að Trump verði fundinn sekur í öldungadeildinni. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögu Paul var Mitch McConnell, leiðtogi minnihlutans, sem er þó sagður þeirrar skoðunar að Trump eigi sannarlega nokkra sök á því hvernig fór. Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs í dag að McConnell og Trump hefðu ekki rætt saman frá 15. desember síðastliðnum. New York Times greindi frá. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að hvetja til uppreisnar í tengslum við innrás í þinhúsið í Washington D.C. hinn 6. janúar síðastliðinn. Málið verður tekið fyrir í öldungadeildinni eftir um tvær vikur. Til að sakfella forsetann fyrrverandi þurfa tveir þriðjuhlutar þingmanna öldungadeildarinnar að vera samþykkir. Það þýðir að allir þingmenn demókrata þurfa að segja já og að minnsta kosti sautján þingmenn repúblikana. Í dag var hins vegar gengið til atkvæða um frávísunartillögu repúblikanans Rand Paul, sem hefur haldið því fram að ákærurnar standist ekki stjórnarskrá landsins þar sem Trump er ekki lengur forseti. Tillagan var felld en aðeins fimm þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði á móti; Lisa Murkowski, Susan Collins, Mitt Romney, Ben Sasse og Patrick Toomey, sem öll hafa verið gagnrýnin á forsetann fyrrverandi. Auðvitað gæti eitthvað breyst á næstu tveimur vikum en miðað við þessar niðurstöður eru afar litlar líkur á að Trump verði fundinn sekur í öldungadeildinni. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögu Paul var Mitch McConnell, leiðtogi minnihlutans, sem er þó sagður þeirrar skoðunar að Trump eigi sannarlega nokkra sök á því hvernig fór. Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs í dag að McConnell og Trump hefðu ekki rætt saman frá 15. desember síðastliðnum. New York Times greindi frá.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38