Gunnar segir að Ponzinibbio sé drullusokkur og svindlari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 07:00 Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio fyrir bardaga þeirra í Glasgow í júlí 2017. getty/Josh Hedges Gunnar Nelson segist vera í góðu formi en hann þurfi að fara í gegnum æfingabúðir til að vera tilbúinn í næsta bardaga. Í viðtali við mmafréttir.is segist Gunnar vonast til að fá bardaga á næstunni en hann sé þó mátulega bjartsýnn á að það gangi eftir. „Vonandi getum við farið að hefja æfingabúðir sem fyrst og að það komi ekki upp einhver önnur bóla. En ég vil ekki gera mér einhverjar alltof miklar vonir og svo kemur breska bólan hingað og allt lokar aftur. Við erum nokkrum sinnum búin að opna og svo þurft að loka aftur, opna og loka aftur. Það er hægt að missa móðinn aðeins. Þannig að ég ætla bara að halda þessu trukki núna og þið fáið að heyra það frá mér ef ég er með eitthvað,“ sagði Gunnar sem hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í september 2019. Undanfarna mánuði hefur Gunnar lítið getað æft bardagaíþróttir vegna samkomutakmarkana. Hann segist þó vera í fínu formi. „Ég er búinn að vera að lyfta og þyngjast aðeins þannig að ég finn ég er orðinn sterkari. Ég er bara spenntur fyrir að byrja almennilegar æfingabúðir og æft bardagaíþróttir,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. Ponzinibbio tapaði fyrir Li Jingliang fyrr í þessum mánuði. Gunnari fannst ekki leiðinlegt að sjá þau úrslit. „Ég á eftir að sjá bardagann en veit að hann var ekkert svo langur. En ég er búinn að sjá rothöggið og það var bara yndislegt. Það voru nokkrir að senda á mig klippur af rothögginu. Ég er svo sem löngu hættur að spá í þeim manni, en ég hef ákveðna óbeit á honum. Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar. MMA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Í viðtali við mmafréttir.is segist Gunnar vonast til að fá bardaga á næstunni en hann sé þó mátulega bjartsýnn á að það gangi eftir. „Vonandi getum við farið að hefja æfingabúðir sem fyrst og að það komi ekki upp einhver önnur bóla. En ég vil ekki gera mér einhverjar alltof miklar vonir og svo kemur breska bólan hingað og allt lokar aftur. Við erum nokkrum sinnum búin að opna og svo þurft að loka aftur, opna og loka aftur. Það er hægt að missa móðinn aðeins. Þannig að ég ætla bara að halda þessu trukki núna og þið fáið að heyra það frá mér ef ég er með eitthvað,“ sagði Gunnar sem hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í september 2019. Undanfarna mánuði hefur Gunnar lítið getað æft bardagaíþróttir vegna samkomutakmarkana. Hann segist þó vera í fínu formi. „Ég er búinn að vera að lyfta og þyngjast aðeins þannig að ég finn ég er orðinn sterkari. Ég er bara spenntur fyrir að byrja almennilegar æfingabúðir og æft bardagaíþróttir,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. Ponzinibbio tapaði fyrir Li Jingliang fyrr í þessum mánuði. Gunnari fannst ekki leiðinlegt að sjá þau úrslit. „Ég á eftir að sjá bardagann en veit að hann var ekkert svo langur. En ég er búinn að sjá rothöggið og það var bara yndislegt. Það voru nokkrir að senda á mig klippur af rothögginu. Ég er svo sem löngu hættur að spá í þeim manni, en ég hef ákveðna óbeit á honum. Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar.
MMA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira