Hugrekki og framtíðarsýn Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 27. janúar 2021 11:01 Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt. Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að í árslok 2035 verði alfarið hætt að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi. Hugrekki þarf til þess að ákveða slíka dagsetningu, en án tímaramma og skýrra markmiða er nær öruggt að menn freistist til að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun, lengur en jörðin þolir. Við vitum að við erum komin að vendipunkti í loftslagsmálum og að við þurfum að snúa við blaðinu á allra næstu árum. Það er auðvelt að finna til vanmáttar í loftslagsbaráttunni, sérstaklega þegar aðgerðir hins opinbera til þess að draga úr losun eru ekki í takti við fréttir og rannsóknir sem berast almenningi um þá grafalvarlegu stöðu sem við erum í. Tími hugrakkra, metnaðarfullra og róttækra aðgerða er runninn upp. Landvernd fagnar nýlega uppfærðum markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun. Metnaðarfull markmið varðandi samdrátt eru nauðsynleg – en aðgerðirnar þurfa að vera jafn metnaðarfullar og framtíðarsýnin skýr. Í Orkustefnu sem gerð var nýlega er talið að Ísland geti verið laust við bensín og dísil árið 2050. Að mati Landverndar er 2050 ekki nægilega metnaðarfullt markmið og án nokkurs vafa hægt að gera betur. Ef þetta gengi eftir fengi Ísland ekki sama samkeppnisforskot í loftslagslausnum og yrði heldur ekki fyrirmynd annarra ríkja með það að markmiði að verða laust við jarðefnaeldsneyti. Þegar kemur að orkuframleiðslu er Ísland með algera sérstöðu því framleiðsla rafmagns með endurnýjanlegri orku á hvern íbúa er sú mesta í heimi! Þessa sérstöðu eigum við að nýta og sýna heiminum að hægt er að lifa góðu lífi án jarðefnaeldsneytis. Fyrir okkur Íslendinga fylgir því aðeins ávinningur að losa landið við jarðefnaeldsneyti. Við losnum við mengun af völdum slíks bruna, betra orkuöryggi þar sem við verðum ekki háð innfluttri orku og spörum gjaldeyrir. Höfundur er varaformaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bensín og olía Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt. Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að í árslok 2035 verði alfarið hætt að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi. Hugrekki þarf til þess að ákveða slíka dagsetningu, en án tímaramma og skýrra markmiða er nær öruggt að menn freistist til að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun, lengur en jörðin þolir. Við vitum að við erum komin að vendipunkti í loftslagsmálum og að við þurfum að snúa við blaðinu á allra næstu árum. Það er auðvelt að finna til vanmáttar í loftslagsbaráttunni, sérstaklega þegar aðgerðir hins opinbera til þess að draga úr losun eru ekki í takti við fréttir og rannsóknir sem berast almenningi um þá grafalvarlegu stöðu sem við erum í. Tími hugrakkra, metnaðarfullra og róttækra aðgerða er runninn upp. Landvernd fagnar nýlega uppfærðum markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun. Metnaðarfull markmið varðandi samdrátt eru nauðsynleg – en aðgerðirnar þurfa að vera jafn metnaðarfullar og framtíðarsýnin skýr. Í Orkustefnu sem gerð var nýlega er talið að Ísland geti verið laust við bensín og dísil árið 2050. Að mati Landverndar er 2050 ekki nægilega metnaðarfullt markmið og án nokkurs vafa hægt að gera betur. Ef þetta gengi eftir fengi Ísland ekki sama samkeppnisforskot í loftslagslausnum og yrði heldur ekki fyrirmynd annarra ríkja með það að markmiði að verða laust við jarðefnaeldsneyti. Þegar kemur að orkuframleiðslu er Ísland með algera sérstöðu því framleiðsla rafmagns með endurnýjanlegri orku á hvern íbúa er sú mesta í heimi! Þessa sérstöðu eigum við að nýta og sýna heiminum að hægt er að lifa góðu lífi án jarðefnaeldsneytis. Fyrir okkur Íslendinga fylgir því aðeins ávinningur að losa landið við jarðefnaeldsneyti. Við losnum við mengun af völdum slíks bruna, betra orkuöryggi þar sem við verðum ekki háð innfluttri orku og spörum gjaldeyrir. Höfundur er varaformaður Landverndar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun