Hugrekki og framtíðarsýn Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 27. janúar 2021 11:01 Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt. Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að í árslok 2035 verði alfarið hætt að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi. Hugrekki þarf til þess að ákveða slíka dagsetningu, en án tímaramma og skýrra markmiða er nær öruggt að menn freistist til að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun, lengur en jörðin þolir. Við vitum að við erum komin að vendipunkti í loftslagsmálum og að við þurfum að snúa við blaðinu á allra næstu árum. Það er auðvelt að finna til vanmáttar í loftslagsbaráttunni, sérstaklega þegar aðgerðir hins opinbera til þess að draga úr losun eru ekki í takti við fréttir og rannsóknir sem berast almenningi um þá grafalvarlegu stöðu sem við erum í. Tími hugrakkra, metnaðarfullra og róttækra aðgerða er runninn upp. Landvernd fagnar nýlega uppfærðum markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun. Metnaðarfull markmið varðandi samdrátt eru nauðsynleg – en aðgerðirnar þurfa að vera jafn metnaðarfullar og framtíðarsýnin skýr. Í Orkustefnu sem gerð var nýlega er talið að Ísland geti verið laust við bensín og dísil árið 2050. Að mati Landverndar er 2050 ekki nægilega metnaðarfullt markmið og án nokkurs vafa hægt að gera betur. Ef þetta gengi eftir fengi Ísland ekki sama samkeppnisforskot í loftslagslausnum og yrði heldur ekki fyrirmynd annarra ríkja með það að markmiði að verða laust við jarðefnaeldsneyti. Þegar kemur að orkuframleiðslu er Ísland með algera sérstöðu því framleiðsla rafmagns með endurnýjanlegri orku á hvern íbúa er sú mesta í heimi! Þessa sérstöðu eigum við að nýta og sýna heiminum að hægt er að lifa góðu lífi án jarðefnaeldsneytis. Fyrir okkur Íslendinga fylgir því aðeins ávinningur að losa landið við jarðefnaeldsneyti. Við losnum við mengun af völdum slíks bruna, betra orkuöryggi þar sem við verðum ekki háð innfluttri orku og spörum gjaldeyrir. Höfundur er varaformaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bensín og olía Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt. Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að í árslok 2035 verði alfarið hætt að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi. Hugrekki þarf til þess að ákveða slíka dagsetningu, en án tímaramma og skýrra markmiða er nær öruggt að menn freistist til að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun, lengur en jörðin þolir. Við vitum að við erum komin að vendipunkti í loftslagsmálum og að við þurfum að snúa við blaðinu á allra næstu árum. Það er auðvelt að finna til vanmáttar í loftslagsbaráttunni, sérstaklega þegar aðgerðir hins opinbera til þess að draga úr losun eru ekki í takti við fréttir og rannsóknir sem berast almenningi um þá grafalvarlegu stöðu sem við erum í. Tími hugrakkra, metnaðarfullra og róttækra aðgerða er runninn upp. Landvernd fagnar nýlega uppfærðum markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun. Metnaðarfull markmið varðandi samdrátt eru nauðsynleg – en aðgerðirnar þurfa að vera jafn metnaðarfullar og framtíðarsýnin skýr. Í Orkustefnu sem gerð var nýlega er talið að Ísland geti verið laust við bensín og dísil árið 2050. Að mati Landverndar er 2050 ekki nægilega metnaðarfullt markmið og án nokkurs vafa hægt að gera betur. Ef þetta gengi eftir fengi Ísland ekki sama samkeppnisforskot í loftslagslausnum og yrði heldur ekki fyrirmynd annarra ríkja með það að markmiði að verða laust við jarðefnaeldsneyti. Þegar kemur að orkuframleiðslu er Ísland með algera sérstöðu því framleiðsla rafmagns með endurnýjanlegri orku á hvern íbúa er sú mesta í heimi! Þessa sérstöðu eigum við að nýta og sýna heiminum að hægt er að lifa góðu lífi án jarðefnaeldsneytis. Fyrir okkur Íslendinga fylgir því aðeins ávinningur að losa landið við jarðefnaeldsneyti. Við losnum við mengun af völdum slíks bruna, betra orkuöryggi þar sem við verðum ekki háð innfluttri orku og spörum gjaldeyrir. Höfundur er varaformaður Landverndar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun