Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 27. janúar 2021 14:00 Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. Það hefur því staðið til í raun allt frá því að bankarnir enduðu í fangi ríkisins að losa um það eignarhald, um það hafa flestir flokkar verið sammála þó sumir telji rétt að ríkið eigi að fullu eða hluta í einum banka. Þá hafa fáir talað fyrir því að ríkið eigi til allrar framtíðar að eiga þessa tvo banka. En núna í umræðunni um bankasöluna, þar sem lagt er til að ríkið selji um það bil 25% í Íslandsbanka, láta sumir eins og þetta sé alveg ný hugmynd, hún hafi lítið verið rædd og að hraðinn sé mikill. Það er fjarri sanni og í raun hefur verið talað fyrir því í allmörg ár hvernig og hvenær rétt sé að losa um þetta eignarhald. Skrifuð hefur verið Hvítbók um framtíðarsýn fjármálakerfisins sem fékk umfjöllun á þingi, þar er lagt til að Íslandsbanki verði seldur. Þrátt fyrir þetta mætti af sumum stjórnmálamönnum skilja að það sé þeirra vilji að eiga báða bankana til langrar framtíðar. Slík ítök ríkisins á fjármálamarkaði eru algjört einsdæmi, þekkist í ríkjum eins og Norður-Kóreu og Kína en engum vestrænum ríkjum sem við gjarnan berum okkur saman við. Umræðan nú ætti því að snúast um hvort nú sé rétti tíminn til að selja banka og með hvaða aðferð væri eðlilegt að fara í þá vegferð. Margir hafa fært rök fyrir því að það sé einmitt góður tími nú til að selja banka. Vöxtur á hlutabréfamörkuðum hefur verið mikill, skortur virðist vera á fjárfestingarkostum hér á landi, útboð Icelandair gekk vel og þar náðist mikil þátttaka almennings. Vextir hafa aldrei verið lægri og sparnaður fólks leitar því eftir betri ávöxtun, staða bankans er sterk og fleira mæti tína til. En einhverjir hafa líka bent á að þetta sé ekki rétti tímin og er þá fyrst og fremst bent á þá óvissu sem við stöndum frammi fyrir vegna Covid. Við búum vissulega á óvissutímum en til baka má spyrja hvenær búum við á vissutímum. Fyrir rúmu ári síðan var enginn að spá því að veira myndi leggja heiminn á hliðina. Við erum aftur á móti að rísa upp úr kófinu, bólusetning innan seilingar og margt sem bendir til bjartari tíma. En það getur enginn sagt nákvæmlega hvað morgundagurinn ber í skauti sér, og einmitt þess vegna er niðurstaðan nú ekki að selja bankann í heild sinni heldur losa aðeins um u.þ.b. 25% af eignarhaldinu í bankanum og sjá hvort og hver áhuginn er fyrir bankanum. Þetta á að gera með gegnsæju ferli sem fellst í skráningu á markað og útboði á hlutunum. Lengi hefur verið talað fyrir því að leita ætti að „góðum“ erlendum langtímafjárfestum, aðilum sem kynnu að reka banka. Ég skil þá umræðu en spurningin er hversu raunhæf er sú hugmynd? Það var jú það sem reynt var við einkavæðingu bankanna á sínum tíma og svo fór sem fór. Fjölmörg dómsmál og rannsóknaskýrslur hafa tekið á erlendum aðilum sem verið var að lokka eða nýta til að komast yfir hlut í banka. Er sú leið fullreynd? Er raunhæft að ætla að við getum ráðið hverjir eigi banka, frekar en önnur fyrirtæki? Er kannski eðlilegra að horfa til þess að löggjafinn tryggi að lagaumhverfið sé með þeim hætti að öryggi innistæðueigenda sé tryggt, að tryggt sé að eigendur geti ekki tæmt bankanna innan frá, tekið óhóflega mikla áhættu og bara almennt hagað sér almennilega. Á síðustu árum hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á laga- og eftirlitsumhverfi banka. Hátt í þrjátíu lagafrumvörp hafa verið samþykkt og fengið umfjöllun á þingi frá árinu 2010. Þessar umbætur lúta að kröfum um eigið fé, laust fé, stöðugri fjármögnun, takmarkanir á lánveitingum, til stendur að takmarka fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka. Ýmsar breytingar snúa að stjórnarháttum og eftirlit með reglum um mat á hæfi eigenda og stjórnenda, reglur um áhættustýringu og kaupauka. Eftirlitið hefur verið eflt með sameiningu Fjármálaeftirlits og Seðlabanka og áherslur á fjármálastöðuleika með tækjum og tólum Seðlabanka. Staðan nú er því sú að íslenskir bankar búa við allar þær kröfur sem gerðar eru til baka á Evrópska efnahagssvæðinu og meira til. Í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að ganga lengra í t.d kröfum um eigið fé bankanna, takmörkunum á kaupaukum o.s.frv. Nú er lagt til að hefja það ferli að losa um eignarhald ríkisins í Íslandsbanka. Ég tel það ekki eingöngu skynsamlegt heldur líka nauðsynlegt. Við megum ekki vera of hrædd við fortíðina að við þorum ekki að stíga skrefin inn í framtíðina. Bankar búa við miklar breytingar á sviði tækni og fleiri og fleiri aðilar sækja inn á markað sem áður bankarnir sinntu og veita greiðslumiðlun, lán og aðra þjónustu í gegnum tækni. Ólíklegt má því telja að bankar framtíðarinnar verði eitthvað í líkingu við það sem við þekkjum frá síðustu áratugum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. Það hefur því staðið til í raun allt frá því að bankarnir enduðu í fangi ríkisins að losa um það eignarhald, um það hafa flestir flokkar verið sammála þó sumir telji rétt að ríkið eigi að fullu eða hluta í einum banka. Þá hafa fáir talað fyrir því að ríkið eigi til allrar framtíðar að eiga þessa tvo banka. En núna í umræðunni um bankasöluna, þar sem lagt er til að ríkið selji um það bil 25% í Íslandsbanka, láta sumir eins og þetta sé alveg ný hugmynd, hún hafi lítið verið rædd og að hraðinn sé mikill. Það er fjarri sanni og í raun hefur verið talað fyrir því í allmörg ár hvernig og hvenær rétt sé að losa um þetta eignarhald. Skrifuð hefur verið Hvítbók um framtíðarsýn fjármálakerfisins sem fékk umfjöllun á þingi, þar er lagt til að Íslandsbanki verði seldur. Þrátt fyrir þetta mætti af sumum stjórnmálamönnum skilja að það sé þeirra vilji að eiga báða bankana til langrar framtíðar. Slík ítök ríkisins á fjármálamarkaði eru algjört einsdæmi, þekkist í ríkjum eins og Norður-Kóreu og Kína en engum vestrænum ríkjum sem við gjarnan berum okkur saman við. Umræðan nú ætti því að snúast um hvort nú sé rétti tíminn til að selja banka og með hvaða aðferð væri eðlilegt að fara í þá vegferð. Margir hafa fært rök fyrir því að það sé einmitt góður tími nú til að selja banka. Vöxtur á hlutabréfamörkuðum hefur verið mikill, skortur virðist vera á fjárfestingarkostum hér á landi, útboð Icelandair gekk vel og þar náðist mikil þátttaka almennings. Vextir hafa aldrei verið lægri og sparnaður fólks leitar því eftir betri ávöxtun, staða bankans er sterk og fleira mæti tína til. En einhverjir hafa líka bent á að þetta sé ekki rétti tímin og er þá fyrst og fremst bent á þá óvissu sem við stöndum frammi fyrir vegna Covid. Við búum vissulega á óvissutímum en til baka má spyrja hvenær búum við á vissutímum. Fyrir rúmu ári síðan var enginn að spá því að veira myndi leggja heiminn á hliðina. Við erum aftur á móti að rísa upp úr kófinu, bólusetning innan seilingar og margt sem bendir til bjartari tíma. En það getur enginn sagt nákvæmlega hvað morgundagurinn ber í skauti sér, og einmitt þess vegna er niðurstaðan nú ekki að selja bankann í heild sinni heldur losa aðeins um u.þ.b. 25% af eignarhaldinu í bankanum og sjá hvort og hver áhuginn er fyrir bankanum. Þetta á að gera með gegnsæju ferli sem fellst í skráningu á markað og útboði á hlutunum. Lengi hefur verið talað fyrir því að leita ætti að „góðum“ erlendum langtímafjárfestum, aðilum sem kynnu að reka banka. Ég skil þá umræðu en spurningin er hversu raunhæf er sú hugmynd? Það var jú það sem reynt var við einkavæðingu bankanna á sínum tíma og svo fór sem fór. Fjölmörg dómsmál og rannsóknaskýrslur hafa tekið á erlendum aðilum sem verið var að lokka eða nýta til að komast yfir hlut í banka. Er sú leið fullreynd? Er raunhæft að ætla að við getum ráðið hverjir eigi banka, frekar en önnur fyrirtæki? Er kannski eðlilegra að horfa til þess að löggjafinn tryggi að lagaumhverfið sé með þeim hætti að öryggi innistæðueigenda sé tryggt, að tryggt sé að eigendur geti ekki tæmt bankanna innan frá, tekið óhóflega mikla áhættu og bara almennt hagað sér almennilega. Á síðustu árum hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á laga- og eftirlitsumhverfi banka. Hátt í þrjátíu lagafrumvörp hafa verið samþykkt og fengið umfjöllun á þingi frá árinu 2010. Þessar umbætur lúta að kröfum um eigið fé, laust fé, stöðugri fjármögnun, takmarkanir á lánveitingum, til stendur að takmarka fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka. Ýmsar breytingar snúa að stjórnarháttum og eftirlit með reglum um mat á hæfi eigenda og stjórnenda, reglur um áhættustýringu og kaupauka. Eftirlitið hefur verið eflt með sameiningu Fjármálaeftirlits og Seðlabanka og áherslur á fjármálastöðuleika með tækjum og tólum Seðlabanka. Staðan nú er því sú að íslenskir bankar búa við allar þær kröfur sem gerðar eru til baka á Evrópska efnahagssvæðinu og meira til. Í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að ganga lengra í t.d kröfum um eigið fé bankanna, takmörkunum á kaupaukum o.s.frv. Nú er lagt til að hefja það ferli að losa um eignarhald ríkisins í Íslandsbanka. Ég tel það ekki eingöngu skynsamlegt heldur líka nauðsynlegt. Við megum ekki vera of hrædd við fortíðina að við þorum ekki að stíga skrefin inn í framtíðina. Bankar búa við miklar breytingar á sviði tækni og fleiri og fleiri aðilar sækja inn á markað sem áður bankarnir sinntu og veita greiðslumiðlun, lán og aðra þjónustu í gegnum tækni. Ólíklegt má því telja að bankar framtíðarinnar verði eitthvað í líkingu við það sem við þekkjum frá síðustu áratugum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun