Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 19:01 Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. vísir/Sigurjón Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar um áramótin voru tvö þúsund sýni sem þegar höfðu verið tekin send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sýnum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaður í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni fullrannsökuð þar. Um eitt þúsund af eldri sýnunum hafa nú verið send á rannsóknarstofuna. Enn er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofan notar minni sýnatökuglös en Krabbmeinsfélagið gerði. Rannsóknarstofan í Danmörku notar minni glösin en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin.vísir/Sigurjón Stóru glösin passa ekki í rannsóknartæki stofunnar til fullgreiningar og skoðun á þessum sýnum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. „Það er ekki hægt að fullrannsaka þau. Þau verða bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna þurfa því að koma aftur eftir þrjá mánuði til að sjá hvort þær séu enn með hana,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Hluti kvennnanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyri konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu, vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna og biðu eftir niðurstöðu varðandi frumubreytingar. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa ókeypis sýnatöku. Krabbameinsleit í leghálsi var um áramótin færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar.vísir/Vilhelm „Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hérna heima. Landspítalinn hefði getað HPV mælt þessi sýni hérna heima og það hefði veirð hægt að nýta frumurannsóknarstofu Landspítalans til þess og klára þessi mál hjá Krabbameinsfélaginu,” segir Kristján. „Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og skil ekki af hverju það var skilið svona við. Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka.” Hefði heilsugæslan ekki getað sent þessi sýni eitthvert annað? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að HPV mæla þau hvar sem er. En það sem hefur tafið þetta ferli allt saman er ekki síst covid, bæði hér á landi og ekki síst í Danmörku. Fólk hefur verið upptekið við covid, einnig lögfræðingar sem sjá um alla samningagerð, og það er skýringin á þessum töfum.” Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar um áramótin voru tvö þúsund sýni sem þegar höfðu verið tekin send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sýnum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaður í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni fullrannsökuð þar. Um eitt þúsund af eldri sýnunum hafa nú verið send á rannsóknarstofuna. Enn er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofan notar minni sýnatökuglös en Krabbmeinsfélagið gerði. Rannsóknarstofan í Danmörku notar minni glösin en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin.vísir/Sigurjón Stóru glösin passa ekki í rannsóknartæki stofunnar til fullgreiningar og skoðun á þessum sýnum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. „Það er ekki hægt að fullrannsaka þau. Þau verða bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna þurfa því að koma aftur eftir þrjá mánuði til að sjá hvort þær séu enn með hana,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Hluti kvennnanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyri konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu, vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna og biðu eftir niðurstöðu varðandi frumubreytingar. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa ókeypis sýnatöku. Krabbameinsleit í leghálsi var um áramótin færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar.vísir/Vilhelm „Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hérna heima. Landspítalinn hefði getað HPV mælt þessi sýni hérna heima og það hefði veirð hægt að nýta frumurannsóknarstofu Landspítalans til þess og klára þessi mál hjá Krabbameinsfélaginu,” segir Kristján. „Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og skil ekki af hverju það var skilið svona við. Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka.” Hefði heilsugæslan ekki getað sent þessi sýni eitthvert annað? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að HPV mæla þau hvar sem er. En það sem hefur tafið þetta ferli allt saman er ekki síst covid, bæði hér á landi og ekki síst í Danmörku. Fólk hefur verið upptekið við covid, einnig lögfræðingar sem sjá um alla samningagerð, og það er skýringin á þessum töfum.”
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira