Brynjar Ástþórsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, tók myndirnar sem sjást í spilaranum hér fyrir neðan. Hann segir að eina sem sjáist á svæðinu sé krapi svo langt sem augað eygir. Hvorki sé hægt að sjá ofan í ána né heyra í rennsli.
Vegurinn var opnaður í dag undir eftirliti Vegagerðarinnar en var lokað aftur klukkan sex í varúðarskyni. Hann verður opnaður aftur klukkan níu í fyrramálið.