Tvö mörk voru dæmd af með hjálp myndbandsdómgæslu í leiknum í gær. Mark Sons Heung-min fyrir Tottenham í upphafi leiks var dæmt af vegna rangstöðu og á 56. mínútu var mark dæmt af Salah vegna hendi á Roberto Firmino.
Þetta er sjötta markið sem VAR dæmir af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Það eru fleiri mörk en dæmd voru af nokkru liði allt síðasta tímabil.
Liverpool have seen more goals disallowed by VAR this season (6) than any Premier League team during the whole of last season
— ESPN FC (@ESPNFC) January 28, 2021
(via @DaleJohnsonESPN) pic.twitter.com/6paDchdgN0
Þrjú mörk voru dæmd af Liverpool með hjálp myndbandsdómgæslu á síðasta tímabili. Engin lið urðu hins vegar verr fyrir barðinu á VAR en Bournemouth, Sheffield United og West Ham en fimm mörk voru dæmd af hverju þeirra.
Það sem af er þessu tímabili eru Liverpool og West Brom þau lið sem hafa tapað mest á VAR (-5) en Sheffield United og Everton hafa grætt mest á því (+3).
Níu mínútum eftir að markið var dæmt af Salah í gær skoraði Sadio Mané og kom Liverpool í 1-3.
Þetta var fyrsti sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2021. Liðið er í 4. sæti hennar.