Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 115-75 | Stjörnumenn völtuðu yfir Keflvíkinga og tóku toppsætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2021 22:40 Stjörnumenn gátu leyft sér að brosa í kvöld. Svekktir Keflvíkingar í forgrunni myndarinnar. vísir/hulda margrét Stjarnan valtaði yfir Keflavík og vann ótrúlegan fjörutíu stiga sigur, 115-75, í stórleik 6. umferðar Domino‘s deildar karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komst Stjarnan upp fyrir Keflavík á topp deildarinnar. Þetta var fyrsta tap Keflvíkinga á tímabilinu og það var stórt og slæmt. Stjörnumenn spiluðu hins vegar nær óaðfinnanlega og sendu skýr skilaboð með sigrinum. Stjörnumenn náðu strax heljartaki á leiknum og slepptu því aldrei. Garðbæingar negldu niður hverju þriggja stiga skotinu á fætur öðru í upphafi leiks á meðan Keflvíkingar gátu varla skorað. Stjarnan var 22 stigum yfir eftir 1. leikhluta, 31-9. Þar komust átta Stjörnumenn á blað og skotnýting þeirra var 78 prósent. Á meðan var skotnýting Keflvíkinga aðeins sautján prósent. Stjörnumenn hittu eins og óðir menn fyrir utan þriggja stiga línuna.vísir/hulda margrét Gestunum gekk ágætlega að skora framan af 2. leikhluta en vörnin var áfram afleit og hélt hvorki vatni né vindum. Stjörnumenn gáfu ekkert eftir þrátt fyrir yfirburðastöðu, skoruðu síðustu átta stig fyrri hálfleiks og voru 36 stigum yfir að honum loknum, 66-30. Ef einhver átti von á alvöru svari frá Keflvíkingum í seinni hálfleik varð sá hinn sami fyrir miklum vonbrigðum. Stjarnan var áfram miklu betri og bætti bara í. Um miðjan 3. leikhluta var munurinn orðinn 44 stig, 78-34, og fyrir 4. leikhlutann var staðan 93-56, Stjörnunni í vil. Í honum tæmdu þjálfararnir varamannabekkina sína og minni spámenn fengu að spreyta sig. Á endanum munaði hvorki fleiri né færri en fjörtíu stigum á liðunum, 115-75. Þetta var einfaldlega of auðvelt fyrir Stjörnuna í kvöld.vísir/hulda margrét Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar léku svo gott sem hinn fullkomna leik í kvöld og voru frábærir á öllum sviðum. Þeir hittu lygilega vel úr þriggja stiga skotum og settu niður sautján þrista úr 32 tilraunum (53 prósent). Á meðan skoraði Keflavík bara fimm þriggja stiga körfur í 28 tilraunum (sautján prósent). Þá var vörn Stjörnunnar gríðarlega öflug og Hlynur Bæringsson hélt Dominykas Milka algjörlega niðri. Hver einasti leikmaður sem kom inn á hjá Stjörnunni skilaði sínu og rúmlega það. Á meðan voru lykilmenn Keflvíkinga hver öðrum verri. Hverjir stóðu upp úr? Liðsheildin var ofboðslega sterk hjá Stjörnunni og erfitt að taka einhverja út fyrir sviga. Ægir Þór Steinarsson var þó sérstaklega góður og skilaði þrefaldri tvennu; sautján stigum, tíu fráköstum og tíu stoðsendingum. Bandaríkjamaðurinn AJ Brodeur var stigahæstur Garðbæinga í sínum fyrsta leik með Stjörnunni. Hann skoraði nítján stig og hitti úr níu af ellefu skotum sínum. Megnið af stigunum hans kom undir lokin og hann hefði vart getað fengið þægilegri leik til að byrja á en byrjunin lofar góðu. Mirza Saralilja var næststigahæstur Stjörnumanna með átján stig og hitti úr fimm af sex þriggja stiga skotum sínum. Hvað gekk illa? Það sást fljótlega að Keflvíkingar voru aðeins með á pappír en ekki í praxís í leiknum. Þeir voru lélegir á öllum sviðum og sérstaklega í vörninni. Keflavík hefur verið með besta varnarlið deildarinnar það sem af er tímabili en Suðurnesjamenn litu út eins og byrjendur á því sviði í kvöld. Milka var óþekkjanlegur, skoraði aðeins tíu stig og tók fjögur fráköst, og Hörður Axel Vilhjálmsson vill eflaust líka gleyma þessum leik sem fyrst. Hvað gerist næst? Það er leikið þétt þessa dagana og Stjarnan og Keflavík eiga aftur leiki á sunnudaginn. Stjörnumenn sækja Grindvíkinga heim en Keflvíkingar fá ÍR-inga í heimsókn. Hlynur: Fáránlega gott til að byrja með Hlynur berst við Deane Williams.vísir/hulda margrét Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir stórsigurinn á Keflavík. „Þetta var fáránlega gott til að byrja með. Við hittum rosalega vel og þeir voru líka bara með fjögur stig eftir nokkrar mínútur. Við gerðum vel í vörninni,“ sagði Hlynur. „Svo var þetta líka einn af þessum dögum þar sem þeir klikkuðu kannski á einhverju sem þeir geta sett á sínum degi. Þetta var kannski sitt lítið af hverju.“ Stjörnumenn gáfu ekkert eftir þótt munurinn væri fljótlega orðinn mikill og hleyptu Keflvíkingum aldrei á skrið. „Það er ekkert auðvelt í umhverfi eins og þessu, að finna þennan kraft. Ég held að mörg lið, eins og Keflavík, hafi verið í basli með þetta. Þetta eru rosalegar sveiflur sem við sjáum hjá liðunum,“ sagði Hlynur. „Það var mjög gott að ná að halda út því þangað til hliðin verða opnuð þurfa menn svolítið að finna orkuna sjálfir.“ Bandaríkjamaðurinn AJ Brodeur var stigahæstur í sínum fyrsta leik með Stjörnunni. Hlynur hitti hann i fyrsta sinn fyrir leik en hann hafði ekki náð æfingu með Stjörnuliðinu. „Þetta kom skemmtilega á óvart í restina því ég var bara að sjá hann í dag. Hann var að klára sóttkví. Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt upp á framhaldið fyrir hann, að hann gat verið svolítið frjáls og leikið sér í restina. Það var mikilvægt fyrir hann að sjá boltann fara nokkrum sinnum ofan í. Hann er góður í grunnatriðunum, með góðar sendingar og góður varnarmaður,“ sagði Hlynur að lokum. Hjalti: Vorum okkar versti óvinur Strákarnir hans Hjalta Þór Vilhjálmssonar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í kvöld.vísir/hulda margrét „Við lentum strax undir og vorum komnir með fjögur stig þegar sex eða sjö mínútur voru búnar af leiknum. Þá fórum við að elta og ætluðum að ná þessu einn, tveir og bingó. Við spiluðum bara þeirra leik og fyrir vikið jókst munurinn. Við vorum okkar versti óvinur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. „Auðvitað vorum við ömurlegir í dag, hittum ekki neitt og vorum líka sjálfum okkur verstir.“ Þrátt fyrir tapið stóra kveðst Hjalti ekki hafa miklar áhyggjur af framhaldinu. „Það skiptir engu máli hvort við töpum með fjörutíu stigum eða tveimur. Það er eiginlega sárara að tapa jöfnum leikjum. Við komum bara tvíefldir til leiks á móti ÍR á mánudaginn,“ sagði Hjalti. Varamenn Keflavíkur höfðu ekki mikið til málanna að leggja framan af leik og Hjalti hefði viljað fá fleiri stig af bekknum. „Fyrri hálfleikurinn var hrikalegur og þá voru bara fjórir búnir að skora. Auðvitað er vont þegar það koma ekki fleiri stig og þau séu ekki að dreifast og það sé ekki ógn annars staðar frá,“ sagði Hjalti. „Þetta hefur gengið hingað til. Svo hafa menn eins og Gústi [Ágúst Orrason], [Arnór] Sveinsson og Þröstur [Leó Jóhannsson] komið með punkta og gert vel í sumum leikjum en við þurfum að fá þetta sem oftast.“ Dominos-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF
Stjarnan valtaði yfir Keflavík og vann ótrúlegan fjörutíu stiga sigur, 115-75, í stórleik 6. umferðar Domino‘s deildar karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komst Stjarnan upp fyrir Keflavík á topp deildarinnar. Þetta var fyrsta tap Keflvíkinga á tímabilinu og það var stórt og slæmt. Stjörnumenn spiluðu hins vegar nær óaðfinnanlega og sendu skýr skilaboð með sigrinum. Stjörnumenn náðu strax heljartaki á leiknum og slepptu því aldrei. Garðbæingar negldu niður hverju þriggja stiga skotinu á fætur öðru í upphafi leiks á meðan Keflvíkingar gátu varla skorað. Stjarnan var 22 stigum yfir eftir 1. leikhluta, 31-9. Þar komust átta Stjörnumenn á blað og skotnýting þeirra var 78 prósent. Á meðan var skotnýting Keflvíkinga aðeins sautján prósent. Stjörnumenn hittu eins og óðir menn fyrir utan þriggja stiga línuna.vísir/hulda margrét Gestunum gekk ágætlega að skora framan af 2. leikhluta en vörnin var áfram afleit og hélt hvorki vatni né vindum. Stjörnumenn gáfu ekkert eftir þrátt fyrir yfirburðastöðu, skoruðu síðustu átta stig fyrri hálfleiks og voru 36 stigum yfir að honum loknum, 66-30. Ef einhver átti von á alvöru svari frá Keflvíkingum í seinni hálfleik varð sá hinn sami fyrir miklum vonbrigðum. Stjarnan var áfram miklu betri og bætti bara í. Um miðjan 3. leikhluta var munurinn orðinn 44 stig, 78-34, og fyrir 4. leikhlutann var staðan 93-56, Stjörnunni í vil. Í honum tæmdu þjálfararnir varamannabekkina sína og minni spámenn fengu að spreyta sig. Á endanum munaði hvorki fleiri né færri en fjörtíu stigum á liðunum, 115-75. Þetta var einfaldlega of auðvelt fyrir Stjörnuna í kvöld.vísir/hulda margrét Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar léku svo gott sem hinn fullkomna leik í kvöld og voru frábærir á öllum sviðum. Þeir hittu lygilega vel úr þriggja stiga skotum og settu niður sautján þrista úr 32 tilraunum (53 prósent). Á meðan skoraði Keflavík bara fimm þriggja stiga körfur í 28 tilraunum (sautján prósent). Þá var vörn Stjörnunnar gríðarlega öflug og Hlynur Bæringsson hélt Dominykas Milka algjörlega niðri. Hver einasti leikmaður sem kom inn á hjá Stjörnunni skilaði sínu og rúmlega það. Á meðan voru lykilmenn Keflvíkinga hver öðrum verri. Hverjir stóðu upp úr? Liðsheildin var ofboðslega sterk hjá Stjörnunni og erfitt að taka einhverja út fyrir sviga. Ægir Þór Steinarsson var þó sérstaklega góður og skilaði þrefaldri tvennu; sautján stigum, tíu fráköstum og tíu stoðsendingum. Bandaríkjamaðurinn AJ Brodeur var stigahæstur Garðbæinga í sínum fyrsta leik með Stjörnunni. Hann skoraði nítján stig og hitti úr níu af ellefu skotum sínum. Megnið af stigunum hans kom undir lokin og hann hefði vart getað fengið þægilegri leik til að byrja á en byrjunin lofar góðu. Mirza Saralilja var næststigahæstur Stjörnumanna með átján stig og hitti úr fimm af sex þriggja stiga skotum sínum. Hvað gekk illa? Það sást fljótlega að Keflvíkingar voru aðeins með á pappír en ekki í praxís í leiknum. Þeir voru lélegir á öllum sviðum og sérstaklega í vörninni. Keflavík hefur verið með besta varnarlið deildarinnar það sem af er tímabili en Suðurnesjamenn litu út eins og byrjendur á því sviði í kvöld. Milka var óþekkjanlegur, skoraði aðeins tíu stig og tók fjögur fráköst, og Hörður Axel Vilhjálmsson vill eflaust líka gleyma þessum leik sem fyrst. Hvað gerist næst? Það er leikið þétt þessa dagana og Stjarnan og Keflavík eiga aftur leiki á sunnudaginn. Stjörnumenn sækja Grindvíkinga heim en Keflvíkingar fá ÍR-inga í heimsókn. Hlynur: Fáránlega gott til að byrja með Hlynur berst við Deane Williams.vísir/hulda margrét Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir stórsigurinn á Keflavík. „Þetta var fáránlega gott til að byrja með. Við hittum rosalega vel og þeir voru líka bara með fjögur stig eftir nokkrar mínútur. Við gerðum vel í vörninni,“ sagði Hlynur. „Svo var þetta líka einn af þessum dögum þar sem þeir klikkuðu kannski á einhverju sem þeir geta sett á sínum degi. Þetta var kannski sitt lítið af hverju.“ Stjörnumenn gáfu ekkert eftir þótt munurinn væri fljótlega orðinn mikill og hleyptu Keflvíkingum aldrei á skrið. „Það er ekkert auðvelt í umhverfi eins og þessu, að finna þennan kraft. Ég held að mörg lið, eins og Keflavík, hafi verið í basli með þetta. Þetta eru rosalegar sveiflur sem við sjáum hjá liðunum,“ sagði Hlynur. „Það var mjög gott að ná að halda út því þangað til hliðin verða opnuð þurfa menn svolítið að finna orkuna sjálfir.“ Bandaríkjamaðurinn AJ Brodeur var stigahæstur í sínum fyrsta leik með Stjörnunni. Hlynur hitti hann i fyrsta sinn fyrir leik en hann hafði ekki náð æfingu með Stjörnuliðinu. „Þetta kom skemmtilega á óvart í restina því ég var bara að sjá hann í dag. Hann var að klára sóttkví. Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt upp á framhaldið fyrir hann, að hann gat verið svolítið frjáls og leikið sér í restina. Það var mikilvægt fyrir hann að sjá boltann fara nokkrum sinnum ofan í. Hann er góður í grunnatriðunum, með góðar sendingar og góður varnarmaður,“ sagði Hlynur að lokum. Hjalti: Vorum okkar versti óvinur Strákarnir hans Hjalta Þór Vilhjálmssonar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í kvöld.vísir/hulda margrét „Við lentum strax undir og vorum komnir með fjögur stig þegar sex eða sjö mínútur voru búnar af leiknum. Þá fórum við að elta og ætluðum að ná þessu einn, tveir og bingó. Við spiluðum bara þeirra leik og fyrir vikið jókst munurinn. Við vorum okkar versti óvinur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. „Auðvitað vorum við ömurlegir í dag, hittum ekki neitt og vorum líka sjálfum okkur verstir.“ Þrátt fyrir tapið stóra kveðst Hjalti ekki hafa miklar áhyggjur af framhaldinu. „Það skiptir engu máli hvort við töpum með fjörutíu stigum eða tveimur. Það er eiginlega sárara að tapa jöfnum leikjum. Við komum bara tvíefldir til leiks á móti ÍR á mánudaginn,“ sagði Hjalti. Varamenn Keflavíkur höfðu ekki mikið til málanna að leggja framan af leik og Hjalti hefði viljað fá fleiri stig af bekknum. „Fyrri hálfleikurinn var hrikalegur og þá voru bara fjórir búnir að skora. Auðvitað er vont þegar það koma ekki fleiri stig og þau séu ekki að dreifast og það sé ekki ógn annars staðar frá,“ sagði Hjalti. „Þetta hefur gengið hingað til. Svo hafa menn eins og Gústi [Ágúst Orrason], [Arnór] Sveinsson og Þröstur [Leó Jóhannsson] komið með punkta og gert vel í sumum leikjum en við þurfum að fá þetta sem oftast.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti