Slæmt tap Everton í 300. úrvalsdeildarleik Gylfa á Englandi Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2021 14:23 Gylfi og félagar ósáttir. Paul Greenwood/Getty Everton tapaði 2-0 fyrir Newcastle á heimavelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Slæmt tap Everton en mikilvægur sigur Newcastle. Þetta var jafnframt 300. úrvalsdeildarleikur Gylfa Sigurðssonar á Englandi. 🗣 Carlo Ancelotti on Gylfi Sigurdsson; “I think it is a great achievement to be able to reach 300 games, it’s fantastic he’s doing really well. I’m really pleased with him, he’s a fantastic player, fantastic professional and can play in different positions.” #EFC— TheMightyBlues (@MightyBluesYT) January 29, 2021 Newcastle byrjaði betur í fyrri hálfleiknum og átti gott færi. Callum Wilson átti meðal annars hörkuskalla sem Jordan Pickford varði meistaralega. Dominic Calvert-Lewin komst næst því að skora fyrir Everton en Karl Darlow varði í horn. Markalaust var í hálfleik og í síðari hálfleik var svipað uppi á teningnum. Mikið jafnræði var með liðunum. Everton var meira með boltann en gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Gylfi Þór spilaði allan leikinn á miðjunin hjá Everton. Það var á 73. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Eftir hornspyrnu stangaði Callum Wilson boltann í fjærhornið. Óverjandi fyrir Jordan Pickford en sofandi háttur í dekkningu Everton. Everton reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin en það skilaði sér ekki betur en að Wilson tvöfaldaði forystuna eftir skyndisókn í uppbótartíma. Lokatölur 2-0. Newcastle have won at Goodison Park for the first time since September 2010.Callum Wilson's double helps end the nine game winless streak. pic.twitter.com/eRHPoOGn3R— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2021 Þetta var mikilvægur sigur Newcastle sem hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Þeir eru komnir með 22 stig í sextánda sætinu eftir sigurinn en Everton er í sjöunda sætinu með 33 stig. Enski boltinn
Everton tapaði 2-0 fyrir Newcastle á heimavelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Slæmt tap Everton en mikilvægur sigur Newcastle. Þetta var jafnframt 300. úrvalsdeildarleikur Gylfa Sigurðssonar á Englandi. 🗣 Carlo Ancelotti on Gylfi Sigurdsson; “I think it is a great achievement to be able to reach 300 games, it’s fantastic he’s doing really well. I’m really pleased with him, he’s a fantastic player, fantastic professional and can play in different positions.” #EFC— TheMightyBlues (@MightyBluesYT) January 29, 2021 Newcastle byrjaði betur í fyrri hálfleiknum og átti gott færi. Callum Wilson átti meðal annars hörkuskalla sem Jordan Pickford varði meistaralega. Dominic Calvert-Lewin komst næst því að skora fyrir Everton en Karl Darlow varði í horn. Markalaust var í hálfleik og í síðari hálfleik var svipað uppi á teningnum. Mikið jafnræði var með liðunum. Everton var meira með boltann en gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Gylfi Þór spilaði allan leikinn á miðjunin hjá Everton. Það var á 73. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Eftir hornspyrnu stangaði Callum Wilson boltann í fjærhornið. Óverjandi fyrir Jordan Pickford en sofandi háttur í dekkningu Everton. Everton reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin en það skilaði sér ekki betur en að Wilson tvöfaldaði forystuna eftir skyndisókn í uppbótartíma. Lokatölur 2-0. Newcastle have won at Goodison Park for the first time since September 2010.Callum Wilson's double helps end the nine game winless streak. pic.twitter.com/eRHPoOGn3R— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2021 Þetta var mikilvægur sigur Newcastle sem hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Þeir eru komnir með 22 stig í sextánda sætinu eftir sigurinn en Everton er í sjöunda sætinu með 33 stig.