Innlent

Eins og að fá lykil að framtíðinni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stelpurnar eru að vonum glaðar að fá að vera áfram á Íslandi; eina staðnum sem þær hafa kallað „heima“.
Stelpurnar eru að vonum glaðar að fá að vera áfram á Íslandi; eina staðnum sem þær hafa kallað „heima“. Vísir/Einar

Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf segja að það hafi verið eins og að fá lykil að framtíðinni þegar þau fengu þau tíðindi í gær að allsherjar - og menntamálanefnd Alþingis hefði lagt til að dætur þeirra fengju ríkisborgararétt.

Hjónin komu hingað til lands 2014 og hafa barist fyrir því síðan að fá að dvelja hér áfram. 

Dætur þeirra, sem eru sex ára og þriggja ára, eru báðar fæddar á Íslandi. Þegar þær hafa fengið ríkisborgararétt fá foreldrar þeirra loks langþráð dvalarleyfi; nokkuð sem þúsundir Íslendinga hafa kallað eftir.

Bassirou sagðist í viðtali við Stöð 2 í dag ekki hafa vitað hvað hann ætti að halda þegar lögmaður fjölskyldunnar hringdi í hann í gær en hjónin segjast varla geta lýst þeim létti sem kom yfir þau. Þá eru þau gríðarlega þakklát öllum þeim sem lögðu lóð sín á vogarskálarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×