Liverpool er sagt fylgjast vel með varnarmanni New York Red Bulls, Aaron Long en mikil meiðsli hafa herjað á varnarmenn Liverpool það sem af er tímabilsins.
Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip eru allir á meiðslalistanum. Fabinho, sem hefur verið að leysa af í miðverðinum, er nú einnig meiddur og því ekki margir miðverðir eftir hjá Jurgen Klopp.
Hinn 28 ára varnarmaður Aaron Long leikur með New York Red Bulls í MLS-deildinni. Hann hefur leikið rúmlega hundrað leiki fyrir félagið en hann hefur einnig verið viðloðandi bandaríska landsliðið.
Liverpool ku hafa áhuga á að fá kappann að láni út leiktíðina - til þess að leysa af - en B-deildarliðið Reading vill einnig klófesta varnarmanninn. West Ham hafði einnig áhuga en það var á síðustu leiktíð.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði eftir sigurinn á Tottenham í síðustu viku að þeir hefðu áhuga á því að inn nýjan varnarmann en hann þyrfti að vera sá rétti.
Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á morgun.
Liverpool are 'considering a loan move for New York Red Bulls defender Aaron Long' https://t.co/kLNQtCphtt
— MailOnline Sport (@MailSport) January 30, 2021