Þar af var um að ræða 24 forgangsverkefni og tvo svokallaða Covid-flutninga. Slíkir flutningar eru þó hvorki ávísun á staðfest smit né innlögn á sjúkrahús vegna Covid-19, heldur eingöngu að einkenni þess sem fluttur er gætu hugsanlega skýrst af Covid-19 sýkingu.
Dælubílar voru kallaðir út einu sinni síðasta sólarhring, þar sem bilaður reykskynjari hafði skotið íbúum heimilis skelk í bringu. Þó var ekki um eld að ræða í því tilfelli.
„Af verkefnum sjúkrabíla þá ber hæst, að nú í morgunsárið hjálpuðum við barni sem lá svona á að komast í heiminn. Allt gekk vel og faðirinn að klippti á naflastrenginn,“ segir þá í Facebook-færslu slökkviliðsins um verkefni síðasta sólarhrings.