Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 10:02 Frá Jökulsá á Fjöllum. LÖGREGLAN Á NORÐURLANDI EYSTRA Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir vatnshæðina hafa lækkað lítillega síðan þá. Hún standi í 526 sentimetrum. Varðandi framhaldið segir Einar að vatnsstaðan verði áfram há í ánni. Vel verði fylgst með stöðunni áfram með hjálp vatnshæðar- og óróamæla. „Við erum í beinum samskiptum við vaktmann vegagerðarinnar á vettvangi og miðlum upplýsingum til hans eins hratt og við fáum þær í hendur, meðan er opið yfir daginn,“ segir Einar en umferð um brúna yfir ánna er stýrt. Þá er vegurinn aðeins opinn í björtu, frá klukkan níu á daginn til klukkan sex að kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnt að fara um veg 85 á norðausturströndinni meðan lokað er. Norðausturland: Vegna aukinnar hættu á krapaflóði á þjóðvegi 1 við Jökulsá á Fjöllum verður vegurinn aðeins opinn í björtu, það er á milli kl. 09:00 og 18:00. Umferðarstýring er við brúna. Eftir lokun er hægt að fara um norðausturströndina (85) meðan þjónusta er. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 31, 2021 Veðurstofan hefur sent tvo sérfræðinga akandi norður í dag og segist Einar telja að þeir muni geta metið stöðuna í ánni í birtingu á morgun, mánudag. „Það verður frost á svæðinu næstu daga og það er viðbúið að það verði óbreytt ástand í ánni þessa viku og jafnvel næstu viku, jafnvel eitthvað lengur. Við verðum bara að fylgjast vel með og sjá hver þróunin verður,“ segir Einar að lokum. Hér að neðan má sjá myndband sem Viktor Einar Vilhelmsson tók við Jökulsá í gær og sendi fréttastofu. Veður Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir vatnshæðina hafa lækkað lítillega síðan þá. Hún standi í 526 sentimetrum. Varðandi framhaldið segir Einar að vatnsstaðan verði áfram há í ánni. Vel verði fylgst með stöðunni áfram með hjálp vatnshæðar- og óróamæla. „Við erum í beinum samskiptum við vaktmann vegagerðarinnar á vettvangi og miðlum upplýsingum til hans eins hratt og við fáum þær í hendur, meðan er opið yfir daginn,“ segir Einar en umferð um brúna yfir ánna er stýrt. Þá er vegurinn aðeins opinn í björtu, frá klukkan níu á daginn til klukkan sex að kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnt að fara um veg 85 á norðausturströndinni meðan lokað er. Norðausturland: Vegna aukinnar hættu á krapaflóði á þjóðvegi 1 við Jökulsá á Fjöllum verður vegurinn aðeins opinn í björtu, það er á milli kl. 09:00 og 18:00. Umferðarstýring er við brúna. Eftir lokun er hægt að fara um norðausturströndina (85) meðan þjónusta er. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 31, 2021 Veðurstofan hefur sent tvo sérfræðinga akandi norður í dag og segist Einar telja að þeir muni geta metið stöðuna í ánni í birtingu á morgun, mánudag. „Það verður frost á svæðinu næstu daga og það er viðbúið að það verði óbreytt ástand í ánni þessa viku og jafnvel næstu viku, jafnvel eitthvað lengur. Við verðum bara að fylgjast vel með og sjá hver þróunin verður,“ segir Einar að lokum. Hér að neðan má sjá myndband sem Viktor Einar Vilhelmsson tók við Jökulsá í gær og sendi fréttastofu.
Veður Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira