Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 22:23 Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Brussel í dag. Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. Í Brussel hafa fleiri en þrjú hundruð verið handtekin í kvöld eftir mótmæli sem fram fóru í miðborginni. Fólkið mun hafa verið handtekið þegar lögregla reyndi að leysa upp mótmælin við aðallestarstöð belgísku borgarinnar og í Mont des Art hverfinu í dag. Enginn hefur þó verið kærður enn sem komið er að því er segir í frétt Politico. Meðal mótmælenda í Brussel voru svokallaðir gulvestungar og fótboltabullur að því er miðillinn Bruzz greinir frá. Mótmælunum mun hafa verið lokið um klukkan þrjú síðdegis í dag að staðartíma. Frá mótmælum í belgísku borginni Brussel í dag. (Photo by Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Fyrir helgi hafði beiðni mótmælenda um leyfi til að mótmæla verið synjað af yfirvöldum á þeim forsendum að það hefði í för með sér of mikla smithættu. Belgía hefur orðið illa úti í faraldrinum þar sem dánartíðni var á tímabili með þeirri hæstu í heiminum en afar strangar reglur eru enn í gildi í landinu og voru ferðatakmarkanir hertar enn frekar í síðustu viku. Í nágrannaríkinu Hollandi hafa mótmælendur einnig komið saman til mótmæla en í síðustu viku brutust út töluverðar óeirðir þegar mótmælendur gengu langt í aðgerðum sínum til að mótmæla ströngum sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda. Í dag kom fólk aftur á móti saman til friðsælla mótmæla í Apeldoorn og fóru mótmælin fram undir slagorðinu „drekkum kaffi saman,“ að því er Guardian segir frá. Í Amsterdam braut lögregla upp ósamþykkt mótmæli, sem þó fóru að mestu friðsamlega fram. Einnig er mótmælt í Vín. Getty/Askin Kiyagan/Anadolu Agency Um fimm þúsund mótmælendur hundsuðu bann við mótmælagöngu í Vín og komu saman til að mótmæla útgöngubanni og öðrum ströngum aðgerðum stjórnvalda. Mótmælagangan var skipulögð af öfga-hægriflokknum FPO og virti fjöldi mótmælenda tilmæli yfirvalda að vettugi, til að mynda hvað varðar reglur um grímunotkun og fjarlægðarmörk manna á milli. Glæpagengi og ofbeldisfullur hópur ný-nasista eru sagðir hafa verið meðal mótmælenda, sem neituðu að leysa upp mótmælin og stöðvuðu umferð þegar hópurinn lagði leið sína í átt að þinghúsinu í Vín. Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum og voru nokkrir þeirra handteknir. Ungverjar hafa einnig mótmælt í Búdapest um helgina. Getty/Arpad Kurucz/Anadolu Agency Þá hefur lögreglan einnig skorist í leikinn í ungversku höfuðborginni Búdapest þar sem mótmælendur voru að stórum hluta úr röðum starfsfólks í þjónustustörfum sem hefur orðið illa úti vegna þeirra áhrifa sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa haft á vinnustaði þeirra. Þar hafa mótmælendur hvatt til borgaralegrar óhlýðni og þess krafist að slakað verði á aðgerðum. Belgía Holland Ungverjaland Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Í Brussel hafa fleiri en þrjú hundruð verið handtekin í kvöld eftir mótmæli sem fram fóru í miðborginni. Fólkið mun hafa verið handtekið þegar lögregla reyndi að leysa upp mótmælin við aðallestarstöð belgísku borgarinnar og í Mont des Art hverfinu í dag. Enginn hefur þó verið kærður enn sem komið er að því er segir í frétt Politico. Meðal mótmælenda í Brussel voru svokallaðir gulvestungar og fótboltabullur að því er miðillinn Bruzz greinir frá. Mótmælunum mun hafa verið lokið um klukkan þrjú síðdegis í dag að staðartíma. Frá mótmælum í belgísku borginni Brussel í dag. (Photo by Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Fyrir helgi hafði beiðni mótmælenda um leyfi til að mótmæla verið synjað af yfirvöldum á þeim forsendum að það hefði í för með sér of mikla smithættu. Belgía hefur orðið illa úti í faraldrinum þar sem dánartíðni var á tímabili með þeirri hæstu í heiminum en afar strangar reglur eru enn í gildi í landinu og voru ferðatakmarkanir hertar enn frekar í síðustu viku. Í nágrannaríkinu Hollandi hafa mótmælendur einnig komið saman til mótmæla en í síðustu viku brutust út töluverðar óeirðir þegar mótmælendur gengu langt í aðgerðum sínum til að mótmæla ströngum sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda. Í dag kom fólk aftur á móti saman til friðsælla mótmæla í Apeldoorn og fóru mótmælin fram undir slagorðinu „drekkum kaffi saman,“ að því er Guardian segir frá. Í Amsterdam braut lögregla upp ósamþykkt mótmæli, sem þó fóru að mestu friðsamlega fram. Einnig er mótmælt í Vín. Getty/Askin Kiyagan/Anadolu Agency Um fimm þúsund mótmælendur hundsuðu bann við mótmælagöngu í Vín og komu saman til að mótmæla útgöngubanni og öðrum ströngum aðgerðum stjórnvalda. Mótmælagangan var skipulögð af öfga-hægriflokknum FPO og virti fjöldi mótmælenda tilmæli yfirvalda að vettugi, til að mynda hvað varðar reglur um grímunotkun og fjarlægðarmörk manna á milli. Glæpagengi og ofbeldisfullur hópur ný-nasista eru sagðir hafa verið meðal mótmælenda, sem neituðu að leysa upp mótmælin og stöðvuðu umferð þegar hópurinn lagði leið sína í átt að þinghúsinu í Vín. Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum og voru nokkrir þeirra handteknir. Ungverjar hafa einnig mótmælt í Búdapest um helgina. Getty/Arpad Kurucz/Anadolu Agency Þá hefur lögreglan einnig skorist í leikinn í ungversku höfuðborginni Búdapest þar sem mótmælendur voru að stórum hluta úr röðum starfsfólks í þjónustustörfum sem hefur orðið illa úti vegna þeirra áhrifa sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa haft á vinnustaði þeirra. Þar hafa mótmælendur hvatt til borgaralegrar óhlýðni og þess krafist að slakað verði á aðgerðum.
Belgía Holland Ungverjaland Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira