Tveir Norðmenn fórust í snjóflóði á Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2021 23:35 Frá bækistöð norska hersins á Jan Mayen. Torbjørn Kjosvold/Forsvaret Tveir starfsmenn við norsku herstöðina á Jan Mayen, karl og kona, fórust í snjóflóði skammt frá stöðinni um tvöleytið í gær, laugardag. Einn maður komst lífs af úr flóðinu, lítið slasaður, og tókst honum að komast til baka og láta vita af slysinu. Þremenningarnir höfðu farið í gönguferð í eigin frítíma þegar snjóflóðið féll. Starfsfólk frá stöðinni hóf björgunaraðgerð um leið og fréttist af slysinu. Eftir skamma leit í gegnum snjóflóðið fundust þau sem saknað var en lífgunartilraunir á staðnum báru ekki árangur. Voru þau úrskurðuð látin um klukkan 19 í gærkvöldi, að því er fram kemur í tilkynningu norska hersins. Hin látnu voru borgaralegir starfsmenn við herstöðina, Robin Karlsen, 31 árs gamall verkfræðingur, og Bjørg Kathrine Batalden, 57 ára gamall hjúkrunarfræðingur, bæði Norðmenn. Þau voru í hópi átján manna starfsliðs norska hersins á eyjunni. Eldfjallið Beerenberg er 2.277 metra hátt og langhæsti hluti Jan Mayen.Arterra/Getty Images Jan Mayen er um 550 kílómetra norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 ferkílómetrar að flatarmáli og teygir sig frá suðvestri til norðausturs. Hún er 54 kílómetra löng en breidd hennar er mest um 16 kílómetrar. Langhæsti hluti hennar er eldfjallið Beerenberg, 2.277 metra hátt. Það gaus síðast árið 1985 og þar áður 1973 og 1970. Nafn sitt dregur hún af hollenskum hvalveiðiskipstjóra sem þangað kom árið 1614 en Norðmenn eignuðu sér eyjuna árið 1930. Noregur Norðurslóðir Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Þremenningarnir höfðu farið í gönguferð í eigin frítíma þegar snjóflóðið féll. Starfsfólk frá stöðinni hóf björgunaraðgerð um leið og fréttist af slysinu. Eftir skamma leit í gegnum snjóflóðið fundust þau sem saknað var en lífgunartilraunir á staðnum báru ekki árangur. Voru þau úrskurðuð látin um klukkan 19 í gærkvöldi, að því er fram kemur í tilkynningu norska hersins. Hin látnu voru borgaralegir starfsmenn við herstöðina, Robin Karlsen, 31 árs gamall verkfræðingur, og Bjørg Kathrine Batalden, 57 ára gamall hjúkrunarfræðingur, bæði Norðmenn. Þau voru í hópi átján manna starfsliðs norska hersins á eyjunni. Eldfjallið Beerenberg er 2.277 metra hátt og langhæsti hluti Jan Mayen.Arterra/Getty Images Jan Mayen er um 550 kílómetra norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 ferkílómetrar að flatarmáli og teygir sig frá suðvestri til norðausturs. Hún er 54 kílómetra löng en breidd hennar er mest um 16 kílómetrar. Langhæsti hluti hennar er eldfjallið Beerenberg, 2.277 metra hátt. Það gaus síðast árið 1985 og þar áður 1973 og 1970. Nafn sitt dregur hún af hollenskum hvalveiðiskipstjóra sem þangað kom árið 1614 en Norðmenn eignuðu sér eyjuna árið 1930.
Noregur Norðurslóðir Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira