Tveir Norðmenn fórust í snjóflóði á Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2021 23:35 Frá bækistöð norska hersins á Jan Mayen. Torbjørn Kjosvold/Forsvaret Tveir starfsmenn við norsku herstöðina á Jan Mayen, karl og kona, fórust í snjóflóði skammt frá stöðinni um tvöleytið í gær, laugardag. Einn maður komst lífs af úr flóðinu, lítið slasaður, og tókst honum að komast til baka og láta vita af slysinu. Þremenningarnir höfðu farið í gönguferð í eigin frítíma þegar snjóflóðið féll. Starfsfólk frá stöðinni hóf björgunaraðgerð um leið og fréttist af slysinu. Eftir skamma leit í gegnum snjóflóðið fundust þau sem saknað var en lífgunartilraunir á staðnum báru ekki árangur. Voru þau úrskurðuð látin um klukkan 19 í gærkvöldi, að því er fram kemur í tilkynningu norska hersins. Hin látnu voru borgaralegir starfsmenn við herstöðina, Robin Karlsen, 31 árs gamall verkfræðingur, og Bjørg Kathrine Batalden, 57 ára gamall hjúkrunarfræðingur, bæði Norðmenn. Þau voru í hópi átján manna starfsliðs norska hersins á eyjunni. Eldfjallið Beerenberg er 2.277 metra hátt og langhæsti hluti Jan Mayen.Arterra/Getty Images Jan Mayen er um 550 kílómetra norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 ferkílómetrar að flatarmáli og teygir sig frá suðvestri til norðausturs. Hún er 54 kílómetra löng en breidd hennar er mest um 16 kílómetrar. Langhæsti hluti hennar er eldfjallið Beerenberg, 2.277 metra hátt. Það gaus síðast árið 1985 og þar áður 1973 og 1970. Nafn sitt dregur hún af hollenskum hvalveiðiskipstjóra sem þangað kom árið 1614 en Norðmenn eignuðu sér eyjuna árið 1930. Noregur Norðurslóðir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Þremenningarnir höfðu farið í gönguferð í eigin frítíma þegar snjóflóðið féll. Starfsfólk frá stöðinni hóf björgunaraðgerð um leið og fréttist af slysinu. Eftir skamma leit í gegnum snjóflóðið fundust þau sem saknað var en lífgunartilraunir á staðnum báru ekki árangur. Voru þau úrskurðuð látin um klukkan 19 í gærkvöldi, að því er fram kemur í tilkynningu norska hersins. Hin látnu voru borgaralegir starfsmenn við herstöðina, Robin Karlsen, 31 árs gamall verkfræðingur, og Bjørg Kathrine Batalden, 57 ára gamall hjúkrunarfræðingur, bæði Norðmenn. Þau voru í hópi átján manna starfsliðs norska hersins á eyjunni. Eldfjallið Beerenberg er 2.277 metra hátt og langhæsti hluti Jan Mayen.Arterra/Getty Images Jan Mayen er um 550 kílómetra norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 ferkílómetrar að flatarmáli og teygir sig frá suðvestri til norðausturs. Hún er 54 kílómetra löng en breidd hennar er mest um 16 kílómetrar. Langhæsti hluti hennar er eldfjallið Beerenberg, 2.277 metra hátt. Það gaus síðast árið 1985 og þar áður 1973 og 1970. Nafn sitt dregur hún af hollenskum hvalveiðiskipstjóra sem þangað kom árið 1614 en Norðmenn eignuðu sér eyjuna árið 1930.
Noregur Norðurslóðir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira