Vegið að atvinnufrelsi ungra sjúkraþjálfara Unnur Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2021 09:17 Með seiglu og góðri samstöðu hefur þjóðinni tekist að halda Covid-19-faraldrinum í þokkalegum skefjum og nú erum við vongóð um að lífið færist aftur í eðlilegri skorður á nýju ári. Um leið og við getum glaðst yfir góðum árangri verður að viðurkennast að álagið á heilbrigðiskerfi okkar hefur verið mikið og verður enn um sinn. Mjög hefur reynt á hæfni, getu og þrek fagfólks og framundan er að bæta það heilsutjón sem orðið hefur og leysa af hendi verk sem beðið hafa úrlausnar í heimsfaraldrinum. Við þurfum að hvetja ungt fólk til dáða, nýta hæfileika þess og kraft til að koma þjóðfélaginu aftur af stað eftir þetta sérkennilega tímabil. Þetta á ekki síst við um unga og kraftmikla nýútskrifaða sjúkraþjálfara. Þeirra bíður að auki að leysa af hólmi fyrstu kynslóð sjúkraþjálfara sem útskrifuðust frá H.Í. fyrir 40 árum og ljúka brátt starfsævinni. Er þá ekki einmitt mikilvægt að þetta unga fólk fái að heyra hvetjandi bjartsýnistón að loknum faraldrinum? Aðför að réttindum og atvinnufrelsi Stundum er reyndar eins og stjórnvöld hafi ekki fulla trú á framtíðinni, líkt og nú þegar gripið er til íþyngjandi aðgerða, steinn lagður í götu þeirra sem eru að hefja sína vegferð, vel menntað og metnaðarfullt fólk. Þetta gerðist um nýliðin áramót þegar heilbrigðisráðherra gaf út reglugerð um sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, sem ekki vinna samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Sett var það skilyrði fyrir endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar að þjónustan væri veitt af hendi sjúkraþjálfara sem hefði starfað við fagið í minnst tvö ár í 80% starfshlutfalli eftir löggildingu. Þessi reglugerð var sett í kjölfar þess að felld var úr gildi heimild sjúkratryggðra til að leita aðstoðar sjúkraþjálfara í sex skipti án aðkomu læknis. Það var gert án samráðs við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Félag heimilislækna og Félag sjúkraþjálfara, sem mótmæltu þessari ráðstöfun, enda jók hún álag á heilsugæsluna í miðjum faraldri og olli sjúklingum miklu óhagræði. Báðar þessar reglugerðarbreytingar fela í sér afturför í sjúkraþjálfun og endurhæfingu, stríða gegn heilbrigðri skynsemi og byggjast ekki að öllu leyti á gildandi lögum. Skerðing án lagastoðar Félag sjúkraþjálfara mótmælir reglugerðinni sem skerðir atvinnuréttindi sjúkraþjálfara og telur að hún eigi ekki stoð í lögum. Allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi mega lögum samkvæmt nýta starfsréttindi sín. Þau réttindi verða ekki skert nema með lögum, sem verða þá að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og meðalhófsreglunni. Reglugerðir sem gefnar eru út verða að byggjast á grundvelli gildandi laga. Ef reglugerðin sem um ræðir verður ekki dregin til baka gæti reynt á lögmæti hennar fyrir dómi. Við sjúkraþjálfarar teljum alveg skýrt að skilyrði um tveggja ára starfsreynslu skorti lagastoð, ráðherra hafi ekki heimild til að taka ákvörðun um hæfi sjúkraþjálfara enda sé um það kveðið í löggildingu starfsins og í lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Leyfisveiting og hæfismat er í höndum Landlæknis en ekki ráðherra hverju sinni. Þau nýju skilyrði sem kveðið er á um í þeirri reglugerð sem hér ræðir, og beinast gegn nýútskrifuðum sjúkraþjálfurum, fela í sér óþolandi mismunun og skerðingu á möguleikum sjúkraþjálfara til að nýta opinbert starfsleyfi. Og það sem er verst, reglugerðin leiðir til verri þjónustu. Mikið í húfi Sjúkraþjálfurum er misboðið en við vonum auðvitað að horfið verði frá þessu, að viðurkennt verði að þessi reglugerð hafi verið vanhugsuð. Stóra myndin sem hér hefur verið reifuð er að skerðing atvinnuréttinda sé án lagastoðar og að í henni felist mismunun sem ungir sjúkraþjálfarar þurfi að sæta af hálfu ríkisvaldsins. Við trúum ekki enn að þetta verði látið standa. Margt fleira mælir gegn þessari ráðstöfun. Víða, og sérstaklega á landsbyggðinni, hefur verið treyst á að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar sinni afleysingum og leysi af hólmi þá sem eru að hverfa úr starfi vegna aldurs. Þá felst í reglugerðinni aðför að því sem unnist hefur í jafnréttisbaráttunni. Fólk sem lokið hefur löngu háskólanámi, eins og sjúkraþjálfarar, hefja gjarnan barneignir að því loknu. Skilyrði um 80% starfshlutfall er að sjálfsögðu aðför að þessu fólki og rétti þess til að samræma fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku að eigin ósk. Viljum við taka slíkt skref afturábak árið 2021? Og er eitthvert vit í því að lengja biðlista sjúkraþjálfara með þessum hætti? Þeir eru nógu langir samt. Skerðing á atvinnuréttindum ungra sjúkraþjálfara mun einungis dýpka vandann sem við er að eiga, koma færra fólki aftur á fætur, seinka bataferli og draga úr styrk og getu fólks á erfiðum tímum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Með seiglu og góðri samstöðu hefur þjóðinni tekist að halda Covid-19-faraldrinum í þokkalegum skefjum og nú erum við vongóð um að lífið færist aftur í eðlilegri skorður á nýju ári. Um leið og við getum glaðst yfir góðum árangri verður að viðurkennast að álagið á heilbrigðiskerfi okkar hefur verið mikið og verður enn um sinn. Mjög hefur reynt á hæfni, getu og þrek fagfólks og framundan er að bæta það heilsutjón sem orðið hefur og leysa af hendi verk sem beðið hafa úrlausnar í heimsfaraldrinum. Við þurfum að hvetja ungt fólk til dáða, nýta hæfileika þess og kraft til að koma þjóðfélaginu aftur af stað eftir þetta sérkennilega tímabil. Þetta á ekki síst við um unga og kraftmikla nýútskrifaða sjúkraþjálfara. Þeirra bíður að auki að leysa af hólmi fyrstu kynslóð sjúkraþjálfara sem útskrifuðust frá H.Í. fyrir 40 árum og ljúka brátt starfsævinni. Er þá ekki einmitt mikilvægt að þetta unga fólk fái að heyra hvetjandi bjartsýnistón að loknum faraldrinum? Aðför að réttindum og atvinnufrelsi Stundum er reyndar eins og stjórnvöld hafi ekki fulla trú á framtíðinni, líkt og nú þegar gripið er til íþyngjandi aðgerða, steinn lagður í götu þeirra sem eru að hefja sína vegferð, vel menntað og metnaðarfullt fólk. Þetta gerðist um nýliðin áramót þegar heilbrigðisráðherra gaf út reglugerð um sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, sem ekki vinna samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Sett var það skilyrði fyrir endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar að þjónustan væri veitt af hendi sjúkraþjálfara sem hefði starfað við fagið í minnst tvö ár í 80% starfshlutfalli eftir löggildingu. Þessi reglugerð var sett í kjölfar þess að felld var úr gildi heimild sjúkratryggðra til að leita aðstoðar sjúkraþjálfara í sex skipti án aðkomu læknis. Það var gert án samráðs við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Félag heimilislækna og Félag sjúkraþjálfara, sem mótmæltu þessari ráðstöfun, enda jók hún álag á heilsugæsluna í miðjum faraldri og olli sjúklingum miklu óhagræði. Báðar þessar reglugerðarbreytingar fela í sér afturför í sjúkraþjálfun og endurhæfingu, stríða gegn heilbrigðri skynsemi og byggjast ekki að öllu leyti á gildandi lögum. Skerðing án lagastoðar Félag sjúkraþjálfara mótmælir reglugerðinni sem skerðir atvinnuréttindi sjúkraþjálfara og telur að hún eigi ekki stoð í lögum. Allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi mega lögum samkvæmt nýta starfsréttindi sín. Þau réttindi verða ekki skert nema með lögum, sem verða þá að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og meðalhófsreglunni. Reglugerðir sem gefnar eru út verða að byggjast á grundvelli gildandi laga. Ef reglugerðin sem um ræðir verður ekki dregin til baka gæti reynt á lögmæti hennar fyrir dómi. Við sjúkraþjálfarar teljum alveg skýrt að skilyrði um tveggja ára starfsreynslu skorti lagastoð, ráðherra hafi ekki heimild til að taka ákvörðun um hæfi sjúkraþjálfara enda sé um það kveðið í löggildingu starfsins og í lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Leyfisveiting og hæfismat er í höndum Landlæknis en ekki ráðherra hverju sinni. Þau nýju skilyrði sem kveðið er á um í þeirri reglugerð sem hér ræðir, og beinast gegn nýútskrifuðum sjúkraþjálfurum, fela í sér óþolandi mismunun og skerðingu á möguleikum sjúkraþjálfara til að nýta opinbert starfsleyfi. Og það sem er verst, reglugerðin leiðir til verri þjónustu. Mikið í húfi Sjúkraþjálfurum er misboðið en við vonum auðvitað að horfið verði frá þessu, að viðurkennt verði að þessi reglugerð hafi verið vanhugsuð. Stóra myndin sem hér hefur verið reifuð er að skerðing atvinnuréttinda sé án lagastoðar og að í henni felist mismunun sem ungir sjúkraþjálfarar þurfi að sæta af hálfu ríkisvaldsins. Við trúum ekki enn að þetta verði látið standa. Margt fleira mælir gegn þessari ráðstöfun. Víða, og sérstaklega á landsbyggðinni, hefur verið treyst á að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar sinni afleysingum og leysi af hólmi þá sem eru að hverfa úr starfi vegna aldurs. Þá felst í reglugerðinni aðför að því sem unnist hefur í jafnréttisbaráttunni. Fólk sem lokið hefur löngu háskólanámi, eins og sjúkraþjálfarar, hefja gjarnan barneignir að því loknu. Skilyrði um 80% starfshlutfall er að sjálfsögðu aðför að þessu fólki og rétti þess til að samræma fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku að eigin ósk. Viljum við taka slíkt skref afturábak árið 2021? Og er eitthvert vit í því að lengja biðlista sjúkraþjálfara með þessum hætti? Þeir eru nógu langir samt. Skerðing á atvinnuréttindum ungra sjúkraþjálfara mun einungis dýpka vandann sem við er að eiga, koma færra fólki aftur á fætur, seinka bataferli og draga úr styrk og getu fólks á erfiðum tímum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun