Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 19:28 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir löngu tímabært að taka umræðu um hvað teljist til eðlilegrar orðræðu um stjórnmálafólk. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar. „Núna eru átta mánuðir í kosningar og kosningaskjálftinn er að verða harðari og þá eru ýmsir hlutir sagðir og ýmsir hlutir gerðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún telur rétt að forrystufólk í stjórnmálum komi sér saman um leikreglur þannig að forðast megi persónuníð og hatursorðræðu í aðdraganda kosninga. „Það er grunnur núna fyrir ákveðna hatursorðræðu, fyrir ranghugmyndir, fyrir falsfréttir,“ segir Þorgerður og vísar í samfélagsmiðla. Bæði nú og fyrir síðustu kosningar hefur myndum og áróðri verið deilt á samfélagsmiðlum í skjóli nafnleyndar. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna hafa undanfarið unnið að frumvarpi sem tekur á kostaðri nafnlausri tjáningu á þeim vettvangi. „Þar er oft farið mjög rangt með staðreyndir og ég vonast til þess að þessi vinna skili afrakstri og að við fáum slíkt frumvarp í hendurnar á vorþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Því það er eitt af því sem við höfum rætt og höfum verið sammála um, að slík nafnlaus tjáning er ekki til þess að bæta stjórnmálaumræðuna.“ Myndband um Óðinstorg sem framleitt var fyrir aðgerðarhópinn Björgum Miðbænum hefur verið í umræðunni eftir árásina á bíl borgarstjóra - og jafnvel tengt við hana. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, talaði inn á það en myndbandið hefur nú verið fjarlægt af Youtube eftir að beðist var afsökunar á rangfærslum í því. Formaður Miðflokksins segist ekki hafa séð myndbandið en telur þó telur vafasamt að blanda því inn í umræðu um hatursorðræðu í stjórnmálum. „En auðvitað eiga menn alltaf að leiðrétta ef þeir fara rangt með eitthvað,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segist sjálfur hafa þurft að þola persónuárásir í stjórnmálum á eigin skinni og tekur undir að senda eigi skýr skilaboð um að halda umræðu á málefnalegum grunni í aðdraganda kosninga. „Frá því að ég byrjaði í stjórnmálum í miðju bankahruninu, þar sem var nú töluvert um persónuárásir hef ég talað um þessa óheillaþróun, sem mér finnst hafa ágerst. Að stjórnmálin snúist alltaf meira og meira um persónuníð en ekki nógu mikið um rökræðu um málefni.“ „Við höfum dálítið leyft það sem samfélag að stjórnmálafólk sé úthrópað. Að það sé kallað aumingjar og ónytjungar og ýmis slík orð viðhöfð um fólk sem er fyrst og fremst bara að fylgja eftir sínum hugsjónum með því að gefa kost á sér. Mér finnst löngu orðið tímabært að við tökum umræðu um hvað við teljum eðlilegt í þessu samhengi og mér finnst þetta hafa magnast upp allan undanfarinn áratug. Bæði vegna þess að við höfum leyft þessari umræðu að vaxa og með tilkomu tæknibreytinga margfaldast hún.“ Stjórnmálafólk hefur þó ekki einungis þurft að sitja undir árásum sem þessum og kannast margir þeir sem eru áberandi í umræðunni við orðræðuna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRvísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér hafi borist fjölmargar hótanir í gegnum tíðina. „Það hefur í rauninni verið allt frá því að hóta mér atvinnumissi eða hóta mér því að ég eigi ekki möguleika á að framfleyta mér eða fjölskyldunni í framtíðinni vegna skoðana minna. Og síðan alvarlegustu dæmin eru beinar líflátshótanir.“ Eitt málið var svo gróft að fjölskyldan leitaði til lögreglu. „Það var bara einstaklingur sem var kominn að heimilinu okkar og var að skilja eftir handskrifuð bréf sem í lágu mjög alvarlegar hótanir og það fór bara í faglegt ferli hjá lögreglu og við erum þakklát fyrir það.“ Hótunum gegn Ragnari Þór og fjölskyldu var vísað til lögreglu.Vísir/Vilhelm Hann segir annað forrystufólk í verkalýðshreyfingunni eiga svipaðar sögur. Ragnar hefur þó sjálfur í gegnum tíðina gengið hart fram í sinni gagnrýni og tók til að mynda virkan þátt í mótmælum í búsáhaldabyltingunni. Hann segir marga þurfa að líta í eigin barm. „Ég er ekkert undanskilinn því. Ég hef oft verið ansi dómharður og ég viðurkenni það. En ég passa mig á því að skrifa ekki staf án þess að geta staðið fyrir máli mínu augliti til auglits við þann sem ég er að gagnrýna.“ Hann telur gott að draga þessi mál upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vanda okkur. Við þurfum að opna þessa umræðu og eiga hana á dýpri grundvelli en við erum að gera í dag.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
„Núna eru átta mánuðir í kosningar og kosningaskjálftinn er að verða harðari og þá eru ýmsir hlutir sagðir og ýmsir hlutir gerðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún telur rétt að forrystufólk í stjórnmálum komi sér saman um leikreglur þannig að forðast megi persónuníð og hatursorðræðu í aðdraganda kosninga. „Það er grunnur núna fyrir ákveðna hatursorðræðu, fyrir ranghugmyndir, fyrir falsfréttir,“ segir Þorgerður og vísar í samfélagsmiðla. Bæði nú og fyrir síðustu kosningar hefur myndum og áróðri verið deilt á samfélagsmiðlum í skjóli nafnleyndar. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna hafa undanfarið unnið að frumvarpi sem tekur á kostaðri nafnlausri tjáningu á þeim vettvangi. „Þar er oft farið mjög rangt með staðreyndir og ég vonast til þess að þessi vinna skili afrakstri og að við fáum slíkt frumvarp í hendurnar á vorþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Því það er eitt af því sem við höfum rætt og höfum verið sammála um, að slík nafnlaus tjáning er ekki til þess að bæta stjórnmálaumræðuna.“ Myndband um Óðinstorg sem framleitt var fyrir aðgerðarhópinn Björgum Miðbænum hefur verið í umræðunni eftir árásina á bíl borgarstjóra - og jafnvel tengt við hana. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, talaði inn á það en myndbandið hefur nú verið fjarlægt af Youtube eftir að beðist var afsökunar á rangfærslum í því. Formaður Miðflokksins segist ekki hafa séð myndbandið en telur þó telur vafasamt að blanda því inn í umræðu um hatursorðræðu í stjórnmálum. „En auðvitað eiga menn alltaf að leiðrétta ef þeir fara rangt með eitthvað,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segist sjálfur hafa þurft að þola persónuárásir í stjórnmálum á eigin skinni og tekur undir að senda eigi skýr skilaboð um að halda umræðu á málefnalegum grunni í aðdraganda kosninga. „Frá því að ég byrjaði í stjórnmálum í miðju bankahruninu, þar sem var nú töluvert um persónuárásir hef ég talað um þessa óheillaþróun, sem mér finnst hafa ágerst. Að stjórnmálin snúist alltaf meira og meira um persónuníð en ekki nógu mikið um rökræðu um málefni.“ „Við höfum dálítið leyft það sem samfélag að stjórnmálafólk sé úthrópað. Að það sé kallað aumingjar og ónytjungar og ýmis slík orð viðhöfð um fólk sem er fyrst og fremst bara að fylgja eftir sínum hugsjónum með því að gefa kost á sér. Mér finnst löngu orðið tímabært að við tökum umræðu um hvað við teljum eðlilegt í þessu samhengi og mér finnst þetta hafa magnast upp allan undanfarinn áratug. Bæði vegna þess að við höfum leyft þessari umræðu að vaxa og með tilkomu tæknibreytinga margfaldast hún.“ Stjórnmálafólk hefur þó ekki einungis þurft að sitja undir árásum sem þessum og kannast margir þeir sem eru áberandi í umræðunni við orðræðuna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRvísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér hafi borist fjölmargar hótanir í gegnum tíðina. „Það hefur í rauninni verið allt frá því að hóta mér atvinnumissi eða hóta mér því að ég eigi ekki möguleika á að framfleyta mér eða fjölskyldunni í framtíðinni vegna skoðana minna. Og síðan alvarlegustu dæmin eru beinar líflátshótanir.“ Eitt málið var svo gróft að fjölskyldan leitaði til lögreglu. „Það var bara einstaklingur sem var kominn að heimilinu okkar og var að skilja eftir handskrifuð bréf sem í lágu mjög alvarlegar hótanir og það fór bara í faglegt ferli hjá lögreglu og við erum þakklát fyrir það.“ Hótunum gegn Ragnari Þór og fjölskyldu var vísað til lögreglu.Vísir/Vilhelm Hann segir annað forrystufólk í verkalýðshreyfingunni eiga svipaðar sögur. Ragnar hefur þó sjálfur í gegnum tíðina gengið hart fram í sinni gagnrýni og tók til að mynda virkan þátt í mótmælum í búsáhaldabyltingunni. Hann segir marga þurfa að líta í eigin barm. „Ég er ekkert undanskilinn því. Ég hef oft verið ansi dómharður og ég viðurkenni það. En ég passa mig á því að skrifa ekki staf án þess að geta staðið fyrir máli mínu augliti til auglits við þann sem ég er að gagnrýna.“ Hann telur gott að draga þessi mál upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vanda okkur. Við þurfum að opna þessa umræðu og eiga hana á dýpri grundvelli en við erum að gera í dag.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira