„Vorboði“ slökkviliðsmanna óvenjulega snemma á ferðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:16 Varðstjóri segir að slökkvistarf hafi gengið framar vonum og að betur hafi farið en á horfðist. vísir/vilhelm Fjölmennt lið slökkviliðsmanna á höfuðborgarsvæðinu var kallað út laust fyrir klukkan átta í morgun vegna sinubruna við Korpúlfsstaðaveg. Brunalykt fannst víða í borginni vegna þessa en slökkviliðið náði tökum á aðstæðum á mettíma. Varðstjóri segir sinubruna óvenjulegan á þessum árstíma því slökkviliðsmenn líti vanalega á sinubruna sem vorboða. Sinubruninn takmarkaðist við svæðið norðan við Korpúlfsstaði og svæðið austan við Korpúlfs-staðaveg. Kristján Sigfússon, varðstjóri, segir að betur hafi farið en á horfðist. „Þetta gekk bara ljómandi vel hjá okkur, miðað við aðstæður. Þarna var vindur og þurr gróðurinn. Miðað við allt þá gekk þetta hratt og vel hjá okkur. Við fengum mannskap og tæki frá þremur stöðvum og náðum að setja mikið vatn á þetta og það var lykilatriði í að leysa þetta verkefni.“ Kristján segir að engin mannvirki hafi verið í hættu vegna brunans en viðurkennir honum hafi fundist útlitið slæmt þegar hann kom fyrst að vettvangi. „Eldurinn breiddist hratt út þarna […] og var að teygja sig í áttina að Korpúlfsstöðum út af vindinum þannig að við höfðum smá áhyggjur af því að þetta myndi ná að breiðast hraðar út en það svo gerði. Sinubrunar eru að sögn Kristjáns ekki algengir á þessum árstíma, nú um hávetur. „Jú, þetta er óvenjulegt miðað við árstíma. Við slökkviliðsmenn lítum yfirleitt á sinubruna sem vorboða en það er nú ekki komið vor, sérstaklega miðað við annars staðar á landinu. Þetta er alveg óvenjulegt en gerist þó alveg.“ Reykjavík Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Varðstjóri segir sinubruna óvenjulegan á þessum árstíma því slökkviliðsmenn líti vanalega á sinubruna sem vorboða. Sinubruninn takmarkaðist við svæðið norðan við Korpúlfsstaði og svæðið austan við Korpúlfs-staðaveg. Kristján Sigfússon, varðstjóri, segir að betur hafi farið en á horfðist. „Þetta gekk bara ljómandi vel hjá okkur, miðað við aðstæður. Þarna var vindur og þurr gróðurinn. Miðað við allt þá gekk þetta hratt og vel hjá okkur. Við fengum mannskap og tæki frá þremur stöðvum og náðum að setja mikið vatn á þetta og það var lykilatriði í að leysa þetta verkefni.“ Kristján segir að engin mannvirki hafi verið í hættu vegna brunans en viðurkennir honum hafi fundist útlitið slæmt þegar hann kom fyrst að vettvangi. „Eldurinn breiddist hratt út þarna […] og var að teygja sig í áttina að Korpúlfsstöðum út af vindinum þannig að við höfðum smá áhyggjur af því að þetta myndi ná að breiðast hraðar út en það svo gerði. Sinubrunar eru að sögn Kristjáns ekki algengir á þessum árstíma, nú um hávetur. „Jú, þetta er óvenjulegt miðað við árstíma. Við slökkviliðsmenn lítum yfirleitt á sinubruna sem vorboða en það er nú ekki komið vor, sérstaklega miðað við annars staðar á landinu. Þetta er alveg óvenjulegt en gerist þó alveg.“
Reykjavík Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11