Segir umgjörðina hjá Val svipaða og hjá sterkum liðum á Norðurlöndunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2021 16:30 Arnór Smárason leikur í fyrsta sinn með meistaraflokki á Íslandi í sumar. vísir/sigurjón ólason Arnór Smárason segir að aðstaðan og umgjörðin hjá Val sé sambærileg því sem hann kynntist á ferli sínum sem atvinnumaður. Arnór gekk í raðir Vals í vetur eftir sextán ár í atvinnumennsku. Skagamaðurinn fór til Heereveen í Hollandi þegar hann var sextán ára en hann hefur aldrei leikið með meistaraflokki á Íslandi. „Ég er að koma inn í mjög svipað umhverfi og ég er búinn að vera í mörgum af þessum félögum erlendis. Það er rosalega vel að þessu staðið hjá Val. Þetta er greinilega félag með mikinn metnað, maður finnur það þegar maður kemur hingað á Hlíðarenda að það er einhver stemmning í loftinu og menn vilja gera þetta almennilega. Það smitar út frá sér,“ sagði Arnór í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnór segir að aðstaðan og allt umhverfi hjá standist sterkum liðum á Norðurlöndunum snúning. Enn flottara en ég hélt „Ég myndi segja það, klárlega. Heimir [Guðjónsson] er þekktur fyrir að vilja hafa mikið tempó á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja það á sig og vera klárir þegar alvaran byrjar,“ sagði Arnór. „Mér finnst þetta vera ennþá flottara heldur en ég hélt. Þetta er mjög atvinnumannalegt. Þetta er komið á skandinavískt stig hvað varðar aðstöðu, umgjörð og gæði inni á vellinum. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, að hafa komið í Val. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ Spil og píla Valsmenn æfa tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru leikmenn liðsins saman góðan hluta dagsins eins og um venjulegan átta tíma vinnudag væri að ræða. „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Við mætum snemma í morgunmat, förum saman út á æfingu og erum svo saman í hádegismat og höfum góðan frítíma áður en seinni æfingin byrjar. Menn taka í spil og henda pílum. Þjálfarinn getur tekið auka fundi. Það eru margir möguleikar,“ sagði Arnór að endingu. Klippa: Sportpakkinn - Arnór um Val Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Arnór gekk í raðir Vals í vetur eftir sextán ár í atvinnumennsku. Skagamaðurinn fór til Heereveen í Hollandi þegar hann var sextán ára en hann hefur aldrei leikið með meistaraflokki á Íslandi. „Ég er að koma inn í mjög svipað umhverfi og ég er búinn að vera í mörgum af þessum félögum erlendis. Það er rosalega vel að þessu staðið hjá Val. Þetta er greinilega félag með mikinn metnað, maður finnur það þegar maður kemur hingað á Hlíðarenda að það er einhver stemmning í loftinu og menn vilja gera þetta almennilega. Það smitar út frá sér,“ sagði Arnór í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnór segir að aðstaðan og allt umhverfi hjá standist sterkum liðum á Norðurlöndunum snúning. Enn flottara en ég hélt „Ég myndi segja það, klárlega. Heimir [Guðjónsson] er þekktur fyrir að vilja hafa mikið tempó á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja það á sig og vera klárir þegar alvaran byrjar,“ sagði Arnór. „Mér finnst þetta vera ennþá flottara heldur en ég hélt. Þetta er mjög atvinnumannalegt. Þetta er komið á skandinavískt stig hvað varðar aðstöðu, umgjörð og gæði inni á vellinum. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, að hafa komið í Val. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ Spil og píla Valsmenn æfa tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru leikmenn liðsins saman góðan hluta dagsins eins og um venjulegan átta tíma vinnudag væri að ræða. „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Við mætum snemma í morgunmat, förum saman út á æfingu og erum svo saman í hádegismat og höfum góðan frítíma áður en seinni æfingin byrjar. Menn taka í spil og henda pílum. Þjálfarinn getur tekið auka fundi. Það eru margir möguleikar,“ sagði Arnór að endingu. Klippa: Sportpakkinn - Arnór um Val
Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira