Fyrsti samkynhneigði ráðherra Bandaríkjanna sem þingið staðfestir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 21:17 Tilnefning Buttigieg í embætti samgönguráðherra var staðfest í dag. Stefani Reynolds - Pool/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tilnefningu Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. Tilnefningin flaug í gegnum þingið með 86 atkvæðum gegn 13. Buttigieg varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að vera staðfestur af þinginu í ráðherraembætti í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Buttigieg er þó ekki fyrsti samkynhneigði ráðherra í sögu Bandaríkjanna, en í stjórnartíð Donalds Trump var Richard Grenell, sem er samkynhneigður, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar frá febrúar til maí 2020. Yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum eiga sæti í ríkisstjórn. Grenell var þó aldrei samþykktur af þinginu. Þegar tilkynnt var um að Biden hefði tilnefnt Buttigieg í embættið sagðist Buttigieg meðvitaður um að „augu sögunnar væru á tilnefningunni.“ Hann kvaðst minnast þess að hafa, þá 17 ára gamall, fylgst með þegar eitt af ráðherraefnum Bills Clinton, fyrrverandi forseta, var neitað um atkvæðagreiðslu í þinginu vegna þess að hann var samkynhneigður. Eftir að skipun Buttigieg í embætti lá endanlega fyrir sendi hann frá sér tíst þar sem hann kvaðst auðmjúkur og heiðraður vegna staðfestingarinnar. Nú væri hann tilbúinn að taka til starfa. I'm honored and humbled by today's vote in the Senate—and ready to get to work @USDOT.— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) February 2, 2021 Buttigieg er einn þeirra Demókrata sem laut í lægra haldi fyrir Joe Biden í forvaldi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í nóvember í fyrra. Buttigieg var áður borgarstjóri í South Bend í Indiana. Buttigieg er 39 ára og er þar með yngstur ráðherra í ríkisstjórn Bidens. Samgönguráðuneytið fer með öll mál er varða samgöngur og innviði þeim tengdum, og er með um það bil 55 þúsund manns í vinnu. Fréttin var uppfærð klukkan 22:03. Bandaríkin Joe Biden Hinsegin Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Tilnefningin flaug í gegnum þingið með 86 atkvæðum gegn 13. Buttigieg varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að vera staðfestur af þinginu í ráðherraembætti í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Buttigieg er þó ekki fyrsti samkynhneigði ráðherra í sögu Bandaríkjanna, en í stjórnartíð Donalds Trump var Richard Grenell, sem er samkynhneigður, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar frá febrúar til maí 2020. Yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum eiga sæti í ríkisstjórn. Grenell var þó aldrei samþykktur af þinginu. Þegar tilkynnt var um að Biden hefði tilnefnt Buttigieg í embættið sagðist Buttigieg meðvitaður um að „augu sögunnar væru á tilnefningunni.“ Hann kvaðst minnast þess að hafa, þá 17 ára gamall, fylgst með þegar eitt af ráðherraefnum Bills Clinton, fyrrverandi forseta, var neitað um atkvæðagreiðslu í þinginu vegna þess að hann var samkynhneigður. Eftir að skipun Buttigieg í embætti lá endanlega fyrir sendi hann frá sér tíst þar sem hann kvaðst auðmjúkur og heiðraður vegna staðfestingarinnar. Nú væri hann tilbúinn að taka til starfa. I'm honored and humbled by today's vote in the Senate—and ready to get to work @USDOT.— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) February 2, 2021 Buttigieg er einn þeirra Demókrata sem laut í lægra haldi fyrir Joe Biden í forvaldi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í nóvember í fyrra. Buttigieg var áður borgarstjóri í South Bend í Indiana. Buttigieg er 39 ára og er þar með yngstur ráðherra í ríkisstjórn Bidens. Samgönguráðuneytið fer með öll mál er varða samgöngur og innviði þeim tengdum, og er með um það bil 55 þúsund manns í vinnu. Fréttin var uppfærð klukkan 22:03.
Bandaríkin Joe Biden Hinsegin Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira