Rakel Dögg: Við féllum í þeirra gildru Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 22:40 Rakel Dögg er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Bára „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur" sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, eftir 7 marka tap liðsins á heimavelli í kvöld Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikin eftir 7 marka tap liðsins gegn Fram eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Rakel segir að sínar stelpur hafi fallið í gryfju Framara „Það sem gerist er að það hægist á okkur sóknarlega og við dettum í þessa gildru sem Fram vildi leiða okkur í. Við fórum að sækja inn á miðju og skjóta ótímabærum skotum. Þær blokkuðu heilan helling í hávörninni hjá sér og gerðu þar markmanninum sínum auðveldara fyrir,“ sagði Rakel Dögg en Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram átti stórleik í markinu með yfir 50% markvörslu. „Svo eru náttúrulega svo rosalega grimmar að refsa í hraðaupphlaupum, ég er ekki með töluna á því en ég held að þær hafi skorað helming sinna marka í fyrstu bylgju hraðaupphlaupi.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir að hafa unnið tvo sterka sigra í síðustu leikjum var við því búist að þær myndu halda áfram uppteknum hætti. „Það var rosa stemning. Við náðum þéttri og góðri vörn og við fengum hraða og gott flæði í sóknarleiknum. Það er auðvitað skrítið að segja það þegar við fáum á okkur 33 mörk en mér fannst samt meira að sóknarlega en varnarlega í dag.“ Katrín Ósk, eins og áður sagði, var Stjörnustúlkum erfið í dag en Rakel Dögg segir þó sóknarleik Stjörnunnar hafa orðið þeim að falli í þessum leik „Katrín er frábær markmaður og varði rosalega vel í dag, en við voru ekki að hjálpa til. Slæmar ákvarðanatökur í skotunum, fórum inn á miðjuna og leyfðum varnarmanninum að stýra þessu í stað þess að reyna að slíta í sundur vörnina.“ Fram stöðvaði gott gengi Stjörnunnar og segir Rakel Dögg það fyrirfram hafa verið eðlilegt að tapa fyrir Fram en núna sé það bara svekkjandi „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur. Auðvitað er ég bara drullu svekkt að tapa,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikin eftir 7 marka tap liðsins gegn Fram eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Rakel segir að sínar stelpur hafi fallið í gryfju Framara „Það sem gerist er að það hægist á okkur sóknarlega og við dettum í þessa gildru sem Fram vildi leiða okkur í. Við fórum að sækja inn á miðju og skjóta ótímabærum skotum. Þær blokkuðu heilan helling í hávörninni hjá sér og gerðu þar markmanninum sínum auðveldara fyrir,“ sagði Rakel Dögg en Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram átti stórleik í markinu með yfir 50% markvörslu. „Svo eru náttúrulega svo rosalega grimmar að refsa í hraðaupphlaupum, ég er ekki með töluna á því en ég held að þær hafi skorað helming sinna marka í fyrstu bylgju hraðaupphlaupi.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir að hafa unnið tvo sterka sigra í síðustu leikjum var við því búist að þær myndu halda áfram uppteknum hætti. „Það var rosa stemning. Við náðum þéttri og góðri vörn og við fengum hraða og gott flæði í sóknarleiknum. Það er auðvitað skrítið að segja það þegar við fáum á okkur 33 mörk en mér fannst samt meira að sóknarlega en varnarlega í dag.“ Katrín Ósk, eins og áður sagði, var Stjörnustúlkum erfið í dag en Rakel Dögg segir þó sóknarleik Stjörnunnar hafa orðið þeim að falli í þessum leik „Katrín er frábær markmaður og varði rosalega vel í dag, en við voru ekki að hjálpa til. Slæmar ákvarðanatökur í skotunum, fórum inn á miðjuna og leyfðum varnarmanninum að stýra þessu í stað þess að reyna að slíta í sundur vörnina.“ Fram stöðvaði gott gengi Stjörnunnar og segir Rakel Dögg það fyrirfram hafa verið eðlilegt að tapa fyrir Fram en núna sé það bara svekkjandi „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur. Auðvitað er ég bara drullu svekkt að tapa,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45