Dalma hefur sagt frá því hvernig henni leið þegar hún hlustaði á upptöku af samtali skurðlæknisins Leopoldo Luque og sjúkraþjálfarans Agustina Cosachov á dauðastund föður síns.
Einksamtal milli þeirra Luque og Cosachov frá 25. nóvember síðastliðnum var tekið upp og síðan lekið í fjölmiðla. Cosachov var í húsi Maradona þegar hann lést og var þarna að láta Luque vita af því hvað væri í gangi.
„Við komum inn í herbergið og hann var kaldur, kaldur,“ segir í upptökunni. „Við fundum engan púls en við byrjuðum endurlífgun og hann fékk smá lit aftur og við skulum segja, fékk smá hita í skrokkinn. Við reyndum endurlífgun í tíu mínútur og svo kom sjúkrabíllinn. Núna eru þeir að huga að honum,“ segir í upptökunni.
Dalma Maradona apuntó contra el médico Luque tras la difusión de audios del día de la muertehttps://t.co/LPzb7pXmBF
— Agencia Télam (@AgenciaTelam) January 31, 2021
Maradona dó þarna sextíu ára gamall en þá voru liðnar tvær vikur frá því að hann gekkst undir heilaaðgerð á spítala í Buenos Aires. Luque framkvæmdi aðgerðina á Maradona og hafði fyrir andlátið lýst honum sem erfiðum sjúklingi.
Það fékk mjög á Dölmu Maradona að hlusta á upptökuna. Hún segir að lögfræðingur og umboðsmaður föður síns, Matias Morla, beri ábyrgð á dauða hans með Luque lækni.
„Ég hlustaði á upptökuna á samtali Luque og sjúkraþjálfarans og ég ældi. Það eina sem ég bið um er að guð sjá til þess að réttlætinu sé fullnægt,“ sagði Dalma Maradona í samtali við argentínska fjölmiðla sem ESPN greinir frá.
Dalma Maradona explotó contra Leopoldo Luque y Matías Morla tras la filtración de los chats https://t.co/lzMfVhAAdb pic.twitter.com/cQjSx1NtFC
— C5N (@C5N) February 1, 2021
Giannina, systir Dölmu, var einnig mjög ósátt eftir að hafa hlustað á upptökuna.
„Sannleikurinn sigrar alltaf. Þið tveir munuð fara í fangelsi,“ sagði Giannina.
Hvorki áfengi né eiturlyf voru í blóði Diego Maradona þegar hann lést.
Leitað var bæði á heimili og skrifstofu Leopoldo Luque læknis til að komast að því hvaða lyf hann gaf Maradona og hvaða aðferðum hann og aðstoðarmenn hans beittu í meðferðina á Maradona.