Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 09:01 Diego Maradona með dætrum sínum Dölmu og Gianninu ásamt fyrrum eiginkonu sinni Claudiu Villafane á góðri stund í Cannes í Frakklandi árið 2008. Getty/Pascal Le Segretain Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. Dalma hefur sagt frá því hvernig henni leið þegar hún hlustaði á upptöku af samtali skurðlæknisins Leopoldo Luque og sjúkraþjálfarans Agustina Cosachov á dauðastund föður síns. Einksamtal milli þeirra Luque og Cosachov frá 25. nóvember síðastliðnum var tekið upp og síðan lekið í fjölmiðla. Cosachov var í húsi Maradona þegar hann lést og var þarna að láta Luque vita af því hvað væri í gangi. „Við komum inn í herbergið og hann var kaldur, kaldur,“ segir í upptökunni. „Við fundum engan púls en við byrjuðum endurlífgun og hann fékk smá lit aftur og við skulum segja, fékk smá hita í skrokkinn. Við reyndum endurlífgun í tíu mínútur og svo kom sjúkrabíllinn. Núna eru þeir að huga að honum,“ segir í upptökunni. Dalma Maradona apuntó contra el médico Luque tras la difusión de audios del día de la muertehttps://t.co/LPzb7pXmBF— Agencia Télam (@AgenciaTelam) January 31, 2021 Maradona dó þarna sextíu ára gamall en þá voru liðnar tvær vikur frá því að hann gekkst undir heilaaðgerð á spítala í Buenos Aires. Luque framkvæmdi aðgerðina á Maradona og hafði fyrir andlátið lýst honum sem erfiðum sjúklingi. Það fékk mjög á Dölmu Maradona að hlusta á upptökuna. Hún segir að lögfræðingur og umboðsmaður föður síns, Matias Morla, beri ábyrgð á dauða hans með Luque lækni. „Ég hlustaði á upptökuna á samtali Luque og sjúkraþjálfarans og ég ældi. Það eina sem ég bið um er að guð sjá til þess að réttlætinu sé fullnægt,“ sagði Dalma Maradona í samtali við argentínska fjölmiðla sem ESPN greinir frá. Dalma Maradona explotó contra Leopoldo Luque y Matías Morla tras la filtración de los chats https://t.co/lzMfVhAAdb pic.twitter.com/cQjSx1NtFC— C5N (@C5N) February 1, 2021 Giannina, systir Dölmu, var einnig mjög ósátt eftir að hafa hlustað á upptökuna. „Sannleikurinn sigrar alltaf. Þið tveir munuð fara í fangelsi,“ sagði Giannina. Hvorki áfengi né eiturlyf voru í blóði Diego Maradona þegar hann lést. Leitað var bæði á heimili og skrifstofu Leopoldo Luque læknis til að komast að því hvaða lyf hann gaf Maradona og hvaða aðferðum hann og aðstoðarmenn hans beittu í meðferðina á Maradona. Andlát Diegos Maradona Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Dalma hefur sagt frá því hvernig henni leið þegar hún hlustaði á upptöku af samtali skurðlæknisins Leopoldo Luque og sjúkraþjálfarans Agustina Cosachov á dauðastund föður síns. Einksamtal milli þeirra Luque og Cosachov frá 25. nóvember síðastliðnum var tekið upp og síðan lekið í fjölmiðla. Cosachov var í húsi Maradona þegar hann lést og var þarna að láta Luque vita af því hvað væri í gangi. „Við komum inn í herbergið og hann var kaldur, kaldur,“ segir í upptökunni. „Við fundum engan púls en við byrjuðum endurlífgun og hann fékk smá lit aftur og við skulum segja, fékk smá hita í skrokkinn. Við reyndum endurlífgun í tíu mínútur og svo kom sjúkrabíllinn. Núna eru þeir að huga að honum,“ segir í upptökunni. Dalma Maradona apuntó contra el médico Luque tras la difusión de audios del día de la muertehttps://t.co/LPzb7pXmBF— Agencia Télam (@AgenciaTelam) January 31, 2021 Maradona dó þarna sextíu ára gamall en þá voru liðnar tvær vikur frá því að hann gekkst undir heilaaðgerð á spítala í Buenos Aires. Luque framkvæmdi aðgerðina á Maradona og hafði fyrir andlátið lýst honum sem erfiðum sjúklingi. Það fékk mjög á Dölmu Maradona að hlusta á upptökuna. Hún segir að lögfræðingur og umboðsmaður föður síns, Matias Morla, beri ábyrgð á dauða hans með Luque lækni. „Ég hlustaði á upptökuna á samtali Luque og sjúkraþjálfarans og ég ældi. Það eina sem ég bið um er að guð sjá til þess að réttlætinu sé fullnægt,“ sagði Dalma Maradona í samtali við argentínska fjölmiðla sem ESPN greinir frá. Dalma Maradona explotó contra Leopoldo Luque y Matías Morla tras la filtración de los chats https://t.co/lzMfVhAAdb pic.twitter.com/cQjSx1NtFC— C5N (@C5N) February 1, 2021 Giannina, systir Dölmu, var einnig mjög ósátt eftir að hafa hlustað á upptökuna. „Sannleikurinn sigrar alltaf. Þið tveir munuð fara í fangelsi,“ sagði Giannina. Hvorki áfengi né eiturlyf voru í blóði Diego Maradona þegar hann lést. Leitað var bæði á heimili og skrifstofu Leopoldo Luque læknis til að komast að því hvaða lyf hann gaf Maradona og hvaða aðferðum hann og aðstoðarmenn hans beittu í meðferðina á Maradona.
Andlát Diegos Maradona Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira