Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 09:01 Diego Maradona með dætrum sínum Dölmu og Gianninu ásamt fyrrum eiginkonu sinni Claudiu Villafane á góðri stund í Cannes í Frakklandi árið 2008. Getty/Pascal Le Segretain Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. Dalma hefur sagt frá því hvernig henni leið þegar hún hlustaði á upptöku af samtali skurðlæknisins Leopoldo Luque og sjúkraþjálfarans Agustina Cosachov á dauðastund föður síns. Einksamtal milli þeirra Luque og Cosachov frá 25. nóvember síðastliðnum var tekið upp og síðan lekið í fjölmiðla. Cosachov var í húsi Maradona þegar hann lést og var þarna að láta Luque vita af því hvað væri í gangi. „Við komum inn í herbergið og hann var kaldur, kaldur,“ segir í upptökunni. „Við fundum engan púls en við byrjuðum endurlífgun og hann fékk smá lit aftur og við skulum segja, fékk smá hita í skrokkinn. Við reyndum endurlífgun í tíu mínútur og svo kom sjúkrabíllinn. Núna eru þeir að huga að honum,“ segir í upptökunni. Dalma Maradona apuntó contra el médico Luque tras la difusión de audios del día de la muertehttps://t.co/LPzb7pXmBF— Agencia Télam (@AgenciaTelam) January 31, 2021 Maradona dó þarna sextíu ára gamall en þá voru liðnar tvær vikur frá því að hann gekkst undir heilaaðgerð á spítala í Buenos Aires. Luque framkvæmdi aðgerðina á Maradona og hafði fyrir andlátið lýst honum sem erfiðum sjúklingi. Það fékk mjög á Dölmu Maradona að hlusta á upptökuna. Hún segir að lögfræðingur og umboðsmaður föður síns, Matias Morla, beri ábyrgð á dauða hans með Luque lækni. „Ég hlustaði á upptökuna á samtali Luque og sjúkraþjálfarans og ég ældi. Það eina sem ég bið um er að guð sjá til þess að réttlætinu sé fullnægt,“ sagði Dalma Maradona í samtali við argentínska fjölmiðla sem ESPN greinir frá. Dalma Maradona explotó contra Leopoldo Luque y Matías Morla tras la filtración de los chats https://t.co/lzMfVhAAdb pic.twitter.com/cQjSx1NtFC— C5N (@C5N) February 1, 2021 Giannina, systir Dölmu, var einnig mjög ósátt eftir að hafa hlustað á upptökuna. „Sannleikurinn sigrar alltaf. Þið tveir munuð fara í fangelsi,“ sagði Giannina. Hvorki áfengi né eiturlyf voru í blóði Diego Maradona þegar hann lést. Leitað var bæði á heimili og skrifstofu Leopoldo Luque læknis til að komast að því hvaða lyf hann gaf Maradona og hvaða aðferðum hann og aðstoðarmenn hans beittu í meðferðina á Maradona. Andlát Diegos Maradona Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Dalma hefur sagt frá því hvernig henni leið þegar hún hlustaði á upptöku af samtali skurðlæknisins Leopoldo Luque og sjúkraþjálfarans Agustina Cosachov á dauðastund föður síns. Einksamtal milli þeirra Luque og Cosachov frá 25. nóvember síðastliðnum var tekið upp og síðan lekið í fjölmiðla. Cosachov var í húsi Maradona þegar hann lést og var þarna að láta Luque vita af því hvað væri í gangi. „Við komum inn í herbergið og hann var kaldur, kaldur,“ segir í upptökunni. „Við fundum engan púls en við byrjuðum endurlífgun og hann fékk smá lit aftur og við skulum segja, fékk smá hita í skrokkinn. Við reyndum endurlífgun í tíu mínútur og svo kom sjúkrabíllinn. Núna eru þeir að huga að honum,“ segir í upptökunni. Dalma Maradona apuntó contra el médico Luque tras la difusión de audios del día de la muertehttps://t.co/LPzb7pXmBF— Agencia Télam (@AgenciaTelam) January 31, 2021 Maradona dó þarna sextíu ára gamall en þá voru liðnar tvær vikur frá því að hann gekkst undir heilaaðgerð á spítala í Buenos Aires. Luque framkvæmdi aðgerðina á Maradona og hafði fyrir andlátið lýst honum sem erfiðum sjúklingi. Það fékk mjög á Dölmu Maradona að hlusta á upptökuna. Hún segir að lögfræðingur og umboðsmaður föður síns, Matias Morla, beri ábyrgð á dauða hans með Luque lækni. „Ég hlustaði á upptökuna á samtali Luque og sjúkraþjálfarans og ég ældi. Það eina sem ég bið um er að guð sjá til þess að réttlætinu sé fullnægt,“ sagði Dalma Maradona í samtali við argentínska fjölmiðla sem ESPN greinir frá. Dalma Maradona explotó contra Leopoldo Luque y Matías Morla tras la filtración de los chats https://t.co/lzMfVhAAdb pic.twitter.com/cQjSx1NtFC— C5N (@C5N) February 1, 2021 Giannina, systir Dölmu, var einnig mjög ósátt eftir að hafa hlustað á upptökuna. „Sannleikurinn sigrar alltaf. Þið tveir munuð fara í fangelsi,“ sagði Giannina. Hvorki áfengi né eiturlyf voru í blóði Diego Maradona þegar hann lést. Leitað var bæði á heimili og skrifstofu Leopoldo Luque læknis til að komast að því hvaða lyf hann gaf Maradona og hvaða aðferðum hann og aðstoðarmenn hans beittu í meðferðina á Maradona.
Andlát Diegos Maradona Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira