Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2021 09:54 Donald Trump, fyrrverandi forseti, á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum fyrir utan Hvíta húsið þann 6. janúar. Eftir ræðu hans réðust stuðningsmennirnir á þinghúsið til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna. EPA/Shawn Thew Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. Demókratar birtu í gær greinargerð um málflutning þeirra gegn Trump og segja markmiðið að vernda lýðræði Bandaríkjanna og koma í veg fyrir að forsetar framtíðarinnar hvetji til ofbeldis til að tryggja sér völd. Trump neitar þessum ásökunum í yfirlýsingu sem hann gaf út í gegnum lögmenn sína og segir réttarhöldin fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Fimm létu lífið í árásinni og þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin af löggæslumanni. Demókratar vilja að Trump verði sakfelldur og að öldungadeildin meini honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Í greinargerð Demókrata beintengja þeir sem halda utan um málið gegn forsetanum ítrekaðar ásakanir Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember, yfirlýsingar hans um að hann myndi ekki sætta sig við tap og viðleitni hans til að snúa við niðurstöðum kosninganna, við árásina sjálfa á þingið. Þeir segja að með réttu hefði Trump sætt sig við niðurstöðurnar og viðurkennt ósigur í kosningunum. „Þess í stað boðaði hann skríl til Washington, æsti þau upp, og miðaði þeim eins og hlaðinni fallbyssu eftir Pennsylvania Avenue,ׅ“ er skrifað í greinargerð Demókrata. Þá segja þeir að þingmenn hafi óttast um líf sín og jafnvel hringt í óðagoti í ættingja sína meðan þeir leituðu skjóls í þinghúsinu. Þá vísa Demókratar einnig í þann þrýsting sem Trump beitti embættismenn, dómsmálaráðherra sinn og aðra til að snúa við niðurstöðum kosninganna. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Verjendur forsetans fyrrverandi segja hann hafa verið í rétti með að efast um niðurstöður kosninganna. Vísað er til þess að breytingar hafi verið gerðar á framkvæmd kosninga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og halda lögmennirnir fram að ekki séu nægar sannanir til að segja af eða á varðandi kosningasvindl. Því neiti Trump því að hann hafi haft rangt fyrir sér. Trump og bandamönnum hans hefur þó ítrekað ekki tekist að færa sönnur fyrir máli sínu. Hvorki fyrir dómstólum né annarsstaðar. Rannsóknir og endurtalningar hafa þar að auki ekki gefið í skyn að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Lögmenn Trumps segja að málfrelsi hans tryggi að ekki sé hægt að refsa forsetanum fyrrverandi fyrir að efast um kosningarnar og ekki sé hægt að ákæra hann fyrir embættisbrot þar sem hann sé þegar hættur í embætti. Saka þeir fulltrúadeild Bandaríkjaþings um að brjóta á rétti Trumps til málfrelsis með því að ákæra hann fyrir embættisbrot. Þá neita þeir að Trump hafi kvatt stuðningsmenn sína til átaka með því að segja þeim að gefast ekki upp og berjast fyrir ríki þeirra í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Lögmennirnir segja að Trump hafi verið að tala um að þau ættu að berjast fyrir umbótum á kosningaöryggi. Afar litlar líkur eru taldar á því að Trump verði sakfelldur í öldungadeildinni. Til þess þurfi minnst sautján þingmenn Repúblikanaflokksins, auk allra þingmanna Demókrataflokksins, að greiða atkvæði með sakfellingu. Í síðustu viku fór fram atkvæðagreiðsla í öldungadeildinni um að vísa ákærunni frá og voru einungis fimm Repúblikanar sem greiddu atkvæði gegn því. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Demókratar birtu í gær greinargerð um málflutning þeirra gegn Trump og segja markmiðið að vernda lýðræði Bandaríkjanna og koma í veg fyrir að forsetar framtíðarinnar hvetji til ofbeldis til að tryggja sér völd. Trump neitar þessum ásökunum í yfirlýsingu sem hann gaf út í gegnum lögmenn sína og segir réttarhöldin fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Fimm létu lífið í árásinni og þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin af löggæslumanni. Demókratar vilja að Trump verði sakfelldur og að öldungadeildin meini honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Í greinargerð Demókrata beintengja þeir sem halda utan um málið gegn forsetanum ítrekaðar ásakanir Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember, yfirlýsingar hans um að hann myndi ekki sætta sig við tap og viðleitni hans til að snúa við niðurstöðum kosninganna, við árásina sjálfa á þingið. Þeir segja að með réttu hefði Trump sætt sig við niðurstöðurnar og viðurkennt ósigur í kosningunum. „Þess í stað boðaði hann skríl til Washington, æsti þau upp, og miðaði þeim eins og hlaðinni fallbyssu eftir Pennsylvania Avenue,ׅ“ er skrifað í greinargerð Demókrata. Þá segja þeir að þingmenn hafi óttast um líf sín og jafnvel hringt í óðagoti í ættingja sína meðan þeir leituðu skjóls í þinghúsinu. Þá vísa Demókratar einnig í þann þrýsting sem Trump beitti embættismenn, dómsmálaráðherra sinn og aðra til að snúa við niðurstöðum kosninganna. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Verjendur forsetans fyrrverandi segja hann hafa verið í rétti með að efast um niðurstöður kosninganna. Vísað er til þess að breytingar hafi verið gerðar á framkvæmd kosninga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og halda lögmennirnir fram að ekki séu nægar sannanir til að segja af eða á varðandi kosningasvindl. Því neiti Trump því að hann hafi haft rangt fyrir sér. Trump og bandamönnum hans hefur þó ítrekað ekki tekist að færa sönnur fyrir máli sínu. Hvorki fyrir dómstólum né annarsstaðar. Rannsóknir og endurtalningar hafa þar að auki ekki gefið í skyn að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Lögmenn Trumps segja að málfrelsi hans tryggi að ekki sé hægt að refsa forsetanum fyrrverandi fyrir að efast um kosningarnar og ekki sé hægt að ákæra hann fyrir embættisbrot þar sem hann sé þegar hættur í embætti. Saka þeir fulltrúadeild Bandaríkjaþings um að brjóta á rétti Trumps til málfrelsis með því að ákæra hann fyrir embættisbrot. Þá neita þeir að Trump hafi kvatt stuðningsmenn sína til átaka með því að segja þeim að gefast ekki upp og berjast fyrir ríki þeirra í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Lögmennirnir segja að Trump hafi verið að tala um að þau ættu að berjast fyrir umbótum á kosningaöryggi. Afar litlar líkur eru taldar á því að Trump verði sakfelldur í öldungadeildinni. Til þess þurfi minnst sautján þingmenn Repúblikanaflokksins, auk allra þingmanna Demókrataflokksins, að greiða atkvæði með sakfellingu. Í síðustu viku fór fram atkvæðagreiðsla í öldungadeildinni um að vísa ákærunni frá og voru einungis fimm Repúblikanar sem greiddu atkvæði gegn því.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00
Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00
Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent