Ég tala dönsku í Danmörku Marta Eiríksdóttir skrifar 3. febrúar 2021 11:00 Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. Námið sem ég stundaði var óhefðbundið listnám og ekki lánshæft á þeim tíma, þess vegna þurfti ég einnig að vinna með náminu. Að kunna og geta talað dönsku hjálpaði mér að fá hlutastarf. Það sama var uppi á teningnum þegar ég flutti til Noregs mörgum árum seinna. Ég kunni ekkert í norsku. Því varð ég mér úti um kennsluefni á norsku áður en ég fór, svo ég gæti undirbúið dvölina betur í Noregi. Ég vissi að ef mér átti að líða vel í Noregi og eiga meiri möguleika á að fá atvinnu þar, þá þyrfti ég að leggja það á mig að læra og tala norsku. Ég var gestur í landinu þeirra. Það var því ekki hlutverk þeirra Norðmanna að mæta mér í enskri tungu, hvað þá á íslensku, nei ég talaði norsku í Noregi. Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra. Fordómar og fyrirsláttur Ég hef fylgst með fréttum undanfarið þar sem fólk af erlendum uppruna kemur fram. Fólk sem fær ekki atvinnu hér á landi og kvartar undan fordómum Íslendinga gagnvart útlendingum. Þeir ásaka fyrirtækin um fordóma og segja Íslendinga frekar fá atvinnu. Sumir hafa búið hér í nokkur ár en tala ensku á meðan aðrir tala ágætis íslensku. Nú er atvinnuleysi hjá mörgum erlendum íbúum á Íslandi en það er einnig atvinnuleysi hjá þeim íslensku. Það getur verið krefjandi að læra erlent tungumál, það vitum við mörg. En til þess að eiga meiri möguleika á að fá atvinnu hér á landi, þá verður fólk af erlendum uppruna, að leggja það á sig að læra íslensku. Þegar ég horfi á svona fréttir þá virkar það á mig sem fyrirsláttur viðmælenda sem koma fram, tala á ensku og ætlast til þess að verða settir jafnfætis fólki sem talar íslenskt mál. Við búum á Íslandi og hér er íslenskt mál þjóðtunga landsins. Tungumál þjóðarinnar er ávallt lykillinn að því að aðlagast betur í landinu þar sem þú býrð. Það skapar þér fleiri tækifæri. Ef þú vilt breyta einhverju viðhorfi hér, þá er líklega best að byrja á því fyrst, að aðlagast þjóðinni og landinu, en ekki að það aðlagist þér. Það þurfa allir að sanna sig í upphafi. Kröfur líka gerðar til Íslendinga Það sama er uppi á teningnum ef ég Íslendingurinn, sæki um starf til dæmis í dagskrárgerð hjá RÚV. Þar skiptir í raun engu máli hvaða litarhaft ég hef eða hvaða kyn ég er. Þar skiptir meginmáli að ég tali góða íslensku, beygi rétt tungumálið, sletti ekki á ensku og virði íslenska málfræði. Það eru ekki margir sem komast í gegnum þetta nálarauga þótt við séum íslensk að sækja um. Annars er RÚV kannski ekki gott dæmi því þar er líka voða gott stundum að tengjast einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern í sjálfri RÚV elítunni en það er önnur saga sem verður ekki tíunduð hér. Sem sagt þetta eru ekki fordómar, þetta er tungumálið sem opnar eða lokar leið okkar allra. Núna í kovid eru meiri líkur á að fá þjónustu á íslensku hvar sem við komum. Það hefur orðið gjörbreyting þar á og ef þú spyrð margan Íslendinginn þá þykir honum voða vænt um það, að geta pantað mat á veitingahúsi á íslensku. Mér sjálfri er í raun alveg sama hvort það sé þjónn af erlendu bergi sem þjónar mér á veitingahúsi eða afgreiðir mig úti í búð, en að ég fái að tala íslensku á Íslandi þykir mér yndislegt. Höfundur er íslenskukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Marta Eiríksdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. Námið sem ég stundaði var óhefðbundið listnám og ekki lánshæft á þeim tíma, þess vegna þurfti ég einnig að vinna með náminu. Að kunna og geta talað dönsku hjálpaði mér að fá hlutastarf. Það sama var uppi á teningnum þegar ég flutti til Noregs mörgum árum seinna. Ég kunni ekkert í norsku. Því varð ég mér úti um kennsluefni á norsku áður en ég fór, svo ég gæti undirbúið dvölina betur í Noregi. Ég vissi að ef mér átti að líða vel í Noregi og eiga meiri möguleika á að fá atvinnu þar, þá þyrfti ég að leggja það á mig að læra og tala norsku. Ég var gestur í landinu þeirra. Það var því ekki hlutverk þeirra Norðmanna að mæta mér í enskri tungu, hvað þá á íslensku, nei ég talaði norsku í Noregi. Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra. Fordómar og fyrirsláttur Ég hef fylgst með fréttum undanfarið þar sem fólk af erlendum uppruna kemur fram. Fólk sem fær ekki atvinnu hér á landi og kvartar undan fordómum Íslendinga gagnvart útlendingum. Þeir ásaka fyrirtækin um fordóma og segja Íslendinga frekar fá atvinnu. Sumir hafa búið hér í nokkur ár en tala ensku á meðan aðrir tala ágætis íslensku. Nú er atvinnuleysi hjá mörgum erlendum íbúum á Íslandi en það er einnig atvinnuleysi hjá þeim íslensku. Það getur verið krefjandi að læra erlent tungumál, það vitum við mörg. En til þess að eiga meiri möguleika á að fá atvinnu hér á landi, þá verður fólk af erlendum uppruna, að leggja það á sig að læra íslensku. Þegar ég horfi á svona fréttir þá virkar það á mig sem fyrirsláttur viðmælenda sem koma fram, tala á ensku og ætlast til þess að verða settir jafnfætis fólki sem talar íslenskt mál. Við búum á Íslandi og hér er íslenskt mál þjóðtunga landsins. Tungumál þjóðarinnar er ávallt lykillinn að því að aðlagast betur í landinu þar sem þú býrð. Það skapar þér fleiri tækifæri. Ef þú vilt breyta einhverju viðhorfi hér, þá er líklega best að byrja á því fyrst, að aðlagast þjóðinni og landinu, en ekki að það aðlagist þér. Það þurfa allir að sanna sig í upphafi. Kröfur líka gerðar til Íslendinga Það sama er uppi á teningnum ef ég Íslendingurinn, sæki um starf til dæmis í dagskrárgerð hjá RÚV. Þar skiptir í raun engu máli hvaða litarhaft ég hef eða hvaða kyn ég er. Þar skiptir meginmáli að ég tali góða íslensku, beygi rétt tungumálið, sletti ekki á ensku og virði íslenska málfræði. Það eru ekki margir sem komast í gegnum þetta nálarauga þótt við séum íslensk að sækja um. Annars er RÚV kannski ekki gott dæmi því þar er líka voða gott stundum að tengjast einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern í sjálfri RÚV elítunni en það er önnur saga sem verður ekki tíunduð hér. Sem sagt þetta eru ekki fordómar, þetta er tungumálið sem opnar eða lokar leið okkar allra. Núna í kovid eru meiri líkur á að fá þjónustu á íslensku hvar sem við komum. Það hefur orðið gjörbreyting þar á og ef þú spyrð margan Íslendinginn þá þykir honum voða vænt um það, að geta pantað mat á veitingahúsi á íslensku. Mér sjálfri er í raun alveg sama hvort það sé þjónn af erlendu bergi sem þjónar mér á veitingahúsi eða afgreiðir mig úti í búð, en að ég fái að tala íslensku á Íslandi þykir mér yndislegt. Höfundur er íslenskukennari.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun