Landsbyggðaskattur á kostnað heilsu Díana Jóhannsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 11:31 Ferðakostnaður vegna tannréttinga Á Ísafirði hefur um langt skeið komið tannréttingasérfræðingur sem hefur sinnt svæðinu og hafa foreldrar þannig getað sparað sér ferðir suður til að leita eftir þessari sérfræðiþjónustu. Nú hefur orðið sú breyting á að þessari þjónustu hefur verið hætt og munu því allir á norðanverðum Vestfjörðum nú að leita suður eða annað eftir þessari sérfræðilæknisþjónustu. Almennt eru greiddur ferðakostnaður vegna tveggja ferða á ári til að leita sjúkdómsmeðferðar sem ekki er í boði á heimaslóðum samkvæmt reglugerð um ferðakostnað innanlands nr. 1140/2019. Tannréttingar falla undir þetta, en þó aðeins skv. ákveðnum skilyrðum. Þannig er ferðakostnaður vegna ferða í tannréttingar aðeins greiddur ef einstaklingurinn er komin með „föst tæki“ og ekki fyrr. Það er sem sagt ekki greiddur ferðakostnaður fyrr en einstaklingur er komin með spangir. Allar aðrar tannréttingar falla því ekki undir skilgreiningu hins opinbera og því er ferðakostnaður ekki greiddur af hinu opinbera. Mörg börn þurfa að fara í svokallaðar „fortannréttingar“ sem fela í sér góm, gómspennur eða annað sem svo sannarlega kallar á ferðir til tannréttingarsérfræðings, þessi börn eiga ekki rétt á að fá ferðir sínar greiddar miðað við núverandi fyrirkomulag. Landsbyggðarskattur Þegar við skoðum þetta nánar og rýnum í „smáatriðin“ þá finnst ýmislegt áhugavert. Þegar þörf er á læknismeðferð utan heimabyggðar þarftu samkvæmt reglugerð um greiðsluþáttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 1248/2019, að greiða 1.435 kr. fyrir ferðavottorð hjá heimilislækni til að komast til sérfræðilæknis til að fá endurgreidda ferðina frá sjúkratryggingum. Þá þarf einnig að greiða sjúkratryggingum 1.500 kr. fyrir hverja ferð sem sótt er um endurgreiðslu á. Því þarf einstaklingur út á landi sem leitar heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar að greiða 2.935 kr. og er það ekkert annað en landsbyggðarskattur. Einfalt reikningsdæmi þar sem horft er á einstakling sem býr í Grindavík sem leitar sérfræðilæknis í Reykjavík, það eru 51 km aðra leið 102 km báðar leiðir, þar sem í reglugerð 1140/2019 er tekið fram að langar ferðir séu a.m.k. 20 km vegalengd milli staða, sjúkratryggingar greiða fyrir hvern ekinn km 31,61 kr. gerir það 3.224 kr., sem endurgreiðslan væri en þá á eftir að taka inn í dæmið þá kostnaðarliði sem nefndir eru hér að ofan, það er 2.935 kr. þannig að þegar uppi er staðið ertu að fá 289 kr. fyrir bensíni báðar leiðir. Svo virðist sem settar séu reglugerðir og lög án þess að meta áhrif þeirra og hvernig kostnaður er fluttur frá hinu opinbera yfir á almenning. Það virðist því miður vera þannig að þeir sem setja reglurnar og þurfa ekki á þessari þjónustu að halda geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem þeir velta yfir á landsbyggðina. Íslendingar eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en kostnaður vegna hennar er sífellt velt yfir á íbúa landsbyggðarinnar með reglugerðum. Að þessum kostnaði undanskildum situr fólk af landbyggðinni einnig uppi með dvalarkostnað og vinnutap, en það er líklega efni í annan pistil. Höfundar þessara pistils eru mæður barna á Ísafirði sem völdu sér að búa út á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Byggðamál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Sif Huld Albertsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðakostnaður vegna tannréttinga Á Ísafirði hefur um langt skeið komið tannréttingasérfræðingur sem hefur sinnt svæðinu og hafa foreldrar þannig getað sparað sér ferðir suður til að leita eftir þessari sérfræðiþjónustu. Nú hefur orðið sú breyting á að þessari þjónustu hefur verið hætt og munu því allir á norðanverðum Vestfjörðum nú að leita suður eða annað eftir þessari sérfræðilæknisþjónustu. Almennt eru greiddur ferðakostnaður vegna tveggja ferða á ári til að leita sjúkdómsmeðferðar sem ekki er í boði á heimaslóðum samkvæmt reglugerð um ferðakostnað innanlands nr. 1140/2019. Tannréttingar falla undir þetta, en þó aðeins skv. ákveðnum skilyrðum. Þannig er ferðakostnaður vegna ferða í tannréttingar aðeins greiddur ef einstaklingurinn er komin með „föst tæki“ og ekki fyrr. Það er sem sagt ekki greiddur ferðakostnaður fyrr en einstaklingur er komin með spangir. Allar aðrar tannréttingar falla því ekki undir skilgreiningu hins opinbera og því er ferðakostnaður ekki greiddur af hinu opinbera. Mörg börn þurfa að fara í svokallaðar „fortannréttingar“ sem fela í sér góm, gómspennur eða annað sem svo sannarlega kallar á ferðir til tannréttingarsérfræðings, þessi börn eiga ekki rétt á að fá ferðir sínar greiddar miðað við núverandi fyrirkomulag. Landsbyggðarskattur Þegar við skoðum þetta nánar og rýnum í „smáatriðin“ þá finnst ýmislegt áhugavert. Þegar þörf er á læknismeðferð utan heimabyggðar þarftu samkvæmt reglugerð um greiðsluþáttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 1248/2019, að greiða 1.435 kr. fyrir ferðavottorð hjá heimilislækni til að komast til sérfræðilæknis til að fá endurgreidda ferðina frá sjúkratryggingum. Þá þarf einnig að greiða sjúkratryggingum 1.500 kr. fyrir hverja ferð sem sótt er um endurgreiðslu á. Því þarf einstaklingur út á landi sem leitar heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar að greiða 2.935 kr. og er það ekkert annað en landsbyggðarskattur. Einfalt reikningsdæmi þar sem horft er á einstakling sem býr í Grindavík sem leitar sérfræðilæknis í Reykjavík, það eru 51 km aðra leið 102 km báðar leiðir, þar sem í reglugerð 1140/2019 er tekið fram að langar ferðir séu a.m.k. 20 km vegalengd milli staða, sjúkratryggingar greiða fyrir hvern ekinn km 31,61 kr. gerir það 3.224 kr., sem endurgreiðslan væri en þá á eftir að taka inn í dæmið þá kostnaðarliði sem nefndir eru hér að ofan, það er 2.935 kr. þannig að þegar uppi er staðið ertu að fá 289 kr. fyrir bensíni báðar leiðir. Svo virðist sem settar séu reglugerðir og lög án þess að meta áhrif þeirra og hvernig kostnaður er fluttur frá hinu opinbera yfir á almenning. Það virðist því miður vera þannig að þeir sem setja reglurnar og þurfa ekki á þessari þjónustu að halda geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem þeir velta yfir á landsbyggðina. Íslendingar eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en kostnaður vegna hennar er sífellt velt yfir á íbúa landsbyggðarinnar með reglugerðum. Að þessum kostnaði undanskildum situr fólk af landbyggðinni einnig uppi með dvalarkostnað og vinnutap, en það er líklega efni í annan pistil. Höfundar þessara pistils eru mæður barna á Ísafirði sem völdu sér að búa út á landi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun