Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 16:29 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. „Mitt mat er það að við höfum tækifæri á þessu þingi til að koma okkur saman um góðar markverðar og mikilvægar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, breytingar sem margar hverjar hefur verið kallað eftir lengi,“ sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. „Mér finnst við skulda samfélaginu að ljúka slíkum breytingum.“ Katrín stendur ein að baki frumvarpinu og ekki virðist mikil sátt um málið á þingi. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá og í fyrstu hefur verið deilt um auðlindaákvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Nýtt ákvæði hljóðar svo: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.“ Einnig segir að enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Í greinargerð frumvarpsins segir að heimildir til nýtingar á auðlindum, líkt og fiskistofna, séu því tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu hvers vegna þetta væri ekki orðað í ákvæðinu; orð í greinargerð vegi ekki þungt. Hún spurði hvort til greina kæmi að orðalagið verði tekið upp í ákvæðið í þinglegri meðferð, þannig að þar komi skýrt fram að nýtingarheimildir séu tímabundnar og uppsegjanlegar. Katrín sagðist telja ákvæðið skýrt og mikilvægt að kveðið sé á um þetta í stjórnarskrá. Hún sagðist þó bera væntingar til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni að lokinni fyrstu umræðu fara yfir málið af mikilli alvöru. „En fyrir mér persónulega en þessi texti algerlega skýr.“ Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. „Mitt mat er það að við höfum tækifæri á þessu þingi til að koma okkur saman um góðar markverðar og mikilvægar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, breytingar sem margar hverjar hefur verið kallað eftir lengi,“ sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. „Mér finnst við skulda samfélaginu að ljúka slíkum breytingum.“ Katrín stendur ein að baki frumvarpinu og ekki virðist mikil sátt um málið á þingi. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá og í fyrstu hefur verið deilt um auðlindaákvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Nýtt ákvæði hljóðar svo: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.“ Einnig segir að enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Í greinargerð frumvarpsins segir að heimildir til nýtingar á auðlindum, líkt og fiskistofna, séu því tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu hvers vegna þetta væri ekki orðað í ákvæðinu; orð í greinargerð vegi ekki þungt. Hún spurði hvort til greina kæmi að orðalagið verði tekið upp í ákvæðið í þinglegri meðferð, þannig að þar komi skýrt fram að nýtingarheimildir séu tímabundnar og uppsegjanlegar. Katrín sagðist telja ákvæðið skýrt og mikilvægt að kveðið sé á um þetta í stjórnarskrá. Hún sagðist þó bera væntingar til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni að lokinni fyrstu umræðu fara yfir málið af mikilli alvöru. „En fyrir mér persónulega en þessi texti algerlega skýr.“
Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira