Óttast skriður úr hlíðum sem áður töldust öruggar vegna hlýnunar Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2021 21:00 Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Vísindamenn óttast að skriðuföll úr hlíðum hér á landi sem áður töldust öruggar vegna hlýnandi veðurfars. Stórauka þurfi rannsóknir á sífrerum til fjalla og verði fólk vart við breytingar í hlíðum í sínu umhverfi ætti að láta umsvifalaust vita. Frá árinu 2011 hafa fjórar skriður fallið hér á landi sem rekja má til þiðnunar í jarðvegi sem hingað til hefur verið frosinn allan ársins hring. Um er að ræða skriður í Torfufellsdal árið 2011, Mofellshyrnu árið 2012, Árnesfjalli árið 2014 og í Hleiðargarðsfjalli í innanverðum Eyjafirði síðastliðið haust. „Þetta eru kannski hlíðar sem við höfum ekki verið að búast við skriðum úr. Hlíðar sem við höfum talið öruggar, gætu orðið óöruggar út af þessu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísindamenn horfðu fyrst til hlíða sem snúa á móti norðri og norðvestri þar sem sólarljóss gætir minnst. Hlíðin í Hleiðargarðsfjalli sneri hins vegar á móti suðaustri. Þá hafa vísindamenn verið að horfa til um 800 metra hæðar við mat á sífrerum. Sú viðmiðum átti hins vegar ekki við þegar skriða féll úr Árnesfjalli úr 350 metra hæð. Ekki sé vitað hvort þiðnun sífrera ógni byggðum. Hvað einkennir hlíð þar sem sífreri er? „Það er erfitt að segja. Við erum að sjá að það er að falla úr frosnum lausum setlögum.“ Er eitthvað sem fólk gæti séð í sínu umhverfi og látið vita? „Ef fólk verið vart við aukið grjóthrun eða aurskriðuvirkni þá er um að gera að láta Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands vita.“ Hægt sé að vakta breytingar á hlíðum með mælingum og gervitunglamyndum. „En það þarf að gera átak og kortleggja þessi fyrirbæri og fylgjast með þeim betur.“ Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir gegn þeim. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Kompás Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Frá árinu 2011 hafa fjórar skriður fallið hér á landi sem rekja má til þiðnunar í jarðvegi sem hingað til hefur verið frosinn allan ársins hring. Um er að ræða skriður í Torfufellsdal árið 2011, Mofellshyrnu árið 2012, Árnesfjalli árið 2014 og í Hleiðargarðsfjalli í innanverðum Eyjafirði síðastliðið haust. „Þetta eru kannski hlíðar sem við höfum ekki verið að búast við skriðum úr. Hlíðar sem við höfum talið öruggar, gætu orðið óöruggar út af þessu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísindamenn horfðu fyrst til hlíða sem snúa á móti norðri og norðvestri þar sem sólarljóss gætir minnst. Hlíðin í Hleiðargarðsfjalli sneri hins vegar á móti suðaustri. Þá hafa vísindamenn verið að horfa til um 800 metra hæðar við mat á sífrerum. Sú viðmiðum átti hins vegar ekki við þegar skriða féll úr Árnesfjalli úr 350 metra hæð. Ekki sé vitað hvort þiðnun sífrera ógni byggðum. Hvað einkennir hlíð þar sem sífreri er? „Það er erfitt að segja. Við erum að sjá að það er að falla úr frosnum lausum setlögum.“ Er eitthvað sem fólk gæti séð í sínu umhverfi og látið vita? „Ef fólk verið vart við aukið grjóthrun eða aurskriðuvirkni þá er um að gera að láta Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands vita.“ Hægt sé að vakta breytingar á hlíðum með mælingum og gervitunglamyndum. „En það þarf að gera átak og kortleggja þessi fyrirbæri og fylgjast með þeim betur.“ Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir gegn þeim. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00
„Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00
Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46