Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:21 Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. Starfshópur á vegum Sigurðar Inga Jóhannesonar samgönguráðherra hefur skilað skýrslu um mat á brú annars vegar og jarðgöngum hins vegar í tengslum við lagninu Sundabrautar. Niðurstaðan er sú að Sundabraut með brú yrði fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Borgin og ríkið hafa tekist á um það í áratugi hvar Sundabraut eigi að liggja. Verði sú leið farin sem nú er lagt til mun Sundabrú liggja í beinni línu frá Holtavegi yfir á Gufunes og stór hluti brúarinnar verður á stólpum á landi. samgönguráðuneytið Brúin lægi í boga frá Holtavegi að Gufunesi þar sem hæst yrðu 30 metrar frá haffleti að brúargólfi þannig að minni flutningaskip gætu siglt undir brúna að athafnasvæði Samskipa. Tvær akreinar í hvora átt með göngu- og hjólastígum. Hér sést niður eftir Holtavegi að athafnasvæði Samskipa en brú yfir Kleppsvík myndi liggja beint frá Holtavegi yfir í Gufunes.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfðuðborgarsvæðinu. Fulltrúar þeirra, ráðuneytisins Vegagerðarinnar og Faxaflóahafna áttu sæti í starfshópnum sem nú hefur skilað niðurstöðum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra telur að sátt verði um Sundabraut með brú milli Holtagarða og Gufuness.Stöð 2/Sigurjón „Niðurstaða mín eftir að hafa séð þessa skýrslu er að vera sammála starfshópnum. Um að þessi valkostur sé mjög góður fyrir samgöngur og samgöngubætur hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurður Ingi. Nýr þjóðvegur yrði lagður frá brúarenda í Gufunesi, með brúm í Leirvogi og Kollafirði upp á Kjalarnes. Ráðherra segir að hægt sé að hefja skipulags og hönnunarvinnu bráðlega þannig að framkvæmdir gætu hafist eftir um fjögur ár með verklokum á bilinu 2029 eða þrjátíu. Samgönguráðherra segir bráðlega hægt að hefja hönnun og undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem hafi verið á aðalskipulagi Reykjavíkur allt frá árinu 1975.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er eitt þeirra verkefna sem Alþingi samþykkti að yrði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þýðir það að það verður gjaldtaka á þessari leið? „Já þegar framkvæmdum myndi ljúka verður galdtaka.“ Hvað myndi sú gjaldtaka standa í mörg ár? „Það þyrfti að koma í ljós við fýsileikakönnun. Gæti reyndar einnig skýrst við félags-hagfræðilega könnun sem gerð verður líka á næstu mánuðum,“ segir Sigurður Ingi. Fram kom á fréttamannafundi ráðherrans í dag að töluverð röskun yrði ástarfsemi Samskipa og fleiri aðila við Holtagarða á framkvæmdatímanum. Þá þyrfti að framlengja hafnargarð lengra til vesturs á athafnasvæði Samskipa fyrir stærri skip félagins sem ekki kæmust undir brúna. Samgöngur Reykjavík Sundabraut Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag. 3. febrúar 2021 13:47 Bein útsending: Ráðherra kynnir valkosti um legu Sundabrautar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar. 3. febrúar 2021 13:20 Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. 27. janúar 2021 19:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Starfshópur á vegum Sigurðar Inga Jóhannesonar samgönguráðherra hefur skilað skýrslu um mat á brú annars vegar og jarðgöngum hins vegar í tengslum við lagninu Sundabrautar. Niðurstaðan er sú að Sundabraut með brú yrði fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Borgin og ríkið hafa tekist á um það í áratugi hvar Sundabraut eigi að liggja. Verði sú leið farin sem nú er lagt til mun Sundabrú liggja í beinni línu frá Holtavegi yfir á Gufunes og stór hluti brúarinnar verður á stólpum á landi. samgönguráðuneytið Brúin lægi í boga frá Holtavegi að Gufunesi þar sem hæst yrðu 30 metrar frá haffleti að brúargólfi þannig að minni flutningaskip gætu siglt undir brúna að athafnasvæði Samskipa. Tvær akreinar í hvora átt með göngu- og hjólastígum. Hér sést niður eftir Holtavegi að athafnasvæði Samskipa en brú yfir Kleppsvík myndi liggja beint frá Holtavegi yfir í Gufunes.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfðuðborgarsvæðinu. Fulltrúar þeirra, ráðuneytisins Vegagerðarinnar og Faxaflóahafna áttu sæti í starfshópnum sem nú hefur skilað niðurstöðum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra telur að sátt verði um Sundabraut með brú milli Holtagarða og Gufuness.Stöð 2/Sigurjón „Niðurstaða mín eftir að hafa séð þessa skýrslu er að vera sammála starfshópnum. Um að þessi valkostur sé mjög góður fyrir samgöngur og samgöngubætur hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurður Ingi. Nýr þjóðvegur yrði lagður frá brúarenda í Gufunesi, með brúm í Leirvogi og Kollafirði upp á Kjalarnes. Ráðherra segir að hægt sé að hefja skipulags og hönnunarvinnu bráðlega þannig að framkvæmdir gætu hafist eftir um fjögur ár með verklokum á bilinu 2029 eða þrjátíu. Samgönguráðherra segir bráðlega hægt að hefja hönnun og undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem hafi verið á aðalskipulagi Reykjavíkur allt frá árinu 1975.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er eitt þeirra verkefna sem Alþingi samþykkti að yrði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þýðir það að það verður gjaldtaka á þessari leið? „Já þegar framkvæmdum myndi ljúka verður galdtaka.“ Hvað myndi sú gjaldtaka standa í mörg ár? „Það þyrfti að koma í ljós við fýsileikakönnun. Gæti reyndar einnig skýrst við félags-hagfræðilega könnun sem gerð verður líka á næstu mánuðum,“ segir Sigurður Ingi. Fram kom á fréttamannafundi ráðherrans í dag að töluverð röskun yrði ástarfsemi Samskipa og fleiri aðila við Holtagarða á framkvæmdatímanum. Þá þyrfti að framlengja hafnargarð lengra til vesturs á athafnasvæði Samskipa fyrir stærri skip félagins sem ekki kæmust undir brúna.
Samgöngur Reykjavík Sundabraut Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag. 3. febrúar 2021 13:47 Bein útsending: Ráðherra kynnir valkosti um legu Sundabrautar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar. 3. febrúar 2021 13:20 Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. 27. janúar 2021 19:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag. 3. febrúar 2021 13:47
Bein útsending: Ráðherra kynnir valkosti um legu Sundabrautar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar. 3. febrúar 2021 13:20
Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. 27. janúar 2021 19:21