Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 12:06 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. vísir/vilhelm Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. Skýrsla starfshóps um Sundabraut var kynnt í gær en samkvæmt henni yrði Sundabraut með brú fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Mat sérfræðihópsins er stóð að skýrslunni er að brú sé töluvert betri kostur en jarðgöng og sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, líta svo á að komin sé loka niðurstaða í málið; Sundabrú. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bendir á að í skýrslunni séu göngin þó ekki slegin út af borðinu. „Niðurstaða skýrslunnar er á báðar leiðir. Að Sundabraut í göng og brú séu raunhæfar til áframhaldandi skoðunar. Brúin kemur betur út en í fyrri athugunum þannig að núna siptir máli að fá viðbrögð við þessari skýrsu og svara þeim spurningum sem koma fram og síðan ná saman á milli ríkis og borgar um næstu skref,“ segir Dagur. Skýrslan verður kynnt í borgarráði í næstu viku og í kjölfarið tekin til umfjöllunar hjá borginni. Dagur bendir á að borgin hafi markað sé þá stefnu, þvert á flokka, að Sundabraut væri best í göngum. „Það var eftir ítarlegt samráð við íbúa í þeim hverfum sem verða fyrir mestum áhrifum af Sundabraut og við höfum sagt frá upphafi að til þess að breyta stefnu borgarinnar, að þá þurfi að eiga sér stað samtal og samráð, meðal annars við þá sem búa í þessum hverfum og meta báða kosti út frá öllum hliðum. Skýrslan er bara mjög mikilvægt innlegg í það.“ Hann segir jákvætt að í skýrslunni sé dregið fram að brúin sé góð lausn fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Ég held að það sé bara tímanna tákn að þessir fjölbreyttu ferðamátar og almenningssamgöngur séu teknir svona inn í þessa mynd. Við getum ekki lagt heildstætt mat á neitt í samgöngumálum án þess að hugsa um hvernig það nýtist okkur til að efla almenningssamgöngur og auka ekki umferðarálagið sem er mikið fyrir í borginni.“ Aðspurður um efasemdir segir hann að fara þurfi betur yfir kostnaðarmatið. „Það hefur verið bent á að þarna er verið að bera saman beinan kostnað við Sundabrautarframkvæmdina, en það er ýmis kostnaður sem fellur til, við til að mynda hafnarsvæðið og hugsanlega nálæg íbúahverfi sem þarf að taka inn í myndina. Þannig að næsta skref yrði þá félagshagfræðileg greining annars vegar og umhverfismat hins vegar. En mér sýnist þessi vinna vera góð og leggja grunn að því samtali sem þarf að eiga sér stað,“ segir Dagur. Reykjavík Samgöngur Sundabraut Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Skýrsla starfshóps um Sundabraut var kynnt í gær en samkvæmt henni yrði Sundabraut með brú fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Mat sérfræðihópsins er stóð að skýrslunni er að brú sé töluvert betri kostur en jarðgöng og sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, líta svo á að komin sé loka niðurstaða í málið; Sundabrú. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bendir á að í skýrslunni séu göngin þó ekki slegin út af borðinu. „Niðurstaða skýrslunnar er á báðar leiðir. Að Sundabraut í göng og brú séu raunhæfar til áframhaldandi skoðunar. Brúin kemur betur út en í fyrri athugunum þannig að núna siptir máli að fá viðbrögð við þessari skýrsu og svara þeim spurningum sem koma fram og síðan ná saman á milli ríkis og borgar um næstu skref,“ segir Dagur. Skýrslan verður kynnt í borgarráði í næstu viku og í kjölfarið tekin til umfjöllunar hjá borginni. Dagur bendir á að borgin hafi markað sé þá stefnu, þvert á flokka, að Sundabraut væri best í göngum. „Það var eftir ítarlegt samráð við íbúa í þeim hverfum sem verða fyrir mestum áhrifum af Sundabraut og við höfum sagt frá upphafi að til þess að breyta stefnu borgarinnar, að þá þurfi að eiga sér stað samtal og samráð, meðal annars við þá sem búa í þessum hverfum og meta báða kosti út frá öllum hliðum. Skýrslan er bara mjög mikilvægt innlegg í það.“ Hann segir jákvætt að í skýrslunni sé dregið fram að brúin sé góð lausn fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Ég held að það sé bara tímanna tákn að þessir fjölbreyttu ferðamátar og almenningssamgöngur séu teknir svona inn í þessa mynd. Við getum ekki lagt heildstætt mat á neitt í samgöngumálum án þess að hugsa um hvernig það nýtist okkur til að efla almenningssamgöngur og auka ekki umferðarálagið sem er mikið fyrir í borginni.“ Aðspurður um efasemdir segir hann að fara þurfi betur yfir kostnaðarmatið. „Það hefur verið bent á að þarna er verið að bera saman beinan kostnað við Sundabrautarframkvæmdina, en það er ýmis kostnaður sem fellur til, við til að mynda hafnarsvæðið og hugsanlega nálæg íbúahverfi sem þarf að taka inn í myndina. Þannig að næsta skref yrði þá félagshagfræðileg greining annars vegar og umhverfismat hins vegar. En mér sýnist þessi vinna vera góð og leggja grunn að því samtali sem þarf að eiga sér stað,“ segir Dagur.
Reykjavík Samgöngur Sundabraut Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira