Tyrkir ósáttir við gagnrýni vegna mótmæla stúdenta, sem Erdogan kallar hryðjuverkamenn Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 14:20 Frá mótmælum í Tyrklandi í vikunni. EPA-EFE/SEDAT SUNA Utanríkisráðuneyti Tyrklands gefur lítið fyrir alþjóðlega gagnrýni á það hvernig tekið hefur verið á ungum mótmælendum þar í landi á undanförnum mánuði. Stúdentar, kennarar og annað ungt fólk hafa haldið mótmæli vegna skipunar nýs rektors eins stærsta háskóla landsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í dag og vitnað er í í frétt Reuters, eru önnur ríki vöruð við því að styðja eða ýta undir „ólöglegar aðgerðir“ eða hafa afskipti af innanríkismálum Tyrklands. Engin ríki eru nefnd í tilkynningunni en ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust í gær hafa áhyggjur af handtökum mótmælenda og því hvað viðbrögð yfirvalda Tyrklands einkenndust af fordómum gegn LGBT fólki. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur slegið á sömu strengi og hafa fordæmt ummæli ráðamanna í Tyrklandi. #Turkey: We call for prompt release of students & protestors arrested for participating in peaceful demonstrations, and urge the police to stop using excessive force. We condemn homophobic & transphobic comments by officials, inciting hatred & discrimination against LGBT people. pic.twitter.com/EXF9RvMiyQ— UN Human Rights (@UNHumanRights) February 3, 2021 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og „LGBT ungmenni“ samhliða því að segja að það sé ekki til neitt sem heiti LGBT. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur kallaði mótmælendur „LGBT-afbrigðilega“, gróflega þýtt. Mótmælin hófust snemma í janúar og hafa minnst 250 verið handteknir í Istanbúl. Turkey has seen student protests across major campuses following Erdogan's appointment of a party loyalist as the head of a prestigious Istanbul universitypic.twitter.com/NURLnOj2V6— Alfons López Tena (@alfonslopeztena) February 4, 2021 Deilurnar má rekja til þess að Erdogan skipaði Melih Bulu, bandamann sinn í flokknum AKP, sem rektor Bogazici, eins stærsta háskóla landsins. Var það í fyrsta sinn sem rektor er ekki valinn af háskólasamfélaginu sjálfur frá því her Tyrklands tók þar völd árið 1980 og kom á lýðræðisumbótum. Samkvæmt Guardian var skipun hans talin vera ólýðræðisleg tilraun ríkisstjórnarinnar til að hafa afskipti af stofnun sem hefur verið talin halla til vinstri og er ein af þeim síðustu slíku í Tyrklandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eru mjög hátt í Tyrklandi. Samkvæmt Guardian mælist það um 29 prósent. Þá sýna rannsóknir að tæp 40 prósent stúdenta eru atvinnulausir við útskrift. Það auk efnahagsvandræða hefur leitt til þess að ungt fólk í Tyrklandi eru verulega ósáttir við stjórn Erdogans og þekkja margir ekkert annað. Hér má sjónvarpsfrétt Al Jazeera um mótmælin í Tyrklandi. Tyrkland Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í dag og vitnað er í í frétt Reuters, eru önnur ríki vöruð við því að styðja eða ýta undir „ólöglegar aðgerðir“ eða hafa afskipti af innanríkismálum Tyrklands. Engin ríki eru nefnd í tilkynningunni en ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust í gær hafa áhyggjur af handtökum mótmælenda og því hvað viðbrögð yfirvalda Tyrklands einkenndust af fordómum gegn LGBT fólki. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur slegið á sömu strengi og hafa fordæmt ummæli ráðamanna í Tyrklandi. #Turkey: We call for prompt release of students & protestors arrested for participating in peaceful demonstrations, and urge the police to stop using excessive force. We condemn homophobic & transphobic comments by officials, inciting hatred & discrimination against LGBT people. pic.twitter.com/EXF9RvMiyQ— UN Human Rights (@UNHumanRights) February 3, 2021 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og „LGBT ungmenni“ samhliða því að segja að það sé ekki til neitt sem heiti LGBT. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur kallaði mótmælendur „LGBT-afbrigðilega“, gróflega þýtt. Mótmælin hófust snemma í janúar og hafa minnst 250 verið handteknir í Istanbúl. Turkey has seen student protests across major campuses following Erdogan's appointment of a party loyalist as the head of a prestigious Istanbul universitypic.twitter.com/NURLnOj2V6— Alfons López Tena (@alfonslopeztena) February 4, 2021 Deilurnar má rekja til þess að Erdogan skipaði Melih Bulu, bandamann sinn í flokknum AKP, sem rektor Bogazici, eins stærsta háskóla landsins. Var það í fyrsta sinn sem rektor er ekki valinn af háskólasamfélaginu sjálfur frá því her Tyrklands tók þar völd árið 1980 og kom á lýðræðisumbótum. Samkvæmt Guardian var skipun hans talin vera ólýðræðisleg tilraun ríkisstjórnarinnar til að hafa afskipti af stofnun sem hefur verið talin halla til vinstri og er ein af þeim síðustu slíku í Tyrklandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eru mjög hátt í Tyrklandi. Samkvæmt Guardian mælist það um 29 prósent. Þá sýna rannsóknir að tæp 40 prósent stúdenta eru atvinnulausir við útskrift. Það auk efnahagsvandræða hefur leitt til þess að ungt fólk í Tyrklandi eru verulega ósáttir við stjórn Erdogans og þekkja margir ekkert annað. Hér má sjónvarpsfrétt Al Jazeera um mótmælin í Tyrklandi.
Tyrkland Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira