Öllum, sem á þurfa að halda, verður boðin sálræn hjálp til að takast á við áfallið. Fáni við þjónustukjarnann hefur verið dreginn í hálfa stöng.
Á fundinum var starfsfólkinu sagt frá helstu staðreyndum þessa skelfilega máls og greint var frá gangi lögreglurannsóknarinnar. B.T. hefur eftir Anni að málið væri svakalegt áfall fyrir starfsmennina, sumir þeirra hafi verið afar nánir Freyju.
Sjá nánar: Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð
Í gærkvöldi greindu danskir fjölmiðlar frá baksögu mannsins sem, fyrir dómi í gær, sagðist hafa banað Freyju. Árið 1996 hlaut maðurinn dóm fyrir hrottafengið morð á annarri barnsmóður sinni. Þau áttu saman dreng sem þá var tveggja ára.

Freyja og hinn grunaði voru hjón en þau höfðu nýverið slitið samvistum. Saman áttu þau tvö ung börn, dreng og stúlku.
Í gær komu saman til kyrrðar-og sorgarstundar vinir, nágrannar og kunningjar Freyju. Aðstandendur hennar lögðu blóm og kerti við heimili hennar í smábænum Malling. Heimilið er nú rannsóknarvettvangur því árásin átti sér stað þar.
Fjölmiðillinn B.T. ræddi við fjölmarga vini og nágranna Freyju og en enginn þeirra vildi tjá sig opinberlega um málið, enda sé það afar viðkvæmt.
Einn þeirra sem vildi ekki koma fram undir nafni sagði að það væri hans tilfinning að fólkið væri harmi slegið. Það vilji halda sig svolítið til hlés fyrst um sinn.