Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Atli Freyr Arason skrifar 4. febrúar 2021 22:00 Úr leik Stjörnunnar og Keflavíkur á tímabilinu. Með sigri kvöldsins stökk Stjarnan upp fyrir Keflavík í töflunni. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. Í Njarðvík fór fram hörku skemmtilegur körfuboltaleikur milli Njarðvíkur og Stjörnunnar. Fyrsti leikhluti var gífurlega hraður og liðin tvö skiptust á því að setja niður körfur. Svo hraður var leikhlutinn að ef áhorfendur litu frá í stutta stund þá misstu þeir af einhverju spennandi. Aðeins einu sinni í leikhlutanum kom flautukarfa og flestar sóknir kláruðust án þess að helmingur skotklukkunnar var liðinn. Fjórum sinnum varð leikurinn jafn, í 10-10, 11-11, 13-13 og 21-21 en mestur varð munurinn fimm stig þegar kani Stjörnunnar Austin James Brodeur setti boltann niður í stöðunni 23-28. Fór svo að leikhlutinn endaði 25-28, gestunum í vil. Annar leikhluti hófst eins og sá fyrsti spilaðist. Njarðvík jafnaði strax í 28-28 og gerði gott betur og komst aftur tveggja stiga í forystu í 30-28 en liðin skiptust á að eiga forustuna alveg fram að þessu. Leikurinn hélt áfram að vera jafn þangað til annar leikhlutinn var hálfnaður en þá jafnar Rodney Glasgow leikinn í 35-35. Þá er eins og það kvikni á Stjörnu vélinni með prímus mótorinn Ægi Þór Steinarsson fremstan í flokki og gestirnir skora 20 stig gegn 11 frá heimamönnum til að ljúka fyrri hálfleik með stöðuna 46-55. Stjarnan heldur uppteknum hætti í þriðja leikhluta og um miðbik leikhlutans komast gestirnir mest í 17 stiga forskot eftir þrist frá Mirza Sarajlija. Við það vaknar Logi Gunnarsson sem skorar næstu 6 stig leiksins og hægt og rólega skera heimamenn forskot Stjörnunnar niður og Njarðvík vinnur leikhlutinn 27-22. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta var því 73-77. Njarðvík nær mest að minnka muninn milli liðanna í tvö stig í með því að setja niður fyrstu körfuna í upphafi fjórða leikhluta, en nær komust heimamenn ekki. Eftir ákafann og hraðann leik framan af þá var sennilega ekki nóg eftir á tanknum til að minnka muninn meira niður. Lokatölur í Ljónagryfjunni 88-96. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn náðu að stjórna hraða leiksins og var hraðinn í 110% framan af. Ægir Þór var ill viðráðanlegur í kvöld fyrir heimamenn og stýrði hann leiknum vel fyrir gestina með því að opna varnir Njarðvíkur allt of oft í kvöld. Hvað gekk illa? Varnarleikur Njarðvíkur var ekki upp á marga fiska. Stjarnan náði að spila boltanum þvert í gegnum vörn Njarðvíkur of frjálslega. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson var frábær í liði Stjörnunnar. Ægir mataði liðsfélaga sína með stoðsendingum allan leikinn og náði hann alls 11 stoðsendingum af þeim 23 sem Stjarnan gerði í heild í kvöld. Ásamt stoðsendingunum 11 stal hann boltanum 4 sinnum og skoraði 21 stig í körfuna hinu megin. Frábær. Alexander Lindqvist fær einnig lof, en hann var stigahæstur í kvöld með 25 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa eina stoðsendingu. Í liði heimamanna verður að minnast á Jón Arnór Sverrisson en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá gat hann ekki varist Stjörnunni einn síns liðs. Jón Arnór stal boltanum 4 sinnum, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar ásamt því að setja alls niður 15 stig. Jón Arnór endaði leikinn í kvöld með flesta framlagspunkta allra á leikvellinum eða 27 stykki. Það dugði þó ekki til í kvöld gegn sterku liði Stjörnunnar. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar ferðast norður á Akureyri um helgina þar sem þeir mæta heimamönnum í Þór á sunnudaginn. Stjarnan fær auka dag í hvíld en þeir taka á móti ÍR-ingum á mánudaginn í Garðarbænum. Logi var ekki sáttur eftir tapleik kvöldsins.Vísir/Bára Logi Gunnarsson: Svekktur hvað varnarleikurinn var slakur Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, var ekki sáttur eftir tap liðsins gegn Stjörnunni í kvöld en Njarðvík hékk lengi inn í leiknum. „ Ég er svekktur hvað varnarleikurinn var slakur, þeir skoruðu allt of mikið. Mér fannst þeir geta farið þangað sem þeir vildu á öllum stundum. Þeir eru á undan okkur eins og er, það sést alveg klárlega,“ sagði Logi áður en hann bætti við, „við eigum auðvitað ekki að hleypa þeim í svona hraðan leik, þeir skora of mikið ef þú ferð bara að hlaupa með þeim. Ef þú leyfir þeim það þá verða þeir erfiðir. Við vorum alveg inn í þessum leik en mér fannst þeir alltaf hafa yfirhöndina. Þeir hleyptu okkur ekki alveg að sér, við náum þessu niður í 3 stig í fjórða leikhluta en ekki lengra en það. Varnarleikurinn var ekki góður í dag.“ Heimavallar árangur Njarðvíkur hefur ekki verið góður það sem af er tímabili en liðið hefur bara unnið einn af fjórum leikjum í Ljónagryfjunni en á sama tíma hefur liðið unnið 3/4 útileikja sinna. Logi var spurður hvað væri að klikka á heimavelli. „Áhorfendurnir okkar held ég en ég veit það ekki. Þetta eru góð lið sem við erum að tapa á móti, sérstaklega Keflavík og Stjarnan, sem eru að mínu mati tvö bestu liðinn og okkur vantar talsvert upp á til að ná þeim en ég tel að við getum bætt margt í leik okkar og því lengra sem líður þá komumst við nær þeim. Þetta var samt ekki nógu gott í kvöld, við vorum of langt frá þeim og hleyptum þeim í allt of hraðan leik,“ svaraði Logi. Afar fá smit hafa greinst innanlands síðustu vikuna en Logi vildi ekki setja neinn þrýsting á yfirvöld um að hleypa áhorfendum aftur inn á leikvangi. „Nei ég held við verðum bara bíða þangað til okkur er treyst til að hafa áhorfendur og bara fylgja öllum reglum. Við erum fyrst og fremst ánægðir að fá að spila. Ég held að það sé aðal málið,“ sagði Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan
Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. Í Njarðvík fór fram hörku skemmtilegur körfuboltaleikur milli Njarðvíkur og Stjörnunnar. Fyrsti leikhluti var gífurlega hraður og liðin tvö skiptust á því að setja niður körfur. Svo hraður var leikhlutinn að ef áhorfendur litu frá í stutta stund þá misstu þeir af einhverju spennandi. Aðeins einu sinni í leikhlutanum kom flautukarfa og flestar sóknir kláruðust án þess að helmingur skotklukkunnar var liðinn. Fjórum sinnum varð leikurinn jafn, í 10-10, 11-11, 13-13 og 21-21 en mestur varð munurinn fimm stig þegar kani Stjörnunnar Austin James Brodeur setti boltann niður í stöðunni 23-28. Fór svo að leikhlutinn endaði 25-28, gestunum í vil. Annar leikhluti hófst eins og sá fyrsti spilaðist. Njarðvík jafnaði strax í 28-28 og gerði gott betur og komst aftur tveggja stiga í forystu í 30-28 en liðin skiptust á að eiga forustuna alveg fram að þessu. Leikurinn hélt áfram að vera jafn þangað til annar leikhlutinn var hálfnaður en þá jafnar Rodney Glasgow leikinn í 35-35. Þá er eins og það kvikni á Stjörnu vélinni með prímus mótorinn Ægi Þór Steinarsson fremstan í flokki og gestirnir skora 20 stig gegn 11 frá heimamönnum til að ljúka fyrri hálfleik með stöðuna 46-55. Stjarnan heldur uppteknum hætti í þriðja leikhluta og um miðbik leikhlutans komast gestirnir mest í 17 stiga forskot eftir þrist frá Mirza Sarajlija. Við það vaknar Logi Gunnarsson sem skorar næstu 6 stig leiksins og hægt og rólega skera heimamenn forskot Stjörnunnar niður og Njarðvík vinnur leikhlutinn 27-22. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta var því 73-77. Njarðvík nær mest að minnka muninn milli liðanna í tvö stig í með því að setja niður fyrstu körfuna í upphafi fjórða leikhluta, en nær komust heimamenn ekki. Eftir ákafann og hraðann leik framan af þá var sennilega ekki nóg eftir á tanknum til að minnka muninn meira niður. Lokatölur í Ljónagryfjunni 88-96. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn náðu að stjórna hraða leiksins og var hraðinn í 110% framan af. Ægir Þór var ill viðráðanlegur í kvöld fyrir heimamenn og stýrði hann leiknum vel fyrir gestina með því að opna varnir Njarðvíkur allt of oft í kvöld. Hvað gekk illa? Varnarleikur Njarðvíkur var ekki upp á marga fiska. Stjarnan náði að spila boltanum þvert í gegnum vörn Njarðvíkur of frjálslega. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson var frábær í liði Stjörnunnar. Ægir mataði liðsfélaga sína með stoðsendingum allan leikinn og náði hann alls 11 stoðsendingum af þeim 23 sem Stjarnan gerði í heild í kvöld. Ásamt stoðsendingunum 11 stal hann boltanum 4 sinnum og skoraði 21 stig í körfuna hinu megin. Frábær. Alexander Lindqvist fær einnig lof, en hann var stigahæstur í kvöld með 25 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa eina stoðsendingu. Í liði heimamanna verður að minnast á Jón Arnór Sverrisson en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá gat hann ekki varist Stjörnunni einn síns liðs. Jón Arnór stal boltanum 4 sinnum, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar ásamt því að setja alls niður 15 stig. Jón Arnór endaði leikinn í kvöld með flesta framlagspunkta allra á leikvellinum eða 27 stykki. Það dugði þó ekki til í kvöld gegn sterku liði Stjörnunnar. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar ferðast norður á Akureyri um helgina þar sem þeir mæta heimamönnum í Þór á sunnudaginn. Stjarnan fær auka dag í hvíld en þeir taka á móti ÍR-ingum á mánudaginn í Garðarbænum. Logi var ekki sáttur eftir tapleik kvöldsins.Vísir/Bára Logi Gunnarsson: Svekktur hvað varnarleikurinn var slakur Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, var ekki sáttur eftir tap liðsins gegn Stjörnunni í kvöld en Njarðvík hékk lengi inn í leiknum. „ Ég er svekktur hvað varnarleikurinn var slakur, þeir skoruðu allt of mikið. Mér fannst þeir geta farið þangað sem þeir vildu á öllum stundum. Þeir eru á undan okkur eins og er, það sést alveg klárlega,“ sagði Logi áður en hann bætti við, „við eigum auðvitað ekki að hleypa þeim í svona hraðan leik, þeir skora of mikið ef þú ferð bara að hlaupa með þeim. Ef þú leyfir þeim það þá verða þeir erfiðir. Við vorum alveg inn í þessum leik en mér fannst þeir alltaf hafa yfirhöndina. Þeir hleyptu okkur ekki alveg að sér, við náum þessu niður í 3 stig í fjórða leikhluta en ekki lengra en það. Varnarleikurinn var ekki góður í dag.“ Heimavallar árangur Njarðvíkur hefur ekki verið góður það sem af er tímabili en liðið hefur bara unnið einn af fjórum leikjum í Ljónagryfjunni en á sama tíma hefur liðið unnið 3/4 útileikja sinna. Logi var spurður hvað væri að klikka á heimavelli. „Áhorfendurnir okkar held ég en ég veit það ekki. Þetta eru góð lið sem við erum að tapa á móti, sérstaklega Keflavík og Stjarnan, sem eru að mínu mati tvö bestu liðinn og okkur vantar talsvert upp á til að ná þeim en ég tel að við getum bætt margt í leik okkar og því lengra sem líður þá komumst við nær þeim. Þetta var samt ekki nógu gott í kvöld, við vorum of langt frá þeim og hleyptum þeim í allt of hraðan leik,“ svaraði Logi. Afar fá smit hafa greinst innanlands síðustu vikuna en Logi vildi ekki setja neinn þrýsting á yfirvöld um að hleypa áhorfendum aftur inn á leikvangi. „Nei ég held við verðum bara bíða þangað til okkur er treyst til að hafa áhorfendur og bara fylgja öllum reglum. Við erum fyrst og fremst ánægðir að fá að spila. Ég held að það sé aðal málið,“ sagði Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti