Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 20:30 Gunnar Kristjánsson, prestur, ákvað að halda stafræna minningarathöfn með vinum Henning og Mogens þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um drengina og syrgja þá. AÐSEND Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki. Hann hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum þegar kemur að sáluhjálp. Presturinn Gunnar Kristjánsson er búsettur í Noregi. Hann hélt stafræna minningarathöfn með vinum þeirra Henning og Mogens sem létust í eldsvoðanum í Andøy í Noregi um miðjan janúar. Minningarathöfnin fór fram á „Discord“ en það er forrit þar sem tölvuleikjanotendur hafa samskipti við aðra á netinu. Fimm létu lífið þegar sumarbústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í janúar. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. Þar á meðal voru þeir Mogens Pareli Krogh Hovde og Henning Christian Bang Johansen. Þegar Gunnar var að undirbúa útför drengjanna komst hann að því að þeir höfðu mikinn áhuga á tölvuleikjum. „Þá hugsaði ég með mér að það hlytu að vera fleiri börn þarna úti sem þekktu til hans og okkur ekki tekist að ná til,“ sagði Gunnar í samtali við norska fréttamiðilinn VG. Deildu minningum af drengjunum Tók Gunnar upp á því að reyna að ná til vina drengjanna í gegnum tölvuleikjaheiminn. Hann ákvað að tengjast áðurnefndu forriti, sem er vettvangur hannaður fyrir leikjasamfélög. Í ljós kom að Henning og Mogens áttu marga vini á forritinu. Ákvað Gunnar að halda stafræna minningarathöfn með vinum hinna látnu þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um Henning og Mogens og syrgja þá. Á meðan á minningarathöfninni stóð spilaði Gunnar lög af „Spotify“ lista drengjanna. Sáluhjálp með nýjum leiðum Eftir minningarathöfnina höfðu margir foreldrar samband við Gunnar. „Þeir sögðu mér að drengjunum hefði fundist minningarathöfnin mikilvæg og nálgunin góð. Enginn hefur yfirgefið hópinn enn sem komið er,“ segir Gunnar sem hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum. „Frá sjónarhóli sorgar er þetta eitthvað sem við ættum að nota meira. Ungt fólk í dag er öðruvísi. Það tjáir tilfinningar sína á annan hátt,“ sagði Gunnar. Gunnar var virkur tölvuleikjaspilari á yngri árum. Í samtali við norska fjölmiðilinn VG segir Gunnar tölvuleikjaspil ákveðið samfélag. „Þetta er fyrst og fremst félagsskapur. Þú ert ekki einn þó þú sitjir einn heima hjá þér. Þetta er eins og íþrótt. Leikmennirnir vinna saman,“ sagði Gunnar. Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Presturinn Gunnar Kristjánsson er búsettur í Noregi. Hann hélt stafræna minningarathöfn með vinum þeirra Henning og Mogens sem létust í eldsvoðanum í Andøy í Noregi um miðjan janúar. Minningarathöfnin fór fram á „Discord“ en það er forrit þar sem tölvuleikjanotendur hafa samskipti við aðra á netinu. Fimm létu lífið þegar sumarbústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í janúar. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. Þar á meðal voru þeir Mogens Pareli Krogh Hovde og Henning Christian Bang Johansen. Þegar Gunnar var að undirbúa útför drengjanna komst hann að því að þeir höfðu mikinn áhuga á tölvuleikjum. „Þá hugsaði ég með mér að það hlytu að vera fleiri börn þarna úti sem þekktu til hans og okkur ekki tekist að ná til,“ sagði Gunnar í samtali við norska fréttamiðilinn VG. Deildu minningum af drengjunum Tók Gunnar upp á því að reyna að ná til vina drengjanna í gegnum tölvuleikjaheiminn. Hann ákvað að tengjast áðurnefndu forriti, sem er vettvangur hannaður fyrir leikjasamfélög. Í ljós kom að Henning og Mogens áttu marga vini á forritinu. Ákvað Gunnar að halda stafræna minningarathöfn með vinum hinna látnu þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um Henning og Mogens og syrgja þá. Á meðan á minningarathöfninni stóð spilaði Gunnar lög af „Spotify“ lista drengjanna. Sáluhjálp með nýjum leiðum Eftir minningarathöfnina höfðu margir foreldrar samband við Gunnar. „Þeir sögðu mér að drengjunum hefði fundist minningarathöfnin mikilvæg og nálgunin góð. Enginn hefur yfirgefið hópinn enn sem komið er,“ segir Gunnar sem hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum. „Frá sjónarhóli sorgar er þetta eitthvað sem við ættum að nota meira. Ungt fólk í dag er öðruvísi. Það tjáir tilfinningar sína á annan hátt,“ sagði Gunnar. Gunnar var virkur tölvuleikjaspilari á yngri árum. Í samtali við norska fjölmiðilinn VG segir Gunnar tölvuleikjaspil ákveðið samfélag. „Þetta er fyrst og fremst félagsskapur. Þú ert ekki einn þó þú sitjir einn heima hjá þér. Þetta er eins og íþrótt. Leikmennirnir vinna saman,“ sagði Gunnar.
Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira