Borgarstjórn tekur ákvörðun um dýraþjónustu í borginni Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 13:34 Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn mun taka ákvörðun um fyrirkomulag vegna dýraþjónustu í Reykjavík. Starfshópur leggur til að þjónusta við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Athugasemd ritstjórnar: Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu, sem sjá má í heild að neðan, þess efnis að borgarráð hefði samþykkt tillögur starfshópsins. Vísir greindi frá tíðindunum og vísaði í tilkynninguna. Sú tilkynning var leiðrétt hálftíma síðar. Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, segist í samtali við Vísi hafa verið of fljót á sér og sent tilkynninguna fyrir mistök. Borgarráð hafi ekki samþykkt tillöguna heldur vísað henni til borgarstjórnar sem taki málið til skoðunar. Tilkynningin sem send var fyrir mistök Borgarráð hefur samþykkt að starfsemi borgarinnar vegna þjónustu við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem heyrir undir íþrótta- og tómstundasvið borgarinnar. Þetta þýðir m.a. að Hundaeftirlit Reykjavíkur verður lagt niður og málefni katta verða einnig flutt frá meindýraeftirliti til DÝR. Auka á fræðslu- og kynningarstarf um dýrahald í þéttbýli og velferð dýra. Einnig á að huga að dýraumferð við hönnun göngu- og hjólastíga. Endurskoða á samþykkt um dýrahald og koma skráningum vegna þeirra á rafrænt form. Þá verður gert ráð fyrir því að gjaldskrá vegna skráningu hunda muni lækka vegna breyttra aðferða við skráningu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hundagerða fyrir átta milljónir króna, þar af fara tvær milljónir króna í leiktæki og sex milljónir króna í stækkun og bætingu hundasvæða borgarinnar. Niðurstaða starfshóps, sem vann að tillögum að verkaskiptingu ásamt innleiðingaráætlun, er sú að með því að færa alla starfsemi yfir til Fjölskyldu- og húsdýragarðs verði öll þjónustu við dýrin hagkvæmari og einfaldari. Þess er vænst að með breytingunum fjölgi skráningum dýra með breyttu verklagi. Gert er ráð fyrir að fjölgun skráninga taki tíma og því þarf viðbótarfjárheimild. Beinn kostnaðarauki vegna breytinga er áætlaður sex milljónir króna vegna nýs styrktarsjóðs og fræðslu- og kynningarmála. Félagasamtök og aðrir sem láta sig dýravelferð máli skipta geta sótt um styrki í nýjan styrktarsjóð. Að lokum er rétt að benda á málefni stærri húsdýra líkt og hesta, sauðfjár og nautgripa verða áfram á umhverfis- og skipulagssviði. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Gæludýr Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Athugasemd ritstjórnar: Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu, sem sjá má í heild að neðan, þess efnis að borgarráð hefði samþykkt tillögur starfshópsins. Vísir greindi frá tíðindunum og vísaði í tilkynninguna. Sú tilkynning var leiðrétt hálftíma síðar. Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, segist í samtali við Vísi hafa verið of fljót á sér og sent tilkynninguna fyrir mistök. Borgarráð hafi ekki samþykkt tillöguna heldur vísað henni til borgarstjórnar sem taki málið til skoðunar. Tilkynningin sem send var fyrir mistök Borgarráð hefur samþykkt að starfsemi borgarinnar vegna þjónustu við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem heyrir undir íþrótta- og tómstundasvið borgarinnar. Þetta þýðir m.a. að Hundaeftirlit Reykjavíkur verður lagt niður og málefni katta verða einnig flutt frá meindýraeftirliti til DÝR. Auka á fræðslu- og kynningarstarf um dýrahald í þéttbýli og velferð dýra. Einnig á að huga að dýraumferð við hönnun göngu- og hjólastíga. Endurskoða á samþykkt um dýrahald og koma skráningum vegna þeirra á rafrænt form. Þá verður gert ráð fyrir því að gjaldskrá vegna skráningu hunda muni lækka vegna breyttra aðferða við skráningu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hundagerða fyrir átta milljónir króna, þar af fara tvær milljónir króna í leiktæki og sex milljónir króna í stækkun og bætingu hundasvæða borgarinnar. Niðurstaða starfshóps, sem vann að tillögum að verkaskiptingu ásamt innleiðingaráætlun, er sú að með því að færa alla starfsemi yfir til Fjölskyldu- og húsdýragarðs verði öll þjónustu við dýrin hagkvæmari og einfaldari. Þess er vænst að með breytingunum fjölgi skráningum dýra með breyttu verklagi. Gert er ráð fyrir að fjölgun skráninga taki tíma og því þarf viðbótarfjárheimild. Beinn kostnaðarauki vegna breytinga er áætlaður sex milljónir króna vegna nýs styrktarsjóðs og fræðslu- og kynningarmála. Félagasamtök og aðrir sem láta sig dýravelferð máli skipta geta sótt um styrki í nýjan styrktarsjóð. Að lokum er rétt að benda á málefni stærri húsdýra líkt og hesta, sauðfjár og nautgripa verða áfram á umhverfis- og skipulagssviði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynningin sem send var fyrir mistök Borgarráð hefur samþykkt að starfsemi borgarinnar vegna þjónustu við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem heyrir undir íþrótta- og tómstundasvið borgarinnar. Þetta þýðir m.a. að Hundaeftirlit Reykjavíkur verður lagt niður og málefni katta verða einnig flutt frá meindýraeftirliti til DÝR. Auka á fræðslu- og kynningarstarf um dýrahald í þéttbýli og velferð dýra. Einnig á að huga að dýraumferð við hönnun göngu- og hjólastíga. Endurskoða á samþykkt um dýrahald og koma skráningum vegna þeirra á rafrænt form. Þá verður gert ráð fyrir því að gjaldskrá vegna skráningu hunda muni lækka vegna breyttra aðferða við skráningu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hundagerða fyrir átta milljónir króna, þar af fara tvær milljónir króna í leiktæki og sex milljónir króna í stækkun og bætingu hundasvæða borgarinnar. Niðurstaða starfshóps, sem vann að tillögum að verkaskiptingu ásamt innleiðingaráætlun, er sú að með því að færa alla starfsemi yfir til Fjölskyldu- og húsdýragarðs verði öll þjónustu við dýrin hagkvæmari og einfaldari. Þess er vænst að með breytingunum fjölgi skráningum dýra með breyttu verklagi. Gert er ráð fyrir að fjölgun skráninga taki tíma og því þarf viðbótarfjárheimild. Beinn kostnaðarauki vegna breytinga er áætlaður sex milljónir króna vegna nýs styrktarsjóðs og fræðslu- og kynningarmála. Félagasamtök og aðrir sem láta sig dýravelferð máli skipta geta sótt um styrki í nýjan styrktarsjóð. Að lokum er rétt að benda á málefni stærri húsdýra líkt og hesta, sauðfjár og nautgripa verða áfram á umhverfis- og skipulagssviði.
Reykjavík Borgarstjórn Gæludýr Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira