Um sex klukkustundum síðar, rétt fyrir klukkan þrjú í nótt, var sami maður grunaður um að hafa stolið tveimur pokum af humri í annarri verslun í póstnúmeri 108.
Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var svo tilkynnt um þjófnað á tösku í Grafarvogi, en í töskunni var meðal annars fartölva. Rúmlega tveimur klukkustundum síðar var maður sem var með töskuna í sínum fórum handtekinn og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.
Á tólfta tímanum var lögregla kölluð til eftir að kona var sögð hafa stolið snyrtivörum í Garðabæ. Var hún látin laus að lokinni skýrslutöku.