Allar tiltækar bjargir notaðar við leitina Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2021 13:45 Umfangsmikil leit stendur nú yfir að John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan. Samsett Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur nú til meðferðar mál fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað er í Pakistan og er starfsfólk borgaraþjónustunnar í sambandi við fjölskyldu hans. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að allt kapp sé lagt á að John Snorri finnist sem allra fyrst og að íslensk og pakistönsk stjórnvöld eigi í góðri samvinnu í því skyni. Síðast sást til Johns og samferðamanna hans Ali Sapara og Pablo Mohr klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma en þeir lögðu á stað upp K2 í fyrrakvöld. „Utanríkisráðuneyti Íslands og Pakistans eiga í samskiptum með milligöngu sendiráða ríkjanna í Ósló. Þá hafa íslensk stjórnvöld verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan, sem stýra leitinni, og lögregluyfirvöld ríkjanna eiga jafnframt í beinum samskiptum vegna málsins,“ segir í tilkynningu. Að sögn ráðuneytisins hafa yfirvöld í Pakistan fullvissað íslensk stjórnvöld um að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að finna John Snorra og samferðamenn hans og til þess séu allar tiltækar bjargir notaðar. Reyna að ná sambandi við gervihnattasíma Embætti ríkislögreglustjóra hefur staðfest við fréttastofu að alþjóðadeild embættisins aðstoði sömuleiðis við leitina en lögreglan hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um aðkomu hennar að málinu. Gestur Pétursson, vinur John Snorra, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að íslenska lögreglan hafi meðal annars reynt að fá upplýsingar frá gervihnattasímafyrirtæki sem þjónustar símtæki John Snorra og félaga. Gestur sagði jafnframt að íslenska utanríkisþjónustan hafi reynst aðstandendum fjallagarpsins mjög vel og veitt fjölskyldunni góðan stuðning. Tvær þyrlur pakistanska hersins flugu yfir svæðið í morgun og viðbótarmannskapur hefur verið sendur í grunnbúðir á fjallinu í tengslum við leitina. Leit þyrlanna bar ekki árangur í morgun. Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum eftir að súrefnisbúnaður hans bilaði, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Verið á svæðinu frá því í nóvember John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Hann ætlaði einnig að verða sá fyrsti til að klífa það að vetri til og hefur verið á svæðinu síðan í nóvember við undirbúning. Annar hópur náði þó þeim áfanga í janúar að vera á undan John Snorra og félögum og var þar með sá fyrsti til að komast á toppinn að vetrarlagi. Er þetta nú önnur atlaga Johns að fjallinu að vetri til en hann varð frá að hverfa í janúar vegna veðurs. Fréttin hefur verið uppfærð. Nepal Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. 6. febrúar 2021 11:35 Leit hersins á K2 bar ekki árangur Þyrlur pakistanska hersins fundu ekkert í leitarferð sinni nú í morgun. Þyrlurnar voru kallaðar út eftir að ekkert hafði spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans, en þær flugu hæst í um það bil sjö þúsund metra hæð áður en þær sneru aftur til borgarinnar Skardu í Pakistan. 6. febrúar 2021 09:47 Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29 Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að allt kapp sé lagt á að John Snorri finnist sem allra fyrst og að íslensk og pakistönsk stjórnvöld eigi í góðri samvinnu í því skyni. Síðast sást til Johns og samferðamanna hans Ali Sapara og Pablo Mohr klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma en þeir lögðu á stað upp K2 í fyrrakvöld. „Utanríkisráðuneyti Íslands og Pakistans eiga í samskiptum með milligöngu sendiráða ríkjanna í Ósló. Þá hafa íslensk stjórnvöld verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan, sem stýra leitinni, og lögregluyfirvöld ríkjanna eiga jafnframt í beinum samskiptum vegna málsins,“ segir í tilkynningu. Að sögn ráðuneytisins hafa yfirvöld í Pakistan fullvissað íslensk stjórnvöld um að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að finna John Snorra og samferðamenn hans og til þess séu allar tiltækar bjargir notaðar. Reyna að ná sambandi við gervihnattasíma Embætti ríkislögreglustjóra hefur staðfest við fréttastofu að alþjóðadeild embættisins aðstoði sömuleiðis við leitina en lögreglan hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um aðkomu hennar að málinu. Gestur Pétursson, vinur John Snorra, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að íslenska lögreglan hafi meðal annars reynt að fá upplýsingar frá gervihnattasímafyrirtæki sem þjónustar símtæki John Snorra og félaga. Gestur sagði jafnframt að íslenska utanríkisþjónustan hafi reynst aðstandendum fjallagarpsins mjög vel og veitt fjölskyldunni góðan stuðning. Tvær þyrlur pakistanska hersins flugu yfir svæðið í morgun og viðbótarmannskapur hefur verið sendur í grunnbúðir á fjallinu í tengslum við leitina. Leit þyrlanna bar ekki árangur í morgun. Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum eftir að súrefnisbúnaður hans bilaði, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Verið á svæðinu frá því í nóvember John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Hann ætlaði einnig að verða sá fyrsti til að klífa það að vetri til og hefur verið á svæðinu síðan í nóvember við undirbúning. Annar hópur náði þó þeim áfanga í janúar að vera á undan John Snorra og félögum og var þar með sá fyrsti til að komast á toppinn að vetrarlagi. Er þetta nú önnur atlaga Johns að fjallinu að vetri til en hann varð frá að hverfa í janúar vegna veðurs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nepal Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. 6. febrúar 2021 11:35 Leit hersins á K2 bar ekki árangur Þyrlur pakistanska hersins fundu ekkert í leitarferð sinni nú í morgun. Þyrlurnar voru kallaðar út eftir að ekkert hafði spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans, en þær flugu hæst í um það bil sjö þúsund metra hæð áður en þær sneru aftur til borgarinnar Skardu í Pakistan. 6. febrúar 2021 09:47 Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29 Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. 6. febrúar 2021 11:35
Leit hersins á K2 bar ekki árangur Þyrlur pakistanska hersins fundu ekkert í leitarferð sinni nú í morgun. Þyrlurnar voru kallaðar út eftir að ekkert hafði spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans, en þær flugu hæst í um það bil sjö þúsund metra hæð áður en þær sneru aftur til borgarinnar Skardu í Pakistan. 6. febrúar 2021 09:47
Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29
Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41