Róbert sækist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna Eiður Þór Árnason skrifar 7. febrúar 2021 22:40 Róbert Marshall hefur nokkra reynslu af þingstörfum. Vísir/vilhelm Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í september. Þetta tilkynnti hann í myndbandi á Facebook-síðu sinni fyrr í dag sem var sent út frá Holtavörðuheiði. Tæpar tvær vikur eru frá því að Róbert staðfesti í samtali við Vísi að hann íhugaði að bjóða sig fram í forvali flokksins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk einungis eitt þingsæti í kjördæminu í síðustu alþingkosningum. „Listanum væri svo sannarlega sómi að því að hafa þau í oddvitasæti líka. Ég er ekki að keppa við þau. Ég er í rauninni bara að gefa kost á því að ég sé valinn þarna til að leiða listann,“ segir Róbert í tilkynningu sinni. Ari Trausti Guðmundsson, eini þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi tilkynnti í nóvember að hann ætlaði ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Setið á þingi fyrir tvo flokka Róbert hyggst fara í launalaust leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar þegar framboðsfrestur í forvalinu rennur út þann 8. mars og bætir við að hann muni væntanlega hætta störfum þar fljótlega ef hann verður valinn oddviti í kjördæminu. Róbert hefur nokkra reynslu af þingstörfum og átti sæti á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð árin 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins. Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um lengi í fjölmiðlum og var svo aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Þetta tilkynnti hann í myndbandi á Facebook-síðu sinni fyrr í dag sem var sent út frá Holtavörðuheiði. Tæpar tvær vikur eru frá því að Róbert staðfesti í samtali við Vísi að hann íhugaði að bjóða sig fram í forvali flokksins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk einungis eitt þingsæti í kjördæminu í síðustu alþingkosningum. „Listanum væri svo sannarlega sómi að því að hafa þau í oddvitasæti líka. Ég er ekki að keppa við þau. Ég er í rauninni bara að gefa kost á því að ég sé valinn þarna til að leiða listann,“ segir Róbert í tilkynningu sinni. Ari Trausti Guðmundsson, eini þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi tilkynnti í nóvember að hann ætlaði ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Setið á þingi fyrir tvo flokka Róbert hyggst fara í launalaust leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar þegar framboðsfrestur í forvalinu rennur út þann 8. mars og bætir við að hann muni væntanlega hætta störfum þar fljótlega ef hann verður valinn oddviti í kjördæminu. Róbert hefur nokkra reynslu af þingstörfum og átti sæti á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð árin 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins. Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um lengi í fjölmiðlum og var svo aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira