Manchester City hefði getað komist yfir í fyrri hálfleiknum en Ilkay Gundogan skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Þetta var þriðja vítaklúðrið á móti Liverpool á síðustu árum.
Manchester City skoraði fjögur mörk í seinni hálfleiknum og náði fimms stiga forskoti á Manchester United á toppi deildarinnar. City er nú tíu stigum á undan Liverpool og á að auki einn leik til góða á ríkjandi Englandsmeistara.
Pep Guardiola claims goalkeeper Ederson may take Man City's next penaltyhttps://t.co/ftAsTK0eXR pic.twitter.com/83UQ3Iw8WL
— Mirror Football (@MirrorFootball) February 7, 2021
Guardiola var spurður út í vítaspyrnurnar eftir leikinn en liðið er aðeins með fimmtíu prósent vítanýtingu á tímabilinu.
„Þetta er vandamál hjá okkur. Það mikilvægasta er að við megum ekki klikka á þessum vítaspyrnum og þá skiptir engu máli hver vítaskyttan er,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn.
„Eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að hugsa um að láta Ederson taka víti. Hann gæti verið næsta vítaskyttan hjá okkur,“ sagði Guardiola.
Ederson er eins og flestir vita markvörður Manchester City liðsins en hann er spyrnumaður góður og hefur sjálfur talað um það að hann sé besta vítaskyttan í City liðinu.
Pep Guardiola on penalty woes:
— Man City Report (@cityreport_) February 7, 2021
"Maybe I am going to think about Ederson taking it the next time." pic.twitter.com/576b9I8jju
„Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þrjú stig til viðbótar í safnið en ég var ánægður með hvernig liðið brást við því að klikka bæði á vítaspyrnu og að fá á sig mark. Það skipti öllu máli,“ sagði Guardiola
„Þetta var mikilvægur sigur en við erum enn í febrúar. Auðvitað er fimm stiga forskot mikið núna og það ætti að fara lang með að tryggja okkur Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það er líka stórkostlegt að ná að vinna tíu leiki í röð,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn.