Segir auðlindaákvæðistillögu „eins og að setja upp reykskynjara án battería“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 10:43 Þorgerður Katrín og Sigmundur Davíð segja það umhugsunarefni að ekki sé breið samstaða um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur á þingi. Vísir Formenn Viðreisnar og Miðflokksins segja ýmislegt við stjórnarskrárbreytingatillögur Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem hún hefur lagt fram á þingi, óljóst. Þau telja það bæði varhugavert að tillögurnar séu ekki lagðar fram í sátt eða breiðri samstöðu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hefur ein lagt fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð er til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Víglínunni á Stöð 2 í gær og ræddu þau meðal annars frumvarp Katrínar. Þau lýstu bæði yfir áhyggjum yfir því að frumvarpið sé lagt fram sem þingmannafrumvarp og að ekki hafi náðst sátt um málið. „Í upphafi var strax sagt „þetta verður sett fram í sátt eða í mjög breiðri samstöðu“ og það er ekki breið samstaða,“ sagði Þorgerður. „Eðli málsins samkvæmt þarf hún að vera plagg sem meira og minna allir sætta sig við sem grundvallarreglur samfélagsins, ekki bara enn eitt málið sem er hápólitískt og við tökum frá kjörtímabili til kjörtímabils,“ sagði Sigmundur en hann benti á að varasamt sé að færa stjórnarskrána inn í pólitískar deilur hversdagsins. Hann segir það ekki að ástæðulausu að í gegn um tíðina hafi menn reynt að ná samstöðu um mál er vörðuðu stjórnarskrána. „Eins og að setja upp reykskynjara án battería“ Þrátt fyrir vangaveltur um það hvernig staðið hefur verið að frumvarpinu sagðist Þorgerður Katrín jákvæð og bjartsýn fyrir lang flestum breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu, meðal annars umhverfisákvæði og ákvæði um verndun íslenskunnar. Hún sé hins vegar mjög ósátt með auðlindaákvæðið sem lagt hafi verið fram. „Ef að þingið skuldar þjóðinni eitthvað þá er það að koma heiðarlega fram. Og hér er verið að setja fram auðlindaákvæði sem ég set mikla varnagla við. Ég hef lýst þessu þannig að forsætisráðherra, því það eru falleg orð þarna, þjóðareign mér finnst það fallegt orð, en það verður þá að hafa inntak. Það verður að vera virkt þjóðareignarákvæði, ekki óvirkt eins og forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna er að kynna,“ sagði Þorgerður. Hún segist hafa lýst ákvæðinu þannig að ákvæðið láti þjóðina finna fyrir einhverri öryggistilfinningu um að hún hafi yfirráð yfir auðlindum sínum en hún hafi það í rauninni ekki. „Það er verið að boða það að setja upp reykskynjara út um allt hús, bara án battería.“ Sigmundur tekur undir það að orðalagið sé ekki nógu skýrt, sem sé nauðsynlegt þegar um stjórnarskrá er að ræða. „Stjórnarskráin þarf að vera skýr. Skýrar grundvallarreglur fyrir samfélagið til þess fallnar að draga úr óvissu, ekki að ýta undir óvissu,“ sagði hann. Víglínan Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. 3. febrúar 2021 16:29 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí Alþingi kemur saman til funda á ný í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15. Á dagskránni eru óundirbúnar fyrirspurnir, beiðni frá Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanni Pírata, um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um starfsemi Vegagerðarinnar og þá flytur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 18. janúar 2021 06:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hefur ein lagt fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð er til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Víglínunni á Stöð 2 í gær og ræddu þau meðal annars frumvarp Katrínar. Þau lýstu bæði yfir áhyggjum yfir því að frumvarpið sé lagt fram sem þingmannafrumvarp og að ekki hafi náðst sátt um málið. „Í upphafi var strax sagt „þetta verður sett fram í sátt eða í mjög breiðri samstöðu“ og það er ekki breið samstaða,“ sagði Þorgerður. „Eðli málsins samkvæmt þarf hún að vera plagg sem meira og minna allir sætta sig við sem grundvallarreglur samfélagsins, ekki bara enn eitt málið sem er hápólitískt og við tökum frá kjörtímabili til kjörtímabils,“ sagði Sigmundur en hann benti á að varasamt sé að færa stjórnarskrána inn í pólitískar deilur hversdagsins. Hann segir það ekki að ástæðulausu að í gegn um tíðina hafi menn reynt að ná samstöðu um mál er vörðuðu stjórnarskrána. „Eins og að setja upp reykskynjara án battería“ Þrátt fyrir vangaveltur um það hvernig staðið hefur verið að frumvarpinu sagðist Þorgerður Katrín jákvæð og bjartsýn fyrir lang flestum breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu, meðal annars umhverfisákvæði og ákvæði um verndun íslenskunnar. Hún sé hins vegar mjög ósátt með auðlindaákvæðið sem lagt hafi verið fram. „Ef að þingið skuldar þjóðinni eitthvað þá er það að koma heiðarlega fram. Og hér er verið að setja fram auðlindaákvæði sem ég set mikla varnagla við. Ég hef lýst þessu þannig að forsætisráðherra, því það eru falleg orð þarna, þjóðareign mér finnst það fallegt orð, en það verður þá að hafa inntak. Það verður að vera virkt þjóðareignarákvæði, ekki óvirkt eins og forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna er að kynna,“ sagði Þorgerður. Hún segist hafa lýst ákvæðinu þannig að ákvæðið láti þjóðina finna fyrir einhverri öryggistilfinningu um að hún hafi yfirráð yfir auðlindum sínum en hún hafi það í rauninni ekki. „Það er verið að boða það að setja upp reykskynjara út um allt hús, bara án battería.“ Sigmundur tekur undir það að orðalagið sé ekki nógu skýrt, sem sé nauðsynlegt þegar um stjórnarskrá er að ræða. „Stjórnarskráin þarf að vera skýr. Skýrar grundvallarreglur fyrir samfélagið til þess fallnar að draga úr óvissu, ekki að ýta undir óvissu,“ sagði hann.
Víglínan Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. 3. febrúar 2021 16:29 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí Alþingi kemur saman til funda á ný í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15. Á dagskránni eru óundirbúnar fyrirspurnir, beiðni frá Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanni Pírata, um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um starfsemi Vegagerðarinnar og þá flytur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 18. janúar 2021 06:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. 3. febrúar 2021 16:29
Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21
Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí Alþingi kemur saman til funda á ný í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15. Á dagskránni eru óundirbúnar fyrirspurnir, beiðni frá Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanni Pírata, um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um starfsemi Vegagerðarinnar og þá flytur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 18. janúar 2021 06:37