NBA dagins: Þrjú lið eru aðeins að hrista upp í hlutunum í Vesturdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 16:00 Chris Paul og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns í vegg og veltu en Paul hefur enn á ný komið til liðs og kennt mönnum að vinna. AP/Matt York Utah Jazz, Phoenix Suns og Sacramento Kings hafa öll komið talsvert á óvart á þessu NBA tímabilið og þau unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Utah Jazz er með bestan árangur í allri deildinni eftir fimmtánda sigur sinn í síðustu sextán leikjum. Utah liðið hefur unnið 19 af 24 leikjum sínum og er með 79 prósent sigurhlutfall. Utah vann 103-95 útisigur á Indiana Pacers í nótt þar sem Donovan Mitchell var einu frákasti frá þrennunni en hann var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Chris Paul hefur enn á ný umbreytt liði með komu sinni en Phoenix Suns er að gera miklu betri hluti en flestir bjuggust við. Suns liðið vann 100-91 sigur á Boston Celtics í nótt sem var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Mikal Bridges var stigahæstur í jöfnu Suns liði með 19 stig, Devin Booker var með 18 stig og 11 stoðsendingar, Cam Johnson kom með 17 stig af bekknum og Deandre Ayton skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 23 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento Kings er síðan með ungt og spennandi lið sem hefur verið að minna á sig að undanförnu og sýndi margt með því að vinna bæði Denver Nuggets og LA Clippers um helgina. Kings liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall. Sacramento Kings hefur nú unnið sjö af átta leikjum sínum síðan að að liðið tapaði með nítján stigum á móti Clippers 20. janúar síðastliðinn. De'Aaron Fox var með 36 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Buddy Hield skoraði 22 stig og nýliðinn Tyrese Haliburton kom með 13 stig og 6 stoðsendingar inn af bekknum. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá sigurleikjum þessara þriggja áhugaverðu spútnikliða deildarinnar auk bestu tilþrifa næturinnar í NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 7. febrúar 2021) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Utah Jazz er með bestan árangur í allri deildinni eftir fimmtánda sigur sinn í síðustu sextán leikjum. Utah liðið hefur unnið 19 af 24 leikjum sínum og er með 79 prósent sigurhlutfall. Utah vann 103-95 útisigur á Indiana Pacers í nótt þar sem Donovan Mitchell var einu frákasti frá þrennunni en hann var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Chris Paul hefur enn á ný umbreytt liði með komu sinni en Phoenix Suns er að gera miklu betri hluti en flestir bjuggust við. Suns liðið vann 100-91 sigur á Boston Celtics í nótt sem var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Mikal Bridges var stigahæstur í jöfnu Suns liði með 19 stig, Devin Booker var með 18 stig og 11 stoðsendingar, Cam Johnson kom með 17 stig af bekknum og Deandre Ayton skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 23 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento Kings er síðan með ungt og spennandi lið sem hefur verið að minna á sig að undanförnu og sýndi margt með því að vinna bæði Denver Nuggets og LA Clippers um helgina. Kings liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall. Sacramento Kings hefur nú unnið sjö af átta leikjum sínum síðan að að liðið tapaði með nítján stigum á móti Clippers 20. janúar síðastliðinn. De'Aaron Fox var með 36 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Buddy Hield skoraði 22 stig og nýliðinn Tyrese Haliburton kom með 13 stig og 6 stoðsendingar inn af bekknum. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá sigurleikjum þessara þriggja áhugaverðu spútnikliða deildarinnar auk bestu tilþrifa næturinnar í NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 7. febrúar 2021) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira