Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Já Júlíus Viggó Ólafsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson skrifa 9. febrúar 2021 08:00 „Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Þorsteinn stýrir Instagram aðgangi sem nefnist Karlmennskan og hefur rúmlega 17.000 fylgjendur. Stór hluti fylgjenda hans eru ungmenni og hefur Instagram reikningur hans verið styrktur af Jafnréttissjóði Íslands, það liggur því í augum uppi að ábyrgð hans í upplýsingaveitu er gríðarleg. Í þessum pistli sínum vitnar hann ekki í heimildir máli sínu til stuðnings. Mikilvægt er að fara yfir niðurstöður úr rannsóknum og þá tölfræði sem liggur fyrir um íslenska menntakerfið þegar fullyrðingum sem þessari er fleygt fram. Samkvæmt niðurstöðum PISA þá geta 34.2% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) þá finnst íslenskum strákum þeir fá minni stuðning frá kennurum sínum heldur en íslenskum stúlkum finnst þær fá. Karlkyns nemendur eru aðeins 32% af nýskráðum nemendum í Háskóla Íslands og hefur þetta hlutfall farið markvisst lækkandi á síðustu árum. Vert er að benda á að innritunarstig kvenna í Háskóla Íslands er á pari við önnur OECD lönd en innritunarstig karla á Íslandi er tíu prósentustigum lægra en meðaltal OECD landanna. Þetta er samkvæmt samantekt úr Education at Glance, skýrslu OECD frá árinu 2018, en þar kemur einnig fram að 24% karla á aldrinum 25 - 34 ára hafi ekki lokið framhaldsskólamenntun, en hlutfallið er 15% meðal kvenna á Íslandi, sem er þrefalt hærri kynjamunur en hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nú þegar tölurnar liggja fyrir þá er mikilvægt að lyfta samfélagsumræðunni um þetta mál á hærra plan. Óumdeilanlegt er að hér er um að ræða eitt stærsta vandamál sem steðjar að menntakerfi okkar Íslendinga. Ákjósanlegasta leiðin við að takast á við þetta vandamál ætti að vera með þeim hætti að fólk festi sig ekki í pólitískum skotgröfum heldur fari að vinna saman í leit að lausnum. Það að við séum loksins farin að ræða þann vanda að einn af hverjum þremur drengjum geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og það að einn af hverjum fjórum körlum á aldrinum 25-34 ára hafi ekki útskrifast úr framhaldsskóla þýðir ekki að verið sé að gera lítið úr umræðunni um slæma líðan stúlkna í samfélaginu. Við getum aukið umræðuna um stöðu drengja í menntakerfinu án þess að draga úr umræðunni um stúlkur. Þetta vandamál er raunverulegt, það er mælanlegt og sá sem efast um þetta gerist sekur um að hafna þeim virtu- og mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið um þetta mál. Við ættum öll að láta okkur málið varða, viðurkenna vandann og stefna að því að laga hann sem fyrst. Júlíus Viggó Ólafsson er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hermann Nökkvi Gunnarsson er formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
„Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Þorsteinn stýrir Instagram aðgangi sem nefnist Karlmennskan og hefur rúmlega 17.000 fylgjendur. Stór hluti fylgjenda hans eru ungmenni og hefur Instagram reikningur hans verið styrktur af Jafnréttissjóði Íslands, það liggur því í augum uppi að ábyrgð hans í upplýsingaveitu er gríðarleg. Í þessum pistli sínum vitnar hann ekki í heimildir máli sínu til stuðnings. Mikilvægt er að fara yfir niðurstöður úr rannsóknum og þá tölfræði sem liggur fyrir um íslenska menntakerfið þegar fullyrðingum sem þessari er fleygt fram. Samkvæmt niðurstöðum PISA þá geta 34.2% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) þá finnst íslenskum strákum þeir fá minni stuðning frá kennurum sínum heldur en íslenskum stúlkum finnst þær fá. Karlkyns nemendur eru aðeins 32% af nýskráðum nemendum í Háskóla Íslands og hefur þetta hlutfall farið markvisst lækkandi á síðustu árum. Vert er að benda á að innritunarstig kvenna í Háskóla Íslands er á pari við önnur OECD lönd en innritunarstig karla á Íslandi er tíu prósentustigum lægra en meðaltal OECD landanna. Þetta er samkvæmt samantekt úr Education at Glance, skýrslu OECD frá árinu 2018, en þar kemur einnig fram að 24% karla á aldrinum 25 - 34 ára hafi ekki lokið framhaldsskólamenntun, en hlutfallið er 15% meðal kvenna á Íslandi, sem er þrefalt hærri kynjamunur en hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nú þegar tölurnar liggja fyrir þá er mikilvægt að lyfta samfélagsumræðunni um þetta mál á hærra plan. Óumdeilanlegt er að hér er um að ræða eitt stærsta vandamál sem steðjar að menntakerfi okkar Íslendinga. Ákjósanlegasta leiðin við að takast á við þetta vandamál ætti að vera með þeim hætti að fólk festi sig ekki í pólitískum skotgröfum heldur fari að vinna saman í leit að lausnum. Það að við séum loksins farin að ræða þann vanda að einn af hverjum þremur drengjum geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og það að einn af hverjum fjórum körlum á aldrinum 25-34 ára hafi ekki útskrifast úr framhaldsskóla þýðir ekki að verið sé að gera lítið úr umræðunni um slæma líðan stúlkna í samfélaginu. Við getum aukið umræðuna um stöðu drengja í menntakerfinu án þess að draga úr umræðunni um stúlkur. Þetta vandamál er raunverulegt, það er mælanlegt og sá sem efast um þetta gerist sekur um að hafna þeim virtu- og mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið um þetta mál. Við ættum öll að láta okkur málið varða, viðurkenna vandann og stefna að því að laga hann sem fyrst. Júlíus Viggó Ólafsson er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hermann Nökkvi Gunnarsson er formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun