ICE óhlýðnast Biden og flytur börn í upplausnarástand á Haítí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2021 09:05 Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda, sem vilja forsetann frá. epa/Jean Marc Herve Abelard Bandaríska löggæslustofnunin sem sér um að framfylgja ákvörðunum í útlendingamálum sætir nú mikilli gagnrýni fyrir að hafa flogið með að minnsta kosti 22 börn til Haítí, þvert á yfirlýstan vilja bandarískra stjórnvalda. Stofnunin, kölluð ICE í daglegu tali, virðist komin í hálfgert stríð við ríkisstjórn Joe Biden, sem hyggst láta af harðneskjulegum aðgerðum forvera síns í útlendingamálum. Þannig voru brottvísanirnar í gær þvert á nýútgefna fyrirskipun forsetans um að senda aðeins úr landi þá sem grunaðir eru um hryðjuverk og hættulega dæmda glæpamenn. Brottflutningur fólks til Haítí var stöðvaður á föstudag en í gær voru engu að síður 72 einstaklingar, þar af 21 barn og tveggja mánaða gamalt ungabarn, sendir þangað af ICE. Um var að ræða tvær vélar sem fóru frá Laredo í Texas til Port-au-Prince. „Ég veit ekki hvað er í gangi á milli ICE og Biden-stjórnarinnar en við vitum hvað þarf að gerast: Það verður að stöðva brottflutningana,“ hefur Guardian eftir Guerline Jozef, framkvæmdastjóra samtakanna Haitian Bridge Alliance. Verið að senda „varnarlaus börn inn í brennandi húsið“ Verulegar áhyggjur eru uppi um öryggi barnanna vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir á Haítí en þar deila forsetinn og andstæðingar hans um hvenær kjörtímabili hans á að ljúka. Mótmælendur segja að hann hefði átt að láta af völdum 7. febrúar en forsetinn, Jovenel Moise, hyggst sitja sem fastast ár í viðbót. Ríkisstjórn Biden hefur lýst yfir stuðningi við Moise. Jozef segir ekki óhætt að endursenda börn til Haítí einst og ástandið er. „Ég óttast um börnin, sem verið er að senda inn í hringiðu uppreisnar. Þetta er eins og ef hús væri að brenna og í stað þess að bjarga fólki út öryggisins vegna þá séu Bandaríkin að senda varnarlaus börn inn í brennandi húsið.“ Biden hefur heitið því að sýna meiri mannúð í málefnum útlendinga en Donald Trump. Daginn áður en síðarnefndi yfirgaf Hvíta húsið var maður fluttur frá Bandaríkjunum til Haítí sem var hvorki ríkisborgari landsins né hafði nokkurn tímann komið þangað. Bandaríkin Joe Biden Haítí Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Stofnunin, kölluð ICE í daglegu tali, virðist komin í hálfgert stríð við ríkisstjórn Joe Biden, sem hyggst láta af harðneskjulegum aðgerðum forvera síns í útlendingamálum. Þannig voru brottvísanirnar í gær þvert á nýútgefna fyrirskipun forsetans um að senda aðeins úr landi þá sem grunaðir eru um hryðjuverk og hættulega dæmda glæpamenn. Brottflutningur fólks til Haítí var stöðvaður á föstudag en í gær voru engu að síður 72 einstaklingar, þar af 21 barn og tveggja mánaða gamalt ungabarn, sendir þangað af ICE. Um var að ræða tvær vélar sem fóru frá Laredo í Texas til Port-au-Prince. „Ég veit ekki hvað er í gangi á milli ICE og Biden-stjórnarinnar en við vitum hvað þarf að gerast: Það verður að stöðva brottflutningana,“ hefur Guardian eftir Guerline Jozef, framkvæmdastjóra samtakanna Haitian Bridge Alliance. Verið að senda „varnarlaus börn inn í brennandi húsið“ Verulegar áhyggjur eru uppi um öryggi barnanna vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir á Haítí en þar deila forsetinn og andstæðingar hans um hvenær kjörtímabili hans á að ljúka. Mótmælendur segja að hann hefði átt að láta af völdum 7. febrúar en forsetinn, Jovenel Moise, hyggst sitja sem fastast ár í viðbót. Ríkisstjórn Biden hefur lýst yfir stuðningi við Moise. Jozef segir ekki óhætt að endursenda börn til Haítí einst og ástandið er. „Ég óttast um börnin, sem verið er að senda inn í hringiðu uppreisnar. Þetta er eins og ef hús væri að brenna og í stað þess að bjarga fólki út öryggisins vegna þá séu Bandaríkin að senda varnarlaus börn inn í brennandi húsið.“ Biden hefur heitið því að sýna meiri mannúð í málefnum útlendinga en Donald Trump. Daginn áður en síðarnefndi yfirgaf Hvíta húsið var maður fluttur frá Bandaríkjunum til Haítí sem var hvorki ríkisborgari landsins né hafði nokkurn tímann komið þangað.
Bandaríkin Joe Biden Haítí Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira