Tuttugu manns eru í sóttkví og 28 í einangrun. 896 eru í skimunarsóttkví og þrettán manns eru á sjúkrahúsi.
Þá greindust þrír á landamærunum. Einn þeirra mældist með mótefni en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá hinum tveimur. Nýgengi innanlandssmita er 3,0 og nýgengi landamærasmita er 6,0.
Alls voru tekin 743 einkennasýni, 252 sýni á landamærunum, þrjú við sóttkvíar- og handahófsskimun og 324 sýni við skimanir á vegum Íslenskrar erfðagreiningar.
6.025 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi síðan faraldurinn hófst fyrir tæpu ári. 46.024 hafa lokið sóttkví og þá er bólusetningu lokið hjá 4.856 manns. Bólusetning er síðan hafin hjá 7.945 til viðbótar.
Fréttin hefur verið uppfærð.