Einar tekur við sem framkvæmdastjóri og nýir eigendur bætast við Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2021 10:55 Einar Þór Bjarnason, Guðmundur Arnar Þórðarson, Guðni B. Guðnason og Thelma Kristín Kvaran. Aðsendar Guðmundur Arnar Þórðarson, Guðni B. Guðnason og Thelma Kristín Kvaran hafa gengið inn í eigendahóp ráðgjafafyrirtækisins Intellecta. Samhliða breytingunum hefur Einar Þór Bjarnason tekið vuð stöðu framkvæmdastjóra af Þórði S. Óskarssyni, stofnanda Intellecta. Þetta kemur fram í tilkynningu, en þar segir að Þórður muni áfram sinna ráðgjafaverkefnum á sviði ráðninga og stjórnunar. Einar Þór hefur starfað með Þórði í ráðgjöf síðan 2001 og verið einn af eigendum félagsins. Einar Þór var áður ráðgjafi hjá Accenture og Adcore Strategy. Þeir Guðmundur og Guðni eiga að baki langan feril innan upplýsingatækniráðgjafar. Guðmundur Arnar var ráðgjafi hjá Origo, vörustjóri hjá RB og sviðsstjóri viðskiptaþróunar og ráðgjafar hjá Þekkingu áður en hann hóf störf hjá Intellecta fyrir rúmu ári. Guðmundur Arnar hefur m.a. veitt ráðgjöf og stýrt flókum verkefnum á sviði stafrænna umbreytinga og stefnumótunar og hefur verið leiðandi í ráðgjöf á því sviði. Guðni var einn stofnenda ANZA, sem var brautryðjandi í útvistun á rekstri upplýsingatækni, yfirmaður upplýsingatækni hjá Landsbankanum og ráðgjafi og eigandi hjá Deloitte. Guðni vinnur með fyrirtækjum og stofnunum við að móta nýtt stjórnskipulag í upplýsingatækni og stýrir ráðgjöf og innleiðingu á sjálfvirkni með róbótavæðingu (robotics). Thelma Kristín hefur starfað hjá Intellecta um nokkurra ára skeið, sem stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í ráðningum. Hún vinnur með stjórnum, stjórnendum og hæfnisnefndum að ráðningum lykilstjórnenda og sérfræðinga, en auk þess er hún helsti sérfræðingur Intellecta í opinberum ráðningum. Áður en hún hóf störf hjá Intellecta starfaði hún sem rekstrarstjóri hjá Hreyfingu og hópstjóri hjá Arion banka,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu, en þar segir að Þórður muni áfram sinna ráðgjafaverkefnum á sviði ráðninga og stjórnunar. Einar Þór hefur starfað með Þórði í ráðgjöf síðan 2001 og verið einn af eigendum félagsins. Einar Þór var áður ráðgjafi hjá Accenture og Adcore Strategy. Þeir Guðmundur og Guðni eiga að baki langan feril innan upplýsingatækniráðgjafar. Guðmundur Arnar var ráðgjafi hjá Origo, vörustjóri hjá RB og sviðsstjóri viðskiptaþróunar og ráðgjafar hjá Þekkingu áður en hann hóf störf hjá Intellecta fyrir rúmu ári. Guðmundur Arnar hefur m.a. veitt ráðgjöf og stýrt flókum verkefnum á sviði stafrænna umbreytinga og stefnumótunar og hefur verið leiðandi í ráðgjöf á því sviði. Guðni var einn stofnenda ANZA, sem var brautryðjandi í útvistun á rekstri upplýsingatækni, yfirmaður upplýsingatækni hjá Landsbankanum og ráðgjafi og eigandi hjá Deloitte. Guðni vinnur með fyrirtækjum og stofnunum við að móta nýtt stjórnskipulag í upplýsingatækni og stýrir ráðgjöf og innleiðingu á sjálfvirkni með róbótavæðingu (robotics). Thelma Kristín hefur starfað hjá Intellecta um nokkurra ára skeið, sem stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í ráðningum. Hún vinnur með stjórnum, stjórnendum og hæfnisnefndum að ráðningum lykilstjórnenda og sérfræðinga, en auk þess er hún helsti sérfræðingur Intellecta í opinberum ráðningum. Áður en hún hóf störf hjá Intellecta starfaði hún sem rekstrarstjóri hjá Hreyfingu og hópstjóri hjá Arion banka,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira