Kanna heimildir til að sekta þá sem sækja farþega Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2021 11:57 Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn landamærasviðs Ríkislögreglustjóra. Vísir/Sigurjón Lögreglan telur vert að kanna heimildir til að beita sektum gagnvart þeim sem sækja komufarþega á Keflavíkurflugvöll. 90 sóttu farþega á flugvöllinn um liðna helgi. Allir sem koma til landsins þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví. Borið hefur á því að fólk dvelji ekki í því húsnæði sem það tilkynnti stjórnvöldum að það ætlaði að taka út sóttkví í. „Við teljum að það séu nokkur tilvik um að það hafi komið upp. Að fólk hafi vísvitandi verið að villa um fyrir stjórnvöldum, eða svona vísbendingar um það,“ segir Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn á landamærasviði Ríkislögreglustjóra. Að meðaltali koma um 170 til 180 farþegar hingað til lands á degi hverjum. Nýgengi smita er með lægsta móti á Íslandi sem margir þakka ströngum reglum á landamærunum. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að greiningu til að girða fyrir veikleika í núverandi kerfi. Brögð eru á því að fólk sæki farþega á Kelfavíkurflugvöll, sem er þvert á reglur. „Lögreglan er með viðveru í komusalnum og ræðir við fólk sem er komið þangað og er að upplýsa um þessar reglur sem gilda um að koma sér í sóttkví frá landamærastöðinni. Núna um helgina töldum við um 90 tilvik þar sem einstaklingar voru komnir gagngert til að sækja farþega.“ Sumir segjast ætla að taka út sóttkví með farþegunum sem þeir sækja. Lögreglan hefur þó áhyggjur af því að margir fari ekki eftir því og smit gæti borist þannig út í samfélagið. Jón Pétur segir til skoðunar að kanna sannleiksgildi fullyrðinga komufarþega um hvar þeir ætli að dvelja og skikka þá sem ekki geta gefið upp dvalarstað til að dvelja í farsóttarhúsi, líkt og sóttvarnalæknir hefur talað fyrir. „Það má vel vera að það þurfi að ganga lengra í þessum efnum og kanna heimildir til að beita þá sektum sem sækja farþega,“ segir Jón Pétur. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira
Allir sem koma til landsins þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví. Borið hefur á því að fólk dvelji ekki í því húsnæði sem það tilkynnti stjórnvöldum að það ætlaði að taka út sóttkví í. „Við teljum að það séu nokkur tilvik um að það hafi komið upp. Að fólk hafi vísvitandi verið að villa um fyrir stjórnvöldum, eða svona vísbendingar um það,“ segir Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn á landamærasviði Ríkislögreglustjóra. Að meðaltali koma um 170 til 180 farþegar hingað til lands á degi hverjum. Nýgengi smita er með lægsta móti á Íslandi sem margir þakka ströngum reglum á landamærunum. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að greiningu til að girða fyrir veikleika í núverandi kerfi. Brögð eru á því að fólk sæki farþega á Kelfavíkurflugvöll, sem er þvert á reglur. „Lögreglan er með viðveru í komusalnum og ræðir við fólk sem er komið þangað og er að upplýsa um þessar reglur sem gilda um að koma sér í sóttkví frá landamærastöðinni. Núna um helgina töldum við um 90 tilvik þar sem einstaklingar voru komnir gagngert til að sækja farþega.“ Sumir segjast ætla að taka út sóttkví með farþegunum sem þeir sækja. Lögreglan hefur þó áhyggjur af því að margir fari ekki eftir því og smit gæti borist þannig út í samfélagið. Jón Pétur segir til skoðunar að kanna sannleiksgildi fullyrðinga komufarþega um hvar þeir ætli að dvelja og skikka þá sem ekki geta gefið upp dvalarstað til að dvelja í farsóttarhúsi, líkt og sóttvarnalæknir hefur talað fyrir. „Það má vel vera að það þurfi að ganga lengra í þessum efnum og kanna heimildir til að beita þá sektum sem sækja farþega,“ segir Jón Pétur.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira