Björgvin Páll semur við Val Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2021 17:45 Björgvin Páll hefur verið með fastamaður í íslenska landsliðinu í vel yfir áratug. Vísir/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við að leika með Val næstu fimm árin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild Vals sendi frá sér rétt í þessu. Í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag var þetta til umræðu og sagði Henry Birgir Gunnarsson til að mynda að hakan myndi ekkert falla í gólfið ef Valur myndi tilkynna að Björgin myndi ganga til liðs við félagið í sumar. Það gekk heldur betur eftir. Björgvin Pál þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur varið mark íslenska landsliðsins um árabil og er með betri handboltamarkvörðum Íslands frá upphafi. Á hann að baki 240 landsleiki og var í liðinu sem landaði silfri á Ólympíuleikunum árið 2008. Hann mun ganga í raðir Valsmanna í sumar og leika með liðinu út tímabilið 2026. „Valsmenn eru gríðarlega ánægðir að fá gæði hans og reynslu inn í hópinn en þetta er mikil styrking fyrir liðið í baráttunni á komandi árum í sterkri Olís deild,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Vals. „Björgvin Páll mun einnig koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og kemur til með að vera einn af lykilmönnum í framúrskarandi starfi handknattleiksdeildarinnar á komandi árum,“ segir einnig í tilkynningu Vals sem má sjá hér að neðan. Valur er sem stendur í 3. sæti Olís deildar karla með tíu stig, tveimur stigum minna en topplið Hauka. Fréttatilkynning! Björgvin Páll Gústavsson semur við Val! Handknattleiksdeild Vals hefur samið við Björgvin Pál...Posted by Valur Handbolti on Tuesday, February 9, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. 9. febrúar 2021 13:50 Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag var þetta til umræðu og sagði Henry Birgir Gunnarsson til að mynda að hakan myndi ekkert falla í gólfið ef Valur myndi tilkynna að Björgin myndi ganga til liðs við félagið í sumar. Það gekk heldur betur eftir. Björgvin Pál þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur varið mark íslenska landsliðsins um árabil og er með betri handboltamarkvörðum Íslands frá upphafi. Á hann að baki 240 landsleiki og var í liðinu sem landaði silfri á Ólympíuleikunum árið 2008. Hann mun ganga í raðir Valsmanna í sumar og leika með liðinu út tímabilið 2026. „Valsmenn eru gríðarlega ánægðir að fá gæði hans og reynslu inn í hópinn en þetta er mikil styrking fyrir liðið í baráttunni á komandi árum í sterkri Olís deild,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Vals. „Björgvin Páll mun einnig koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og kemur til með að vera einn af lykilmönnum í framúrskarandi starfi handknattleiksdeildarinnar á komandi árum,“ segir einnig í tilkynningu Vals sem má sjá hér að neðan. Valur er sem stendur í 3. sæti Olís deildar karla með tíu stig, tveimur stigum minna en topplið Hauka. Fréttatilkynning! Björgvin Páll Gústavsson semur við Val! Handknattleiksdeild Vals hefur samið við Björgvin Pál...Posted by Valur Handbolti on Tuesday, February 9, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. 9. febrúar 2021 13:50 Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. 9. febrúar 2021 13:50
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59