ESPN fjallar um mögulega framtíð Arons í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 10:31 Aron Jóhannsson komst í gang með Hammarby seinni hluta tímabilsins og var með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjunum. Getty/Nils Petter Nilsson Bandaríkjamenn eru ekki hættir að fylgjast með framherjanum Aroni Jóhannssyni sem er að leita sér að nýju félagi. Aron Jóhannsson er í samningaviðræðum við pólska knattspyrnufélagið Lech Poznan og þær eru langt komnar samkvæmt heimildum ESPN. Bandaríski íþróttamiðillinn segir að samningaviðræðurnar séu komnar á næsta stig en Aron hefur verið að leita sér að nýju liði eftir að samningur hans við sænska liðið Hammarby rann út í árslok. ESPN sýnir Aroni áhuga enda bandarískur landsliðsmaður þó að það sé langt um liðið síðan að hann komst síðast í landsliðið. Can confirm that #usmnt forward Aron Johannsson is in talks with Polish Ekstraklasa side Lech Poznan (h/t @BrianSciaretta): https://t.co/dc3znjuvUl— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 9, 2021 Aron talaði um það í nóvember síðastliðnum að hann væri að reyna að finna sér lið í bandarísku eða þýsku deildinni en ekkert hefur orðið að því. Ferill Arons að undanförnu hefur verið að taka við sér eftir meiðslahrjáð ár á undan en hann skaust upp á stjörnuhimininn eftir árin hjá AGF og AZ Alkmaar sem skiluðu honum í bandaríska landsliðið og inn á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 12 mörk í 22 leikjum í sænsku deildinni á síðasta ári en það tók hann tíma að hitna. Aron skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í fjórtándu umferð og var síðan með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjum sínum. Nú lítur út fyrir að framtíð hans sem knattspyrnumanns sé í Póllandi. Lech Poznan er eins og er í tíunda sætinu í pólsku deildinni, fimmtán stigum á eftir toppliði Pogon Szczecin. Lech Poznan sló Aron og félaga í Hammarby út úr Evrópudeildinni síðasta haust en tókst ekki að komast upp úr riðlakeppninni og því eru engir Evrópuleikir framundan hjá liðinu. Fótbolti Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fleiri fréttir Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Sjá meira
Aron Jóhannsson er í samningaviðræðum við pólska knattspyrnufélagið Lech Poznan og þær eru langt komnar samkvæmt heimildum ESPN. Bandaríski íþróttamiðillinn segir að samningaviðræðurnar séu komnar á næsta stig en Aron hefur verið að leita sér að nýju liði eftir að samningur hans við sænska liðið Hammarby rann út í árslok. ESPN sýnir Aroni áhuga enda bandarískur landsliðsmaður þó að það sé langt um liðið síðan að hann komst síðast í landsliðið. Can confirm that #usmnt forward Aron Johannsson is in talks with Polish Ekstraklasa side Lech Poznan (h/t @BrianSciaretta): https://t.co/dc3znjuvUl— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 9, 2021 Aron talaði um það í nóvember síðastliðnum að hann væri að reyna að finna sér lið í bandarísku eða þýsku deildinni en ekkert hefur orðið að því. Ferill Arons að undanförnu hefur verið að taka við sér eftir meiðslahrjáð ár á undan en hann skaust upp á stjörnuhimininn eftir árin hjá AGF og AZ Alkmaar sem skiluðu honum í bandaríska landsliðið og inn á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 12 mörk í 22 leikjum í sænsku deildinni á síðasta ári en það tók hann tíma að hitna. Aron skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í fjórtándu umferð og var síðan með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjum sínum. Nú lítur út fyrir að framtíð hans sem knattspyrnumanns sé í Póllandi. Lech Poznan er eins og er í tíunda sætinu í pólsku deildinni, fimmtán stigum á eftir toppliði Pogon Szczecin. Lech Poznan sló Aron og félaga í Hammarby út úr Evrópudeildinni síðasta haust en tókst ekki að komast upp úr riðlakeppninni og því eru engir Evrópuleikir framundan hjá liðinu.
Fótbolti Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fleiri fréttir Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Sjá meira